Tengdir aðilar - ekki ríkið - leituðu lögfræðiaðstoðar

Kaupþing.
Kaupþing. Reuters

Breska lögfræðifyrirtækið Grundberg, Mocatta, Rakison segir að tengdir aðilar hafi óskað eftir því við lögmenn fyrirtækisins að aðgerðir breskra stjórnvalda, sem leiddu mögulega til þess að Kaupþing riðaði til falls, verði rannsakaðar. Það sé því ekki rétt að íslenska ríkið hafi sett sig í samband við fyrirtækið líkt og Reuters-fréttastofan greinir frá í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag.

Magnús Árni Skúlason hagfræðingur tekur í sama streng þegar hann segir að það sem fram komi í frétt Reuters, sé ekki rétt, þ.e. að að Richard Beresford, lögfræðingur hjá Grundberg Mocatta Rakison, skoði möguleika á málsókn fyrir hönd ríkisstjórn Íslands vegna ummæla og aðgerða breskra stjórnvalda sem leiddu til falls Kaupþings.

Magnús segir að Beresford hafi tjáð skoðun sína í viðtali við Sjónvarpið um helgina sem síðan hafi ratað í breska fjölmiðla. Þá hafi hann ekki verið að tala í umboði neins en síðan þá hafi tengdir aðilar sett sig í samband við hann og beðið hann um að skoða málið betur.

Magnús Árni er stofnandi Reykjavík Economics og þekkir til málsins þar sem Grundberg Mocatta Rakison er samstarfsaðili fyrirtækis hans í London.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK