Fréttir Þriðjudagur, 19. mars 2024

Bankasýslan krefst skýringa

Kaup Landsbankans á TM tryggingum í uppnámi • Bankasýslan lýsir vonbrigðum með ákvörðunina • Í trássi við eigendastefnu • Bankaráð sagt vanrækja upplýsingagjöf • Frestunar aðalfundar krafist Meira

Vafi um mannfall á Gasa

Tölfræðirannsókn á gögnum heilbrigðisráðuneytis Hamas um mannfall í stríðinu á Gasasvæðinu bendir til þess að tölur um mannfall þar séu í besta falli óáreiðanlegar. Þar að baki búi ekki raunverulegar upplýsingar um fjölda fallinna, heldur fyrirframgefin reikniregla Meira

Varnargarðar reistir Starfsmenn unnu við gerð varnargarða í nágrenni Grindavíkur og Svartsengis í gær, en sú vinna hefur skilað góðum árangri.

Mikið dregið úr gosinu og horft til Eldvarpa í vestri

Sagan endurtekur sig þar til Eldvörpin ná að rifna og þá gætu gosin orðið lengri Meira

Kristrún Frostadóttir

Gegn skýrri stefnu ríkisstjórnar

Áformuð kaup Landsbankans á TM sæta harðri gagnrýni • Gengur í berhögg við yfirlýsta pólitíska stefnumörkun • Á ábyrgð ríkisstjórnarinnar • Til marks um ákveðið stjórnleysi í fjármálaráðuneytinu Meira

Hafa þrjá mánuði til að bregðast við

Innviðaráðuneytið segist í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins hafa þrjá mánuði til að gera grein fyrir því hvernig það hyggst bregðast við tilmælum rannsóknarnefndar samgönguslysa um að setja reglur um hafn- og leiðsöguskyldu skipa í samræmi við ákvæði gildandi laga Meira

Geldinganes Í Geldinganesi, efst til hægri á myndinni, má koma fyrir 15-20.000 manna íbúðabyggð, í nágrenni miðborgarinnar með tilkomu Sundabrautar.

Tillaga um byggð í Geldinganesi

Sjálfstæðismenn vilja skipuleggja byggingarland í Geldinganesi • Gæti rúmað 15-20 þúsund manna íbúðabyggð • Gerir mögulegt að úthluta lóðum á viðráðanlegu verði • Rætt á borgarstjórnarfundi í dag Meira

Grindavíkurhöfn Lokað var fyrir löndun eftir að gosið hófst á laugardagskvöld en útgerðarmenn telja það skammtímaúrræði sem leysist í vikunni.

„Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari“

„Það mátti ekki landa í höfninni í dag en ég veit ekki hvernig það verður á morgun,“ sagði Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Þorbjarnar í Grindavík, í gær. „Það er nú ekki góð spá svo ég reikna síður með því að það… Meira

Afléttingu trúnaðar af skýrslu krafist í borgarstjórn

„Við ætlum að leggja fram tillögu í borgarstjórn þar sem við köllum eftir því að trúnaði af skýrslunni verði aflétt og hún gerð opinber,“ segir Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið Meira

Smalar Einfalda þarf reglur í landbúnaði og miða við íslenskar aðstæður.

Nýjar leiðir við kynslóðaskipti

Auka þarf framlög til nýliðunarstuðnings við ungt fólk sem vill hasla sér völl í landbúnaði og leita nýrra leiða til að styðja við kynslóðaskipti. Þetta er meðal þess sem ályktað var um og samþykkt á Búnaðarþingi sem haldið var í síðustu viku Meira

Fyrstu niðurstöður birtar í dag

Atkvæðagreiðsla um nýgerða kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum er í hámarki um þessar mundir um allt land en samningarnir ná til 115 til 120 þúsund launþega. Fyrstu niðurstöður úr rafrænum atkvæðagreiðslum um samningana munu liggja fyrir í dag þegar atkvæðagreiðslum meðal iðn- og tæknifólks lýkur Meira

Götuhorn Slökkt hefur verið á auglýsingaskilti Ormsson við Lágmúla undanfarið. Fyrirtækið hefur staðið í stappi við borgina um lögmæti þess.

Ráðgátan um skilti Ormsson enn óleyst

Byggingarleyfi synjað og samþykkt • Slökkt er á skiltinu Meira

Kröfu vegna gullleitar var hafnað

Landeigendur í Húnabyggð ósáttir við leyfi Orkustofnunar • Ekkert samráð Meira

Alma Eir Svavarsdóttir

Alma Eir Svavarsdóttir heimilislæknir lést 15. mars, 60 ára að aldri. Alma fæddist á Egilsstöðum 11. ágúst 1963 og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Svavar Stefánsson mjólkurbússtjóri og Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir skrifstofu- og verslunarmaður Meira

Húsavík Bjarnahús fær hæsta styrkinn í flokki friðaðra húsa.

Skólahús, sundlaugar og kirkjur

Úthlutað hefur verið tæplega 298 milljónum króna úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2024 til alls 176 verkefna, einkum vegna viðhalds og endurbóta, en sjóðnum barst 241 umsókn um styrk fyrir yfirstandandi ár þar sem sótt var um tæplega 1,3 milljarða króna Meira

Á vinnustað Styrkja á eftirlit á vinnumarkaði og sporna gegn brotum.

Efla eftirlitið og herða viðurlög

Bæta á samstarf eftirlitsaðila gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði til að styrkja og bæta eftirlitið og auka á heimildir Vinnueftirlitsins til að beita viðurlögum vegna brota á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum Meira

Styrkur til landsbyggðarmiðla er smánartala

Eyðimerkursamstarf við RÚV væri feigðarför fyrir fjölmiðla, segir útgefandi Skessuhorns Meira

Þingfundur Það er oft glatt á hjalla þegar þingmenn eru að greiða atkvæði.

Alþingismenn á faraldsfæti

Íslenskir alþingismenn eru á faraldsfæti á næstunni. Alls munu 15 þingmenn sækja fundi og ráðstefnur í útlöndum. Sumir þeirra kalla inn varamenn. Fundir framkvæmdastjórnar þingmannanefndar EFTA fara fram dagana 18.-22 Meira

Feðgin Kim Jong Il og Ju Ae fylgjast með heræfingu um helgina.

Vísbendingar um að dóttir Kims verði arftakinn

Ríkisfjölmiðlar í N-Kóreu vísa til stúlkunnar sem „mikilsverðs leiðtoga“ Meira

Flýja átök Palestínumenn flýja sprengjuárásir Ísraelshers við stærsta sjúkrahúsið í Gasaborg í gær.

Hörð átök að nýju við sjúkrahús í Gasaborg

SÞ segja hungursneyð yfirvofandi á norðurhluta Gasa í maí Meira

Dropinn Krakkar og fullorðnir bíða í röð eftir að fá áfyllingu af drykkjarvatni úr vatnsbíl í landamærabænum Rafah, syðst á Gasasvæðinu.

Hamas og tölfræði dauðans á Gasa

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Tölur um fallna borgara á Gasasvæðinu hafa vakið óhug flestra; einkum hve konur og börn hafa verið stór hluti hinna föllnu, sem í heild eru sagðir meira en 30 þúsund talsins. Sú tölfræði dauðans er ein helsta ástæða þess að æ fleiri ríki þrýsta á Ísrael að hætta hernaðinum, en er hún sönn? Meira

Spenna Allir nemendur söngleikjadeildar Söngskólans í Reykjavík eru með hlutverk í sýningunni.

Bugsy Malone í Kassanum

Uppselt á tvær af þremur sýningum í Þjóðleikhúsinu • Söngleikjadeild Söngskólans í Reykjavík öflug Meira