Breytingar í fótboltanum - Bogi í Njarðvík

Bogi Rafn Einarsson, til hægri, er farinn frá Grindavík til …
Bogi Rafn Einarsson, til hægri, er farinn frá Grindavík til Njarðvíkur. mbl.is/Eggert

Á miðnætti í kvöld, laugardagskvöld, rennur út frestur til að skipta um félag í fótboltanum hér á landi. Þá verður lokað fyrir félagaskipti til 15. júlí. Mbl.is fylgist jafnóðum með breytingunum á liðunum í tveimur efstu deildum karla:

Í DAG:
21.42 Bogi Rafn Einarsson,
varnarmaður úr Grindavík, er genginn til liðs við 1. deildarlið Njarðvíkur. Bogi, sem er 22 ára, lék 12 leiki með Grindavík í úrvalsdeildinni í fyrra og skoraði eitt mark.

20.18 Pétur Óskar Sigurðsson, sem lék síðast með ÍBV í úrvalsdeildinni 2005 en hætti síðan, er genginn til liðs við 1. deildarlið ÍR. Hann var í röðum FH en var lánaður þaðan til ÍBV og áður Breiðabliks.

20.14 Sverrir Þór Sverrisson, sem hefur lengi leikið með Njarðvík, Keflavík og Grindavík og spilaði 2 leiki með Keflavík í úrvalsdeildinni í fyrra, er kominn í raðir Njarðvíkur á ný.

17:36 Vilhjálmur Darri Einarsson hefur verið lánaður frá KR til Grindavíkur.

17:30 Eyþór Guðnason hefur skipt um lið í 1. deildinni og er kominn til Njarðvíkur frá ÍR.

17:27 Brynjar Benediktsson, sem lék fimm leiki með Íslandsmeisturum FH á síðustu leiktíð, hefur verið lánaður til Leiknis R.

Í GÆR:
23.32 Rasmus Christiansen
frá Danmörku og Danien Justin Warlem gengu í kvöld til liðs við ÍBV. Christiansen er 21 árs gamall miðvörður og kemur í láni frá Lyngby. Warlem er 23 ára framherji og var laus frá liði sínu í Suður-Afríku. Þetta kemur fram á ibv.is.

23.26 Viðar Örn Kjartansson er genginn til liðs við Selfyssinga á ný eftir hálft annað ár í röðum ÍBV. Viðar sleit krossband í hné seint á síðasta tímabili en hafði þá spilað 17 leiki með Eyjamönnum í úrvalsdeildinni og skorað 2 mörk. Reiknað er með að hann verði leikfær seinnipartinn í júní. Frá þessu er greint á sunnlenska.is.

17.26 Stefán Örn Arnarson sóknarmaður er genginn í raðir 1. deildarliðs ÍA en hann kemur til Skagamanna frá Keflavík.

17.01 Felix Hjálmarsson,
tvítugur miðjumaður úr Fylki, hefur verið lánaður til 1. deildarliðs Fjarðabyggðar. Felix lék þrjá leiki með Fylki í úrvalsdeildinni í fyrra.

16.33 Eiríkur Viljar H. Kúld, miðjumaður úr FH, hefur verið lánaður til 1. deildarliðs ÍR. Eiríkur lék sem lánsmaður með Haukum í fyrra.

16:21 Elvar Freyr Arnþórsson úr Víkingi R. hefur verið lánaður til Gróttu, nýliðanna í 1. deildinni.

15.46 Árni Ingi Pjetursson og Andri Sveinsson úr Gróttu, sem báðir hafa spilað í efstu deild, Árni með ÍA, Val, KR og Fram og Andri með Þrótti, eru farnir til 2. deildarliðs ÍH úr Hafnarfirði.

15.28 Sindri Már Sigurþórsson hefur verið lánaður úr Stjörnunni í 2. deildarlið Víkings í Ólafsvík, annar leikmaðurinn sem fer þá leiðina í dag. Sindri lék einn leik með Stjörnunni í úrvalsdeildinni í fyrra.

14.50 Sölvi G. Gylfason, sem lék 15 leiki með Skagamönnum í 1. deildinni í fyrra, er kominn til liðs við 3. deildarlið Skallagríms.

14.28 Stanislav Vidakovic, 25 ára gamall miðvörður frá Króatíu, er genginn til liðs við 1. deildarlið Fjölnis en hann lék síðast með Olimpik Sarajevo í Bosníu.

14:25 Aron Már Smárason, sóknarmaður úr Breiðabliki, hefur verið lánaður til 1. deildarliðs Fjarðabyggðar. Aron er 25 ára og lék 4 leiki með Blikum í úrvalsdeildinni í fyrra en lék áður með Njarðvík.

13:54 Grétar Atli Grétarsson, 21 árs miðjumaður úr Stjörnunni, hefur verið lánaður til Hauka. Grétar lék 3 leiki með Stjörnunni í úrvalsdeildinni í fyrra.

13:40 Viktor Örn Guðmundsson, vinstri bakvörður eða kantmaður úr FH, hefur verið lánaður til 1. deildarliðs Víkings R. Viktor lék 4 leiki með FH í úrvalsdeildinni í fyrra og hefur spilað mikið með liðinu í vetur og vor.

13.40 Sindri Snær Jensson, sem lék 16 leiki í marki Þróttar R. í úrvalsdeildinni í fyrra, hefur verið lánaður til 3. deildarliðsins Berserkja.

13.00 Jacob Neestrup, danski miðjumaðurinn, fékk í dag leikheimild með FH og getur því spilað með liðinu gegn Haukum á sunnudaginn. Hann kemur frá Stavanger í Noregi.

11.50 Marko Kazic, 18 ára piltur frá Svartfjallalandi, er kominn með leikheimild með ÍBV og kemur til Eyja á þriðjudag. Hann er sonur Dragans Kazic, aðstoðarþjálfara Eyjamanna, og mun væntanlega fyrst og fremst spila með 2. flokki félagsins.

10.34 Bjarki Gunnlaugsson er búinn að ganga frá félagaskiptum úr Val yfir í FH og getur því byrjað að spila með Hafnarfjarðarliðinu. Áður hafði komið fram að Bjarki væri farinn að æfa með meisturunum. Bjarki lék áður með FH 2007-2008.

10.18 Högni Helgason, sem kom til Breiðabliks frá Fjarðabyggð í vetur, hefur verið lánaður í 2. deildarlið Hattar frá Egilsstöðum.

09.35 Arnar Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í tennis sem lék með Breiðabliki í fyrra, er genginn til liðs við 3. deildarlið Tindastóls.

09.10 Heiðar Atli Emilsson úr Stjörnunni hefur verið lánaður til 2. deildarliðs Víkings í Ólafsvík.

NÝLEGAR BREYTINGAR:
Greg Ross,
23 ára skoskur varnarmaður, er kominn til liðs við Val frá skoska 1. deildarliðinu Dunfermline. Sjá frétt mbl.is.

Andri Valur Ívarsson, sóknarmaður úr Fjölni, er farinn í sitt gamla félag, Völsung, sem er nýliði í 2. deild í ár.

Stefán Hafsteinsson, drengjalandsliðsmaður úr Hvöt, er genginn til liðs við 1. deildarlið KA. Stefán lék 17 leiki með Hvöt í 2. deildinni í fyrra, þá aðeins 16 ára, og lék þá jafnframt með U17 ára landsliðinu.

Einar Sigþórsson, markahæsti leikmaður Þórs í 1. deildinni í fyrra, hefur tekið sér frí frá fótboltanum og leikur ekki með liðinu í sumar. Einar skoraði 10 mörk í 15 leikjum fyrir Þór í deildinni í fyrra. Þá er Óðinn Árnason, varnarmaðurinn reyndi, frá vegna meiðsla og óvíst hvenær hann verður leikfær. Sjá nánar vef Þórs.

Guðfinnur Þ. Ómarsson,
sóknarmaður úr ÍR, gekk í dag til liðs við Þróttara, keppinautana í 1. deildinni. Guðfinnur lék 20 mörk með ÍR í deildinni í fyrra og skoraði 4 mörk. Hann hefur áður spilað með Þrótti og á 23 leiki að baki með þeim í efstu deild.

Halldór Orri Björnsson er kominn aftur í Stjörnuna eftir lánsdvöl hjá Pfullendorf í Þýskalandi seinni hluta vetrar. Halldór Orri skoraði 7 mörk fyrir Garðbæingana í úrvalsdeildinni í fyrra.

Enok Eiðsson og Sindri Örn Steinarsson úr Haukum hafa verið lánaðir til 2. deildarliðs ÍH í Hafnarfirði. Þá hafa Haukar lánað markvörðinn Þóri Guðnason til 2. deildarliðs Hattar á Egilsstöðum.

Dan Stubbs,
enskur miðjumaður, er genginn til liðs við 1. deildarlið KA. Hann er 21 árs og kemur frá utandeildaliðinu Margate. Sjá vef KA.

Guilherme Ramos, 25 ára Portúgali, er kominn til liðs við Njarðvíkinga, nýliðana í 1. deildinni. Hann lék með þeim æfingaleik gegn Keflavík í fyrrakvöld og hefur gengið frá félagaskiptum.

Sam Mantom,
tvítugur enskur miðjumaður, kemur til nýliða Hauka í láni frá WBA í Englandi. Þar var hann í aðalliðshópi í einum bikarleik í vetur og var á sínum tíma valinn í U17 ára landslið Englands. Markahæsti maður Hauka í 1. deild í fyrra, Garðar Ingvar Geirsson, er frá keppni framá sumar vegna fótbrots.

Lateef Elford-Alliyu
og Kayleden Brown, ungir piltar frá WBA í Englandi, eru komnir til Keflavíkur sem lánsmenn. Þeir eru  báðir fæddir 1992 og hafa verið viðloðandi aðalliðshóp WBA, og verið lánaðir í neðri deildir. Elford-Alliyu er U17 ára landsliðsmaður Englands og Brown U19 ára landsliðsmaður Wales.

Trausti Sigurbjörnsson markvörður frá Akranesi sem var farinn til Noregs, er í staðinn genginn til liðs við 1. deildarlið Leiknis R.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Einar Marteinsson úr Val hafa verið lánaðir til 1. deildarliðs HK. Báðir eru þeir fæddir 1989, Guðmundur er sóknarmaður og Einar varnarmaður.

Bessi Víðisson hefur verið lánaður frá Keflavík til 1. deildarliðs Fjarðabyggðar. Bessi er 19 ára og lék 4 leiki með Keflvíkingum í úrvalsdeildinni í fyrra.

Atli Jónasson, markvörður úr KR, er hættur við að leika með norska 2. deildarliðinu Våg en hann hafði verið lánaður þangað. Atli er á heimleið og verður lánaður í 2. deildarliðið Hvöt á Blönduósi í sumar.

Pétur Runólfsson, sem hefur leikið með ÍBV undanfarin ár, verður lánaður til 2. deildarliðs BÍ/Bolungarvíkur.

Dofri Snorrason, 19 ára bakvörður sem hefur leikið talsvert með KR í vetur og vor, hefur verið lánaður til 1. deildarliðs Víkings R.

Haraldur Björnsson,
markvörður úr Val, hefur verið lánaður til 1. deildarliðs Þróttar út sumarið. Haraldur, sem er 21 árs og markvörður 21-árs landsliðs Íslands, kom til Vals frá Hearts í Skotlandi fyrir síðasta tímabil og lék þá 9 leiki í marki Hlíðarendaliðsins í úrvalsdeildinni. Sjá vef Þróttar.

Emil Daði Símonarson, sóknarmaður úr Grindavík, verður lánaður í 2. deildarlið Reynis úr Sandgerði. Sjá Fótbolti.net.

Zlatko Krickic,
18 ára unglingalandsliðsmaður úr HK, er genginn til liðs við norska 1. deildarliðið Fredrikstad. Sjá frétt mbl.is.

Denis Sytnik, 23 ára framherji frá Úkraínu, kemur til ÍBV frá þarlenda 3. deildarliðinu Hirnyk-Sport Komsomolsk. Sjá frétt mbl.is.

Hér fyrir neðan má skoða hvaða breytingar hafa orðið á liðunum 24 sem leika í A-deildinni, en það eru sömu lið og skipa tvær efstu deildir Íslandsmótsins í sumar. Þau eru talin upp samkvæmt lokaröð síðasta tímabils. Fyrst koma 10 efstu lið úrvalsdeildar, þá liðin tvö sem komu upp úr 1. deild, og síðan þau 12 lið sem skipa 1. deildina á þessu ári.

Rétt er að taka fram að ekki eru taldir upp þeir leikmenn sem hafa snúið til baka til sinna félaga eftir lánsdvöl í neðri deildum á síðasta ári.

Listinn er uppfærður reglulega, eftir því sem fleiri félagaskipti bætast við. Ábendingar um breytingar á liðunum má senda á sport@mbl.is.

Breytingar á liðum úrvalsdeildar og 1. deildar karla frá síðasta tímabili:

FH

Þjálfari: Heimir Guðjónsson

Bjarki Gunnlaugsson frá Val
Gunnar Már Guðmundsson frá Fjölni
Gunnleifur Gunnleifsson frá HK
Jacob Neestrup frá Stavanger (Noregi)
Jón Ragnar Jónsson frá Þrótti R.
Torgeir Motland frá Stavanger (Noregi)

Alexander Söderlund í Lecco (Ítalíu)
Brynjar Benediktsson í Leikni R. (lán)
Daði Lárusson í Hauka
Davíð Þór Viðarsson í Öster (Svíþjóð)
Dennis Siim, hættur
Eiríkur Viljar H. Kúld í ÍR (lán)
Guðni Páll Kristjánsson í ÍR (lán)
Kristján Gauti Emilsson í Liverpool
Sverrir Garðarsson, meiddur
Tryggvi Guðmundsson í ÍBV
Viktor Örn Guðmundsson í Víking R. (lán)

KR

Þjálfari: Logi Ólafsson

Guðjón Baldvinsson frá GAIS (Svíþjóð) (lán)
Guðmundur Reynir Gunnarsson frá GAIS (Svíþjóð) (lán, var einnig í láni seinni hluta 2009)
Kjartan Henry Finnbogason frá Sandefjord (Noregi)
Lars Ivar Moldskred frá Strömsgodset (Noregi)
Viktor Bjarki Arnarsson frá Nybergsund (Noregi)
Þórður Ingason frá Fjölni (lán)

André Hansen í Lilleström (Noregi) (úr láni)
Atli Jóhannsson í Stjörnuna
Atli Jónasson í Hvöt (lán)
Ásgeir Örn Ólafsson í Våg (Noregi)
Bjarki Pjetursson í KV
Davíð Birgisson í Selfoss (lán)
Dofri Snorrason í Víking R. (lán)
Guðmundur Benediktsson í Selfoss
Guðmundur Pétursson í Breiðablik
Prince Rajcomar í Zalaegerzegi (Ungverjalandi)
Vilhjálmur Darri Einarsson í Grindavík (lán)

Fylkir

Þjálfari: Ólafur Þórðarson

Andrew Bazi frá Assyriska (Svíþjóð)
Baldur Bett frá Val
Oddur Ingi Guðmundsson frá Þrótti R. (meiddur í byrjun móts)

Felix Hjálmarsson í Fjarðabyggð (lán)
Halldór A. Hilmisson í Þrótt R.
Kjartan Andri Baldvinsson í Leikni R.
Theódór Óskarsson, hættur

Fram

Þjálfari: Þorvaldur Örlygsson

Jón Gunnar Eysteinsson frá Keflavík
Tómas Leifsson frá Fjölni

Auðun Helgason í Grindavík
Heiðar Geir Júlíusson í Ängelholm (Svíþjóð)
Ingvar Þór Ólason í Þrótt R.
Paul McShane í Keflavík
Ragnar V. Sigurjónsson í Hamar
Viðar Guðjónsson í Fjölni

Breiðablik

Þjálfari: Ólafur H. Kristjánsson

Guðmundur Pétursson frá KR (var í láni frá KR seinni hluta 2009)
Högni Helgason frá Fjarðabyggð (lánaður í Hött 2010)
Jökull I. Elísabetarson frá Víkingi R.
Rafn Andri Haraldsson frá Þrótti R. (úr leik vegna meiðsla) 
Rannver Sigurjónsson frá Aftureldingu

Arnar Grétarsson í AEK (Grikklandi) sem yfirmaður knattspyrnumála
Arnar Sigurðsson í Tindastól
Aron Már Smárason í Fjarðabyggð (lán)
Guðmann Þórisson í Nybergsund (Noregi)

Keflavík

Þjálfari: Willum Þór Þórsson

Andri Steinn Birgisson frá Fjölni
Kayleden Brown frá WBA (Englandi) (lán)
Lateef Elford-Alliyu frá WBA (Englandi) (lán)
Ómar Karl Sigurðsson frá MK (Noregi)
Paul McShane frá Fram

Bessi Víðisson í Fjarðabyggð (lán)
Jón Gunnar Eysteinsson í Fram
Lasse Jörgensen til Danmerkur
Nicolai Jörgensen, óvíst
Símun Samuelsen í HB Þórshöfn (Færeyjum)
Stefán Örn Arnarson í ÍA
Sverrir Þór Sverrisson í Njarðvík
Tómas Karl Kjartansson í Víði (lán)
Viktor Guðnason í Njarðvík

*Haukur Ingi Guðnason missir af byrjun Íslandsmótsins vegna meiðsla.
  

Stjarnan

Þjálfari: Bjarni Jóhannsson

Atli Jóhannsson frá KR
Dennis Danry frá Þrótti R.
Magnús Karl Pétursson frá KFG
Marel Baldvinsson frá Val
Ólafur Karl Finsen frá AZ Alkmaar (Hollandi) (lán)

Alfreð E. Jóhannsson í BÍ/Bolungarvík
Andri Fannar Helgason í Þrótt R. (úr láni)
Grétar Atli Grétarsson í Hauka (lán)
Guðni Rúnar Helgason, hættur
Heiðar Atli Emilsson í Víking Ó. (lán)
Magnús Björgvinsson í Straelen (Þýskalandi)
Richard Hurlin í Syrianska (Svíþjóð)

Valur

Þjálfari: Gunnlaugur Jónsson

Danni König frá Randers (Danmörku)
Ellert Finnbogi Eiríksson frá Hamri
Greg Ross frá Dunfermline (Skotlandi)
Hafþór Vilhjálmss. frá Þrótti R. (úr láni)
Haukur Páll Sigurðsson frá Þrótti R.
Jón Vilhelm Ákason frá ÍA
Martin Pedersen frá Vejle (Danmörku) (lán)
Rúnar Már Sigurjónsson frá HK
Stefán Jóhann Eggertsson frá HK

Arnar B. Gunnlaugsson í Hauka
Baldur Bett í Fylki
Bjarki B. Gunnlaugsson í FH
Bjarni Ólafur Eiríksson í Stabæk (Noregi)
Einar Marteinsson í HK (lán)
Guðmundur Steinn Hafsteinsson í HK (lán)
Guðmundur Viðar Mete í Hauka
Haraldur Björnsson í Þrótt R. (lán)
Helgi Sigurðsson í Víking R.
Leifur Bjarki Erlendsson í Hamar
Marel J. Baldvinsson í Stjörnuna
Pétur Georg Markan í Fjölni
Steinþór Gíslason, hættur

Grindavík

Þjálfari: Lúkas Kostic

Alexander Magnússon frá Njarðvík
Auðun Helgason frá Fram
Loic Ondo frá Frakklandi
Matthías Örn Friðriksson frá Þór
Rúnar Dór Daníelsson frá Víði
Vilhjálmur Darri Einarsson frá KR (lán)
* Grétar Hjartarson er kominn af stað á ný eftir að hafa misst af tímabilinu 2009 vegna meiðsla.

Ben Ryan Long í Njarðvík
Bogi Rafn Einarsson í Njarðvík
Emil Daði Símonarson í Reyni S. (lán)
Eysteinn Hauksson, hættur
Ingólfur Ágústsson í Draupni
Óli Stefán Flóventsson í Sindra
Sylvain Soumare, óvíst
Tor Erik Moen til Noregs
Zoran Stamenic, hættur
Þórarinn Kristjánsson í Klepp (Noregi)

ÍBV

Þjálfari: Heimir Hallgrímsson

Ásgeir Aron Ásgeirsson frá Fjölni
Danien Justin Warlem frá Suður-Afríku
Denis Sytnik frá Hirnyk-Sport Komsomolsk (Úkraínu)
Finnur Ólafsson frá HK
James Hurst frá Portsmouth (Englandi)
Marko Kazic frá Svartfjallalandi
Rasmus Christiansen frá Lyngby (Danmörku)
Tryggvi Guðmundsson frá FH

Ajay Leitch-Smith í Crewe (Englandi) (úr láni)
Andrew Mwesigwa í Chongqing Lifan (Kína)
Augustine Nsumba til Úganda
Bjarni Rúnar Einarsson í KFS
Chris Clements í Crewe (Englandi) (úr láni)
Egill Jóhannsson í Reyni S.
Ingi Rafn Ingibergsson í Selfoss
Pétur Runólfsson í BÍ/Bolungarvík (lán)
Viðar Örn Kjartansson í Selfoss

* Viðar Örn Kjartansson er frá keppni framá sumar vegna meiðsla.
  

Selfoss

Þjálfari: Guðmundur Benediktsson

Davíð Birgisson frá KR (lán)
Guðmundur Benediktsson frá KR
Gunnar Rafn Borgþórsson frá Árborg
Ingi Rafn Ingibergsson frá ÍBV
Kjartan Sigurðsson frá Hamri
Viðar Örn Kjartansson frá ÍBV

Birkir Hlynsson í KFS
Gunnlaugur Jónsson, hættur (þjálfar Val)
Hjörtur Júlíus Hjartarson í ÍA

Haukar

Þjálfari: Andri Marteinsson

Arnar B. Gunnlaugsson frá Val
Daði Lárusson frá FH
Daníel Einarsson frá ÍH
Grétar Atli Grétarsson frá Stjörnunni (lán)
Guðmundur Viðar Mete frá Val
Kristján Ómar Björnsson frá Þrótti R.
Kristján Óli Sigurðsson frá Reyni S.
Sam Mantom frá WBA (Englandi) (lán)

Eiríkur Viljar H. Kúld í FH (úr láni)
Enok Eiðsson í ÍH (lán)
Goran Lukic í Víði
Gunnar Richter í ÍH (lán)
Sindri Örn Steinarsson í ÍH (lán)
Þórir Guðnason í Hött (lán)

* Ásgeir Þór Ingólfsson og Garðar Ingvar Geirsson missa af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla.

Þróttur R.

Þjálfari: Páll Einarsson

Andri Fannar Helgason frá Stjörnunni (úr láni)
Davíð Logi Gunnarsson frá Gróttu
Egill Björnsson frá Hvöt
Erlingur Jack Guðmundsson frá ÍR
Guðfinnur Þ. Ómarsson frá ÍR
Halldór A. Hilmisson frá Fylki
Haraldur Björnsson frá Val (lán)
Helgi Pétur Magnússon frá ÍA
Hjörvar Hermannsson frá Reyni S.
Hörður S. Bjarnason frá Berserkjum
Ingvar Þór Ólason frá Fram
Kjartan P. Þórarinsson frá Aftureldingu
Milos Tanasic frá Mjöndalen (Noregi)
Muamer Sadikovic frá Hvöt

Dennis Danry í Stjörnuna
Hafþór Ægir Vilhjálmsson í Val (úr láni)
Haukur Páll Sigurðsson í Val
Jón Ragnar Jónsson í FH
Kristinn S. Kristinsson í Hamar (lán)
Kristján Ómar Björnsson í Hauka
Magnús Már Lúðvíksson í Hödd (Noregi)
Morten Smidt til Danmerkur
Oddur Ingi Guðmundsson í Fylki
Rafn Andri Haraldsson í Breiðablik
Samuel Malsom til Englands
Sindri Snær Jensson í Berserki (lán)
Þórður S. Hreiðarsson til HB Þórshöfn (Færeyjum)

Fjölnir

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson

Ottó M. Ingason frá Víði
Pétur Georg Markan frá Val
Stanislav Vidakovic frá Bosníu
Viðar Guðjónsson frá Fram

Andri Steinn Birgisson í Keflavík
Andri Valur Ívarsson í Völsung
Ásgeir Aron Ásgeirsson í ÍBV
Gunnar Már Guðmundsson í FH
Heimir Snær Guðmundsson í ÍR
Jónas Grani Garðarsson í HK
Kolbeinn Kristinsson í Björninn (lán)
Marinó Þór Jakobsson í Björninn (lán)
Olgeir Óskarsson í Björninn (lán)
Ólafur Páll Johnson í Gróttu
Tómas Leifsson í Fram
Vigfús Arnar Jósepsson í Leikni R.
Þórður Ingason í KR (lán)

HK

Þjálfari: Tómas Ingi Tómasson

Bjarki Már Sigvaldason frá Ými (lánaður í Ými)
Einar Marteinsson frá Val (lán)
Guðmundur Steinn Hafsteinsson frá Val (lán)
Ingi Þór Þorsteinsson frá Ými (lánaður í Ými)
Jóhann Ingi Jóhannsson frá Fjarðabyggð (lánaður í Ými)
Jónas Grani Garðarsson frá Fjölni
Ragnar Mar Sigrúnarson frá Víkingi Ó.

Calum Þór Bett, hættur
Finnur Ólafsson í ÍBV
Gunnleifur Gunnleifsson í FH
Rúnar Már Sigurjónsson í Val
Stefán Jóhann Eggertsson í Val
Zlatko Krickic í Fredrikstad (Noregi)

Fjarðabyggð

Þjálfarar: Páll Guðlaugsson og Heimir Þorsteinsson

Aron Már Smárason frá Breiðabliki (lán)
Bessi Víðisson frá Keflavík (lán)
Daníel Freyr Guðmundsson frá Fylki (lán, var einnig 2009)
Felix Hjálmarsson frá Fylki (lán)
Óðinn Ómarsson frá Leikni F. (lán)
Rafn Heiðdal frá Hetti

Arnór Egill Hallsson í KA
Guðmundur Andri Bjarnason í Reyni S.
Högni Helgason í Breiðablik
Jóhann Ingi Jóhannsson í HK


KA

Þjálfari: Dean Martin

Arnór Egill Hallsson frá Fjarðabyggð
Dan Stubbs frá Margate (Englandi)
Kristján Páll Hannesson frá Magna
Stefán Hafsteinsson frá Hvöt

Arnar Már Guðjónsson í ÍA
Bjarni Pálmason í Hvöt
Hjalti Már Hauksson í Víking R.
Ingi Freyr Hilmarsson í Årdal (Noregi)
Sándor Zoltán Forizs í Samherja
Þorvaldur S. Guðbjörnsson í KS/Leiftur

Þór

Þjálfari: Lárus Orri Sigurðsson

Giuseppe Funicello frá Real Maryland Monarchs (Bandaríkjunum)
Logi Ásbjörnsson frá Magna
Nenad Zivanovic frá VB/Sumba (Færeyjum)
Örlygur Þór Helgason frá Dalvík/Reyni

Atli Már Rúnarsson í Dalvík/Reyni
Einar Sigþórsson, hættur
Matthías Örn Friðriksson í Grindavík

* Óðinn Árnason verður frá vegna meiðsla framan af tímabilinu.

Leiknir R.

Þjálfari: Sigursteinn Gíslason

Arthur Kristján Staub frá Víði
Brynjar Benediktsson frá FH (lán)
Brynjar Óli Guðmundsson frá Njarðvík
Gestur Ingi Harðarson frá Aftureldingu
Kjartan Andri Baldvinsson frá Fylki
Sigurður H. Harðarson frá Aftureldingu
Trausti Sigurbjörnsson frá ÍA
Vigfús Arnar Jósepsson frá Fjölni

Aron Ingi Kristinsson í KS/Leiftur (var í láni frá KR)
Brynjar Orri Bjarnason í Våg (Noregi)
Þór Ólafsson í Kjalnesing

ÍR

Þjálfari: Guðlaugur Baldursson

Andri Björn Sigurðsson frá Aftureldingu
Ágúst B. Garðarsson frá Val
Eiríkur Viljar H. Kúld frá FH (lán)
Guðjón Gunnarsson frá Breiðabliki (lán)
Guðni Páll Kristjánsson frá FH (lán)
Heimir Snær Guðmundsson frá Fjölni
Pétur Óskar Sigurðsson frá FH

Erlingur Jack Guðmundsson í Þrótt R.
Eyþór Guðnason í Njarðvík
Guðfinnur Þ. Ómarsson í Þrótt R.

ÍA

Þjálfari: Þórður Þórðarson

Arnar Már Guðjónsson frá KA
Fannar Freyr Gíslason frá Tindastóli
Hjörtur Júlíus Hjartarson frá Selfossi
Stefán Þór Þórðarson frá Norrköping (óvíst)
Stefán Örn Arnarson frá Keflavík

Helgi Pétur Magnússon í Þrótt R.
Jón Vilhelm Ákason í Val
Sölvi G. Gylfason í Skallagrím
Trausti Sigurbjörnsson í Leikni R.

* Árni Thor Guðmundsson, Heimir Einarsson og Guðmundur B. Guðjónsson eru meiddir og eru ekki með í upphafi Íslandsmótsins.

Víkingur R.

Þjálfari: Leifur S. Garðarsson

Albert Ásvaldsson frá Aftureldingu
Dofri Snorrason frá KR (lán)
Helgi Sigurðsson frá Val
Hjalti Már Hauksson frá KA
Kristinn J. Magnússon frá KR (var í láni hjá Víkingi seinni hluta 2009)
Milos Milojevic frá Hamri
Viktor Örn Guðmundsson frá FH (lán)

Elvar Freyr Arnþórsson í Gróttu (lán)
Grétar Ali Khan í Gróttu
Jökull I. Elísabetarson í Breiðablik
Kjartan Ólafsson í Gróttu
Knútur Rúnar Jónsson í Gróttu

* Marteinn Briem verður líklega ekkert með Víkingi vegna meiðsla.

Grótta

Þjálfari: Ásmundur Haraldsson

Dan Howell frá Bandaríkjunum
Einar Bjarni Ómarsson frá KR (lán)
Elvar Freyr Arnþórsson frá Víkingi R. (lán)
Grétar Ali Khan frá Víkingi R.
Kjartan Ólafsson frá Víkingi R.
Knútur Rúnar Jónsson frá Víkingi R.
Magnús B. Gíslason frá KV
Ólafur Páll Johnson frá Fjölni
Steindór Oddur Ellertsson frá KV

Andri Sveinsson í ÍH
Árni Ingi Pjetursson í ÍH
Brynjólfur Bjarnason í ÍH
Davíð Logi Gunnarsson í Þrótt R.
Edilon Hreinsson í ÍH
Grímur Björn Grímsson í Fram (úr láni)
Jason Már Bergsteinsson í KV

Njarðvík

Þjálfari: Helgi Bogason

Ben Ryan Long frá Grindavík
Bogi Rafn Einarsson frá Grindavík
Daniel Badu frá Englandi
Dean Mason frá Englandi
Einar Helgi Helgason frá Þrótti V.
Eyþór Guðnason frá ÍR
Gísli Freyr Ragnarsson frá Einherja (lánaður aftur í Einherja)
Guilherme Ramos frá Portúgal
Haraldur Axel Einarsson frá Víði
Sverrir Þór Sverrisson frá Keflavík
Viktor Guðnason frá Keflavík

Alexander Magnússon í Grindavík
Brynjar Óli Guðmundsson í Leikni R.

Viðar Örn Kjartansson fer aftur til Selfyssinga.
Viðar Örn Kjartansson fer aftur til Selfyssinga. mbl.is/Árni Sæberg
Aron Már Smárason, lengst til hægri, er kominn í Fjarðabyggð.
Aron Már Smárason, lengst til hægri, er kominn í Fjarðabyggð. mbl.is/Ómar
Viktor Örn Guðmundsson í leik með FH gegn Val í …
Viktor Örn Guðmundsson í leik með FH gegn Val í vetur. mbl.is/Golli
Bjarki Gunnlaugsson er kominn í FH á ný.
Bjarki Gunnlaugsson er kominn í FH á ný. mbl.is/Ómar
Guðjón Baldvinsson er orðinn löglegur með KR-ingum.
Guðjón Baldvinsson er orðinn löglegur með KR-ingum. mbl.is/Eggert
Dennis Danry er kominn í raðir Stjörnunnar frá Þrótti.
Dennis Danry er kominn í raðir Stjörnunnar frá Þrótti. mbl.is/Golli
Andri Steinn Birgisson, til vinstri, er kominn í Keflavík en …
Andri Steinn Birgisson, til vinstri, er kominn í Keflavík en Jón Gunnar Eysteinsson er hinsvegar farinn þaðan í Fram. mbl.is/Árni Sæberg
Ingvar Ólason og Heiðar Geir Júlíusson eru farnir frá Fram …
Ingvar Ólason og Heiðar Geir Júlíusson eru farnir frá Fram og Tryggvi Guðmundsson er kominn til ÍBV frá FH. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður er kominn í FH frá HK.
Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður er kominn í FH frá HK. mbl.is/Ómar
Guðmundur Reynir Gunnarsson er kominn aftur í KR. Augustine Nsumba …
Guðmundur Reynir Gunnarsson er kominn aftur í KR. Augustine Nsumba er hinsvegar farinn frá ÍBV. mbl.is/Jakob Fannar
Viktor Bjarki Arnarsson er kominn aftur í KR.
Viktor Bjarki Arnarsson er kominn aftur í KR. mbl.is
Paul McShane er kominn í Keflavík frá Fram.
Paul McShane er kominn í Keflavík frá Fram. mbl.is/Golli
Atli Jóhannsson er kominn í Stjörnuna frá KR.
Atli Jóhannsson er kominn í Stjörnuna frá KR. mbl.is/Eggert
Auðun Helgason er kominn í Grindavík en Símun Samuelsen farinn …
Auðun Helgason er kominn í Grindavík en Símun Samuelsen farinn heim til Færeyja. mbl.is/hag
Arnar Gunnlaugsson er genginn til liðs við nýliðana í Haukum.
Arnar Gunnlaugsson er genginn til liðs við nýliðana í Haukum. mbl.is/Eggert
Jónas Grani Garðarsson er orðinn spilandi aðstoðarþjálfari hjá HK.
Jónas Grani Garðarsson er orðinn spilandi aðstoðarþjálfari hjá HK. mbl.is/Kristinn
Finnur Ólafsson fór frá HK í ÍBV og Erlingur Jack …
Finnur Ólafsson fór frá HK í ÍBV og Erlingur Jack Guðmundsson frá ÍR í Þrótt. mbl.is/Golli
Nenad Zivanovic, fyrrum leikmaður Breiðabliks, leikur með Þór í sumar.
Nenad Zivanovic, fyrrum leikmaður Breiðabliks, leikur með Þór í sumar. mbl.is
Helgi Sigurðsson fór úr Val í Víking, sitt uppeldisfélag, og …
Helgi Sigurðsson fór úr Val í Víking, sitt uppeldisfélag, og hefur skorað grimmt í vetur. mbl.is/Eggert
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert