Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi um að vera á samfélagsmiðlinum TikTok. Netverjar sem eru virkir á þeim miðli taka stöðugt upp á nýjum og frumlegum trendum. Nýjasta æðið er hrekkur sem gengur út á að finna nafn á einhverjum sem fórnarlambið þekkir og segjast svo vera það svangur að viðkomandi gæti leikandi borðað þann einstakling.
Ömmur hafa verið leiknar grátt þegar þær heyra allt í einu nafnið á gömlu bekkjarsystkini og pabbar þegar allt í einu er minnst á vinnufélaga þeirra.
mbl.is tók saman vinsælustu myndböndin af þessu gríni:
Ragneiður hrekkir pabba sinn
Ragnheiður Júlíusdóttir hrekki pabba sinn með því að nefna gamlan vin hans.
Eggið kennir hænunni
Hlaðvarpsstjarnan Birta Líf Ólafsdóttir segir við dóttur sína: „Ég er svo svöng að ég gæti borðað 4 ára barn.“ Embla, dóttir hennar lét ekki bjóða sér þetta þvaður og benti mömmu sinni á það að hún gæti bara borðað mat fyrst hún væri svona svöng.
Nokkur erlend myndbönd sem hafa selgið í gegn