fös. 23. maí 2025 14:21
Taylor Swift vill síður vera dregin inn í deilur Blake Lively og Justins Baldonis.
Taylor Swift og Blake Lively hættar að tala saman

Leikkonan Blake Lively hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki síðustu mánuði og því virðist ekki ætla að linna. Í þessari viku stigu sex fyrrverandi starfsmenn lífsstílsfyrirtækis hennar, Preser­ve, fram og lýstu vinnuumhverfinu sem „eitruðu, ófagmannlegu og kaótísku.“

Nú stígur enn einn heimildarmaðurinn fram og segir, samkvæmt Daily Mail, að söngkonan Taylor Swift vildi helst aldrei hafa kynnst Lively eftir að nafn hennar var dregið inn í margra milljóna dollara dómsmál leikkonunnar gegn fyrrum meðleikara sínum, Justin Baldoni.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/05/21/starfsfolk_blake_lively_opnar_sig/

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/01/02/krefst_milljarda_i_baetur/

Vinasambandið rofnar

Swift og Lively hafa verið nánar vinkonur í tæpan áratug en Lively sá til dæmis um leikstjórn á einu tónlistarmyndbandi fyrir Swift árið 2022 og bæði Lively og maðurinn hennar, Ryan Reynolds leikari, hafa verið góðir vinir hennar. Þau voru í hinum fræga „Swifties“-hópi en Swifties eru þeir sem er dyggir og ástríðufullir aðdáendur Swift. 

Bandarísk slúðurblöð fullyrða nú að vinátta Lively og Swift hafi rofnað vegna Baldoni-málsins. Saksóknarar Justin Baldoni höfðu snemma á árinu reynt að kalla Swift fyrir dóm sem vitni, með þeim rökum að Lively ætti að hafa notað vinskap þeirra til að ná yfirhöndinni á tökustað It Ends With Us. Lögfræðiteymi Baldoni lýsti því svo seinna yfir að teymið hefði þegar fengið þær upplýsingar sem það þurfti og því væri óþarfi að draga Swift frekar inn í málið.

Talsmaður Swift fullyrðir að hún sé „létt eins og fjöður“ eftir að hafa dregið sig út úr vinasambandinu.

Travis Kelce styður sína konu

Talið er að NFL-leikmaðurinn Travis Kelce, kærasti Swift, hafi tekið sér sömu stöðu og Swift í málinu. Fjölmiðlar vestanhafs bentu á að Kelce hafi nýverið hætt að fylgja Reynolds, eiginmanni Lively, á Instagram.

Lively neitar ásökunum

Lögfræðingur Lively hefur vísað öllum fullyrðingum varðandi málið á bug. Hvar sem sannleikurinn liggur þá virðist vinátta Lively og Swift, sem eitt sinn þótti órofa komin á hálan ís.




til baka