fös. 23. maí 2025 16:30
Soffía Karlsdóttir forstöđumađur menningarmála, Ásdís Kristjánsdóttir bćjarstjóri, Sigríđur Beinteinsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir formađur menningar- og mannlífsnefndar.
Sigga Beinteins bćjarlistamađur Kópavogs

Sigríđur Beinteinsdóttir, betur ţekkt sem Sigga Beinteins, er bćjarlistamađur Kópavogs 2025. Tilnefningin var formlega tilkynnt viđ hátíđlega athöfn í Bókasafni Kópavogs í dag af Elísabetu Sveinsdóttur, formanni menningar- og mannlífsnefndar, en nefndin velur bćjarlistamann.

Í tilkynningu frá bćnum segir ađ Sigga Beinteins sé ein af ástsćlustu og virtustu söngkonum landsins. Hún hafđi sungiđ í bílskúrshljómsveit hér í Kópavogi allt frá árinu 1980 ţegar HLH-flokkurinn fékk hana til liđs viđ sig í laginu Vertu ekki ađ plata mig sem skaut Siggu upp á stjörnuhimininn. Hún starfađi lengst af međ hljómsveitinni Stjórninni á níunda áratugnum og hefur síđan ţá veriđ áberandi í íslensku tónlistarlífi, bćđi sem sólólistamađur og í samstarfi viđ ađra.

Sigga hefur ţrisvar sinnum keppt fyrir Íslands hönd í Eurovision og hefur gefiđ út gríđarlegan fjölda vinsćlla laga sem notiđ hafa mikillar hylli almennings. Auk ferilsins sem poppsöngkona hefur Sigga lagt sitt af mörkum til barnaefnis á Íslandi, međal annars međ útgáfu á tónlistarverkefninu Söngvaborg, ţar sem lög og sögur fyrir börn fá ađ njóta sín á lifandi og skapandi hátt.

Tilnefningin er viđurkenning fyrir ţađ ómetanlega framlag sem Sigga hefur fćrt landsmönnum og íslensku tónlistarsenunni í gegnum árin. Hún hefur veriđ búsett í Kópavogi um árabil, en međ tilnefningunni gefst bćjarfélaginu tćkifćri til ađ heiđra og ţakka einstökum listamanni og styrkja tengslin viđ hana.

Í hlutverki sínu sem bćjarlistamađur hyggst Sigga Beinteins standa fyrir sérstakri söngskemmtun fyrir börn í efstu deildum leikskóla Kópavogs. Ţá eru einnig fyrirhugađir tónleikar í Salnum síđar á árinu, ţar sem hún lítur yfir ferilinn og miđlar reynslu og sögum úr langri og litríkri vegferđ í tónlistinni.

Kópavogsbćr fagnar ţví innilega ađ fá Siggu Beinteins í hóp bćjarlistamanna og hlakkar til samstarfsins á komandi ári.

til baka