Forsíða | Innlent | Erlent | Íþróttir | Tækni | Fólk | 200 mílur | Smartland | Matur | | Fjölskyldan | Sporðaköst | Bílar | K100 | Ferðalög | Viðskipti | Blað dagsins

Innlent

Lyklaði 36 bíla á Akureyri
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann sem búsettur er á Akureyri í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa valdið skemmdum á lakki 36 bifreiða á síðasta ári. Notaðist maðurinn við húslykil til að rispa lakk bifreiðanna, en slíkt hefur stundum verið kallað að lykla bifreiðar.
meira

Stálu próflausnum nemenda
Húsbrot var framið í Réttarholtsskóla og skemmdarverk framin. Brotið var tilkynnt til lögreglu þann 15. apríl síðastliðinn.
meira

„Þeir hafa ekki alveg verið að standa við sitt“
„Þetta myndi gera ungu fólki kleift að sækja Ísland til saka hjá alþjóðadómstólum ef brotið er á rétti ungs fólks til heilnæms umhverfis – sem við teljum það þegar hafa gert og gerir áfram,“ segir Skahan um eina af kröfum Ungra umhverfissinna.
meira

Ný staða uppi og óvissan meiri
Veðurstofa Íslands segir að sú staða sem er uppi núna á Reykjanesskaga sé ný, þar sem eldgos með frekar stöðugu hraunrennsli sé í gangi á Sundhnúkagígaröðinni á sama tíma og land rís í Svartsengi. Því sé meiri óvissa nú en áður um mögulega þróun atburðarins.
meira

Málefnaleg umræða og ekkert sérstakt gagnrýnt
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra gerir ráð fyrir því að fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029 verði samþykkt í júní að loknu stuttu hléi sem gert verður á Alþingi vegna forsetakosninganna.
meira

70 tonn af graðýsu og stórþorski
Mokveiði var hjá ísfisktogaranum Gullver NS á Síðugrunni þar sem fengust 70 tonn á tuttugu klukkustundum. Togarinn kom til löndunar á Seyðisfirði í gærmorgun og var aflinn 107 tonn.
meira

Hæstiréttur staðfestir vanhæfi alls Landsréttar
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð starfandi forseta Landsréttar um að allur Landsréttur sé vanhæfur í svokölluðu Gnúps-máli vegna starfa eins dómara við Landsrétt fyrir Gnúp fyrir rúmlega 15 árum síðan.
meira

Innköllun þar sem magn blásýru mældist yfir mörkum
Danska fyrirtækið Dagrofa, endursöluaðili First Price, hefur innkallað First Price hörfræ af markaði þar sem magn sýaníðs eða blásýru (HCN) mældist yfir viðmiðunarmörkum. Þessi varrúðarráðstöfun á eingöngu við lotu merkta Best fyrir: 05 2025.
meira

„Lélegasta rallið sem ég tek þátt í“
Leifur EA 888 kom til hafnar í Grímsey um hádegisbil í dag með aðeins 1.110 kíló eftir síðustu veiðiferð sem báturinn fer í tengslum við netarall Hafrannsóknastofnunar. Gylfi Gunnarsson, skiptsjóri og útgerðarmaður, segir veiðina hafa gengið verr nú en í nokkru öðru netaralli sem hann hefur tekið þátt í.
meira

Segjast ekki vera á kaldri slóð
Lögregla segir rannsókn á ráni í Hamraborg þar sem miklum fjármunum var stolið sé ekki á kaldri slóð. Enn séu vísbendingar sem sjö manna rannsóknarteymi á lögreglustöð 3 er að kanna.
meira

Anna Lísa, Áslaug og Dagný aðstoða ríkisstjórnina
Anna Lísa Björnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Einnig hefur verið gengið frá endurráðningu Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Dagnýjar Jónsdóttur sem aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar.
meira

Verk og vit sett með pomp og pragt
Stórsýningin Verk og vit var sett í sjötta sinn með pomp og pragt í Laugardalshöll síðdegis í gær en yfir 100 sýnendur taka þátt í sýningunni.
meira

Aðkoman í gripahúsið mjög slæm
Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir aðkomuna í gripahús á Norðurlandi vestra hafa verið mjög slæma.
meira

Spursmál: Fyrsta stóra viðtal Katrínar
Katrín Jakobsdóttir verður til viðtals í Spursmálum í dag. Auk hennar mæta þau Börkur Gunnarsson og Ásdís Kristjánsdóttir í settið til að fara yfir helstu fréttir vikunnar sem senn er á enda. Ekki missa af Spursmálum hér á mbl.is klukkan 14.
meira

Ráðamenn í háaloftum: „Maður var pínu skelkaður“
„Þetta gekk bara vel og maður var mjög hugaður. En jú þetta er ekki það sem maður gerir á hverjum degi. Maður var pínu skelkaður en aðallega var þetta bara gaman og geggjað útsýni.“
meira

Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til Bjarna
73% landsmanna bera lítið traust til nýs forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, ef marka má nýja könnun Maskínu. 16% segjast bera mikið traust til hans.
meira

Telur tvískinnung í umræðu um hvalveiðar
Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, kemur hvalveiðum til varnar í pistli á Facebok-síðu sinni og segir mikinn tvískinnung gæta í umræðunni. Bendir hann á að það sé margt sem tali fyrir því að slíkar veiðar verði stundaðar. Sú afstaða þýði þó ekki að honum sé ekki annt um hvali.
meira

Heiða María og Þórhildur hlutu hvatningarverðlaunin
Dr. Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands, og Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, hlutu hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árin 2023 og 2024.
meira

Gerir ráð fyrir 150 samningum í næstu viku
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir að settar hafi verið fram of brattar væntingar varðandi þann tímaramma sem taka átti Fasteignafélagið Þórkötlu að ganga frá kaupum á fasteignum í Grindavík.
meira

Hyggjast leyfa fólki að skoða gosið
Ferðamálastofa leiðir starfshóp sem hefur það verkefni að útbúa aðstöðu fyrir þá sem vilja skoða eldgos í Sundhnúkagígsröð þar sem gýs úr einum gíga.
meira

til baka fleiri