mið. 5. nóv. 2025 14:30
Ökumaður mótorhjólsins hlaut minni háttar meiðsli.
Mótorhjól og bíll skullu saman í Vestmannaeyjum

Umferðarslys varð í Vestmannaeyjum fyrr í dag er mótorhjól og bíll skullu saman.

Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum, er málið nú til rannsóknar hjá lögreglunni en talið er að ökumaður bílsins hafi verið að fara út af bílastæði og fengið þá hjólið á sig.

„Það er ekki grunur um neinn ofsaakstur eða neitt svoleiðis,“ segir Stefán og heldur áfram:

„Það eru minni háttar meiðsli á hjólamanninum sem betur fer. Það lítur út fyrir það, eins og staðan er núna, að hann virðist hafa sloppið vel.“

til baka