13. júlí, 2006
GUÐRÚN P. HELGADÓTTIR

GUĐRÚN P. HELGADÓTTIR

Guđrún Pálína Helgadóttir fćddist í Reykjavík 19. apríl 1922. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi viđ Hringbraut hinn 5. júlí síđastliđinn. Foreldrar hennar voru Helgi Ingvarsson, yfirlćknir á Vífilsstöđum, f. 10.10. 1896, d. 14.4. 1980, og Guđrún Lárusdóttir, kona hans, f. 17.3. 1895, d. 4.3. 1981.

Systkini Guđrúnar eru: Ingvar Júlíus forstjóri, f. 22.7. 1928, d. 18.9. 1999, Lárus Jakob, fyrrv. yfirlćknir, f. 10.9. 1930, Sigurđur, sýslumađur og bćjarfógeti, f. 27.8. 1931, d. 26.5. 1998, Júlíus, f. 24.12. 1936, d. 27.2. 1937, og Júlía, f. 14.7. 1940, d. 17.6. 1950.

Guđrún giftist 24.4. 1943 Oddi Ólafssyni barnalćkni, f. 11.5. 1914, d. 4.1. 1977, en ţau skildu. Sonur ţeirra er 1) Ólafur Oddsson menntaskólakennari, f. 13.5. 1943, kvćntur Dóru Ingvadóttur framkvćmdastjóra, f. 26.9. 1945. Dćtur ţeirra eru a) Guđrún Pálína og b) Helga Guđrún.

Guđrún giftist 20.8. 1949 Jóni Jóhannessyni prófessor, f. 6.6. 1909, d. 4.5. 1957. Synir ţeirra eru: 2) Helgi, dósent og lćknir, f. 16.8. 1952, kvćntur Kristínu Fćrseth, félagsfrćđingi og sérfrćđingi, f. 24.1. 1952. Börn ţeirra eru Jón, Guđrún Pálína, Einar Andreas og Helgi. 3) Jón Jóhannes Jónsson, dósent og yfirlćknir, f. 21.7. 1957, kvćntur Sólveigu Jakobsdóttur, dósent og kennslufrćđingi, f. 26.11. 1958. Börn ţeirra eru Jóhanna, Guđrún Pálína og Jón Jakob. Barnabarnabörn Guđrúnar eru fjögur.

Guđrún giftist 24.4. 1975 Jóhanni Gunnari Stefánssyni framkvćmdastjóra, f. 21.7. 1908, d. 23.12. 2001.

Guđrún ólst upp á Vífilsstöđum. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1941, kennaraprófi 1945, BA-prófi í íslensku og ensku frá HÍ 1949 og doktorsprófi frá háskólanum í Oxford 1968. Fjallađi ritgerđ hennar um sögu Hrafns Sveinbjarnarsonar og var hún gefin út 1987.

Guđrún var íslenskukennari viđ Gagnfrćđaskóla Austurbćjar í ellefu ár og hún kenndi um tíma í MR. Hún var íslenskukennari viđ Kvennaskólann í Reykjavík frá 1955 og skólastjóri ţar 1959-1982.

Guđrún samdi margvísleg rit og greinar um bókmenntir, sögu og fleira, m.a. Skáldkonur fyrri alda I-II (1961-1963) og Sýnisbók íslenzkra bókmennta (1953, međ Sigurđi Nordal og Jóni Jóhannessyni). Ljóđabók Guđrúnar, Hratt flýgur stund, kom út 1982 og bókin Helgi lćknir Ingvarsson áriđ 1989. Guđrún ritađi einnig bćkurnar Lárus hómópati (1994) og Brautryđjandinn, Júlíana Jónsdóttir skáldkona (1997). Guđrún var um skeiđ formađur Bandalags kvenna í Reykjavík og síđar heiđursfélagi ţess. Hún var ritstjóri "19. júní" 1958-1962. Hún sat lengi í stjórn Hjartaverndar, í stjórn Minningargjafasjóđs Landspítalans og var formađur sjóđsins um hríđ. Guđrún var formađur félags kvenna í frćđslustörfum, Alfa-deild, 1982-1984, síđar heiđursfélagi, og hún sat um skeiđ í stjórn Ţjóđvinafélagsins. Guđrún varđ stórriddari Hinnar íslensku fálkaorđu 1971.

Útför Guđrúnar P. Helgadóttur verđur gerđ frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.