fim. 20. mars 2025 13:10
Íslendingar virðast skiptast í fylkingar varðandi þetta sjóðheita undirskriftamál Höllu Tómasdóttur.
Þjóðin klofin: „Hefðu eins geta verið að skrifa kúkur og piss“

Undirskrift forseta Íslands hefur vakið mikla athygli og virðist hafa skipt landsmönnum í tvær fylkingar. Í vikunni greindi Morgunblaðið frá því að Halla Tómasdóttir skrifaði ekki fullt nafn sitt í opinberum skjölum, heldur einungis Halla Tómas. Margir hafa gagnrýnt þetta harðlega á meðan aðrir verja forsetann af krafti.

Málið var rætt í morgunþættinum Ísland vaknar, þar sem Bolli Már og Eva Ruza opnuðu símann fyrir hlustendum. Línurnar voru rauðglóandi, skoðanir skiptar – og ljóst að undirskrift forsetans kveikir sterkar tilfinningar meðal Íslendinga.

 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/18/stilbragd_hollu_vekur_athygli/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/19/halla_tomasdottir_og_ekkert_annad/

Skiljanleg skrift

Laufey K. Miljevic, móðir Evu Ruzu var fyrst til að hringja inn og tók afdráttarlaust upp hanskann fyrir Höllu:

„Þetta er fyrsti opinberi starfsmaðurinn sem það skilst skriftin hjá. Hin hefðu eins geta verið að skrifa kúkur og piss undir. Halla Tómas, þetta er hennar karakter.“

https://k100.mbl.is/frettir/2023/05/03/gerdu_simaat_i_mommu_eg_er_ekki_a_leidinni_a_ellihe/

Hún sagðist líka pirruð yfir þeirri gagnrýni sem forsetinn hefur fengið fyrir annað en undirskriftina.

„Ég var svo pirruð þegar ég sá þetta í fjölmiðlum. Það er búið að setja út á fötin hjá þessari glæsilegu konu, hárgreiðsluna og núna hvernig hún kvittar. Nei heyrðu!“ sagði hún.

 

„Hún er forseti Íslands“

Önnur kona tjáði sig um mikilvægi þess að forsetinn haldi viðskeytinu -dóttir í undirskriftum sínum, þar sem Íslendingar hafi barist fyrir rétti til að nota það á erlendum vettvangi.

„Hún er forseti Íslands og þess vegna finnst mér að hún ætti að bæta -dóttir við, bara á meðan hún er forseti Íslands,“ sagði hún en undirstrikaði þó að hún væri „Boss lady all the way.“

Hún bætti við að ef baráttan um íslensk eftirnöfn erlendis hefði ekki verið í gangi, hefði henni verið sama.

 

„Við erum ekki að berjast fyrir einhverjum sonum. Þeir hafa alltaf verið í forgrunni. Ef að þessi barátta utanlands með #dóttir væri ekki, væri mér nokkuð skítsama,“ sagði hún.

Fleiri hlustendur létu í ljós sterkar skoðanir á málinu, eins og heyra má hér:

 

 

til baka