mið. 11. júní 2025 06:00
Sigmar Vilhjálmsson er fluttur úr úr raðhúsinu í Mosfellsbæ.
Sigmar fluttur út úr húsinu

Fasteignakaup Sigmars Vilhjálmssonar athafnamanns hafa verið fyrirferðamikil síðustu ár. Hægt er að segja að þetta hafi allt hafist í kórónuveirunni en eftir að hafa lent í sóttkví í blokkaríbúð varð hann að flytja. Þá hnaut hann um fallegt raðhús í Mosfellsbæ sem hann gerði upp eftir kúnstarinnar reglum. 

Auglýsti húsið til sölu 

Fyrir tveimur árum setti Sigmar húsið á sölu til þess að geta gert hreint fyrir sínum dyrum en skuldir höfðu safnast upp á meðan kórónuveiran geisaði. 

„Staða fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur verið erfið i Covid og eft­ir. Frá­bær­ir birgjar hafa staðið með okk­ur i þeirri bar­áttu enda feng­um við enga rík­is­styrki, ekki krónu. Síðan kem­ur að því að greiða þær skuld­ir til baka. Sum­ir velja það að skipta um kenni­töl­ur. Aðrir velja það að standa við sín­ar skuld­bind­ing­ar. Sala mín á hús­inu er hluti af því að standa við mín­ar skuld­bind­ing­ar. Ég seldi húsið. Hluti sölu­and­virðis­ins notaði ég til að gera upp skuld­ir við kröfu­hafa og létta með því greiðslu­byrði fé­lags­ins á covid-skuld­um fé­lags­ins,“ sagði Sigmar í sam­tali við Smart­land fyrir tveimur árum. 

Þá hafði Alma leigufélag keypt húsið af Sigmari en gert við hann leigusamning um að hann mætti búa í húsinu í tvö ár. Planið hjá Sigmari var að kaupa húsið aftur að þeim tíma liðnum. Það varð ekki raunin og er hann fluttur úr húsinu. 

https://www.mbl.is/smartland/heimili/2023/06/14/seldi_husid_til_ad_eiga_fyrir_skuldum_en_mun_bua_i_/

Í vor greindi Smartland frá því að Sigmar væri í tiltekt og auglýsti ný ljós til sölu á Facebook. 

https://www.mbl.is/smartland/heimili/2025/04/07/simmi_vill_selur_glaeny_ljos_a_facebook/

Smartland óskar Sigmari góðs gengis! 

til baka