Forsíða | Innlent | Erlent | Íþróttir | Tækni & vísindi | Veröld/Fólk | Viðskipti | Fasteignir | Atvinna | Gagnasafn | Blað dagsins | Bloggið

Íþróttir

Rauðskinnar á útleið
Stytta af George Preston Marshall var fjarlægð fyrir utan R.F.K. Stadium, fyrrum leikvang ruðningsliðsins Washington Redskins, í síðasta mánuði. Skemmdarverk höfðu verið unnin á henni eins og á svo mörgum öðrum styttum sem taldar eru standa fyrir misrétti minnihlutahópa í Bandaríkjunum.
meira

12 högg á 2,9 sekúndum
Stuttu eftir að hafa fest sig í sessi sem heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, með tveimur sigrum gegn Sonny Liston og öðrum gegn Floyd Patterson, fékk Muhammad Ali slæmar fréttir.
meira

Knattspyrnumaður þorir ekki út úr skápnum
Samkynhneigður leikmaður í ensku úrvalsdeildinni þorir ekki að koma út úr skápnum en hann sendi enska miðlinum Mirror opið bréf þess efnis. Hefur hann áhyggjur af viðbrögðum samherja sinna og stuðningsmanna.
meira

Ronaldo fór langt með að tryggja titilinn
Cristiano Ronaldo fór langt með að tryggja Juventus ítalska meistaratitilinn í fótbolta er hann gerði bæði mörk liðsins í 2:2-jafntefli við Atalanta á heimavelli. Kom það síðara á lokamínútunni.
meira

Chelsea átti ekki möguleika í Sheffield (myndskeið)
Sheffield United gerði sér lítið fyr­ir og vann 3:0-heima­sig­ur á Chel­sea í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í kvöld.
meira

Sterling með þrennu í stórsigri City
Manchester City átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að vinna 5:0-stórsigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
meira

Jóhann hársbreidd frá sigurmarki á Anfield (myndskeið)
Englandsmeistarar Liverpool og Burnley mættust á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Andy Robertson kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Jay Rodriguez jafnaði í seinni hálfleik og þar við sat.
meira

Staðan versnar hjá Birki
Birkir Bjarnason og samherjar hans hjá Brescia eru í vondri stöðu í fallbaráttunni í ítölsku A-deildinni í fótbolta eftir 0:3-skell á heimavelli gegn Roma í kvöld.
meira

Barcelona hélt titilbaráttunni lifandi
Barcelona vann í kvöld nauman 1:0-sigur á Real Valladolid á útivelli í spænsku 1. deildinni í fótbolta.
meira

Bætti Íslandsmetið tvisvar á þremur dögum
Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir er í miklu stuði um þessar mundir en hún bætti eigið Íslandsmet um einn sentímetra á tíunda Origo-móti FH í dag. Er þetta í fjórða skipti á undanförnum vikum sem Vigdís bætir metið.
meira

Ótrúleg dramatík á Akranesi (myndskeið)
ÍA er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta eftir sigur á Augnabliki á heimavelli í lokaleik 16-liða úrslitanna í kvöld, 2:1. Eva María Jónsdóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma eftir mikla dramatík.
meira

Sló 37 ára gamalt Íslandsmet
Hlynur Andrésson sló í gærkvöldi 37 ára gamalt Íslandsmet í 3000 metra hlaupi á móti í Hollandi. Hlynur kom í mark á 8:04,54 mínútum og var að bæta Íslandsmetið um rúma sekúndu. Fyrra metið var 8:05,63 mínútur og það setti Jón Diðriksson árið 1983.
meira

Fyrirliðinn var hetjan (myndskeið)
Troy Deeney var hetja Wat­ford gegn Newcastle þegar liðin mætt­ust á Vicara­ge Road í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem loka­töl­ur urðu 2:1.
meira

Chelsea fékk skell í Sheffield
Sheffield United gerði sér lítið fyrir og vann 3:0-heimasigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
meira

Bikarmeistararnir mæta Íslandsmeisturunum
Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í dag. Stórleikur átta liða úrslitanna fer fram á Selfossi þar sem bikarmeistarar Selfoss og Íslandsmeistarar Vals eigast við.
meira

Njarðvík upp í fjórða sætið
Njarðvík er komin upp í fjórða sæti 2. deildar karla í fótbolta eftir 2:1-sigur á KF, Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar á heimavelli í dag.
meira

Akureyringar í átta liða úrslit
Úrvalsdeildarlið Þórs/KA er komið í átta liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna í fótbolta eftir 1:0-sigur á Keflavík úr 1. deildinni. Snædís Ósk Aðalsteinssdóttir skoraði sigurmarkið á 13. mínútu.
meira

Fernan sem felldi Norwich (myndskeið)
Michail Ant­onio, sókn­ar­maður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins West Ham, gerði sér lítið fyr­ir og skoraði fernu fyr­ir liðið þegar West Ham heim­sótti botnlið Norwich í ensku úr­vals­deild­inni á Carrow Road í dag. Með tap­inu er ljóst að Norwich er fallið.
meira

Kórdrengir unnu toppslaginn - Dino varði tvær vítaspyrnur
Kórdrengir eru komnir með þriggja stiga forskot á toppi 2. deild karla í fótbolta eftir 2:1-útisigur á Haukum í dag.
meira

Burnley sótti stig á Anfield
Jay Rodriguez reyndist hetja Burnley þegar liðið heimsótti Englandsmeistara Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í dag.
meira

fleiri