lau. 24. maí 2025 21:50
Segir böðul ganga lausan í Grundarfirði

Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri, segir réttarvörslukerfið ekki standa undir nafni og að yfirvöld hafi sýnt getuleysi í þeim efnum, rétt eins og við vernd landamæranna.

Þetta kemur fram í nýju viðtali við Úlfar á vettvangi Spursmála. Þar heldur hann uppi harðri gagnrýni á Hauk Guðmundsson, ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra.

mbl.is

Færir hann meðal annars talið að fangelsismálum landsins og tekur nýlegt dæmi sem hann segir sanna að illa hafi verið haldið á málum.

Spókar sig um í Grundarfjarðarkirkju

„Maður kíkir á samfélagsmiðlana […] þá sér maður að þar birtist mynd af dæmdum morðingja sem tók annan mann af lífi, það var bara aftaka með mjög sérstökum hætti, þar sem hann er að spóka sig um í Grundarfjarðarkirkju og svo á stíg við Kvíabryggju,“ útskýrir Úlfar.

Er Úlfar þar að vísa í hið svokallaða Rauðagerðismál þar sem Armando Beqirai var tekinn af lífi fyrir utan heimili sitt í febrúar 2021.

mbl.is

Og hann bætir við: „Það er auðvitað opið fangelsi þar sem menn eru bara læstir yfir blánóttina. Maðurinn var dæmdur í 16 ára fangelsi. Hann er búinn að afplána einhver fjögur ár en hann er þarna. Þetta gefur ekki góða mynd af stöðu mála hjá okkur Íslendingum. Því miður.“

Viðtalið við Úlfar má sjá og heyra í heild sinni hér en það hefst á mínútu 37:19.

 

 

til baka