lau. 24. maí 2025 22:58
Börnin fæddust milli kl. 18 og 19 að sögn varðstjóra.
Tóku á móti tveimur börnum á einni klukkustund

Sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu tóku á móti tveimur börnum innan við sömu klukkustund í kvöld.

„Báðar fæðingar gengu mjög vel,“ segir Guðmund Hreinsson, varðstjóri slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is

Varðstjórinn segir það afar sjaldgæft að sjúkraflutningamenn þurfi að sinna tveimur fæðingum á svo skömmum tíma.

Börnin hafi fæðst ca. milli kl. 18 og 19 en Guðmundur kveðst ekki vita um kyn nýburanna tveggja.

 

 

til baka