mið. 11. júní 2025 00:04
Donal Trump Bandaríkjaforseti.
Kallaði mótmælendurna dýr

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Los Angeles-borg sæti árásum erlends óvinar og heitir því að frelsa borgina vegna mótmælanna síðustu daga.

Trump hélt harðorðaða ræðu í tilefni þess að seinna í vikunni verður fagnað 250 ára afmæli Bandaríkjahers. Kallaði hann mótmælendurna í Los Angeles dýr í ræðunni.

Fékk hann viðstadda til að baula á Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, og Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

„Þetta stjórnleysi mun ekki líðast. Við munum ekki leyfa að ráðist sé á alríkisstarfsmenn og við munum ekki leyfa að erlendur óvinur ráðist inn í og leggi undir sig bandaríska borg,“ sagði Trump við hermenn í Fort Bragg í Norður-Karólínuríki.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/06/10/skodar_ad_beita_lagaakvaedi_fra_1807/

 

Þúsundir hermanna kallaðir til

Lýsti hann mótmælendum sem „dýrum“ sem „bera stolt fána annarra landa.“

Trump tók ákvörðun um að senda þúsundir þjóðvarðaliða til borg­ar­inn­ar auk 700 land­gönguliða til að standa vörð í mótmælunum.

Gavin Newsom hefur gagnrýnt Trump harðlega fyrir afskiptin og segir hann hella olíu á eld mótmælenda.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/06/10/los_angeles_hefdi_brunnid_til_osku/

 

til baka