Fréttir Laugardagur, 9. nóvember 2019

Reiknar með vaxtalækkun

Seðlabankastjóri telur bankana hafa svigrúm til að fylgja eftir vaxtalækkun SÍ • Seðlabanki Íslands muni bregðast við ef þörf krefur • Komi hagkerfinu af stað Meira

Vinkonur Hin heimsfræga Kate Winslet er góð vinkona Margrétar Ericsdóttur, en þær kynntust fyrir áratug. Margrét segir Kate einstaka manneskju.

„Kate Winslet eldar ofan í mig og þvær fötin mín“

Vængjaþytur vonarinnar er ný bók eftir Margréti Ericsdóttur. Þar skrifar hún um líf sitt með syninum Kela, en um hann var gerð heimildarmyndin Sólskinsdrengurinn sem sýnd var árið 2009. Meira

Nýtt Forsvarsmenn Play kynntu félagið til sögunnar nú í vikunni.

Boða lágt verð á leið yfir hafið

Flugfélagið Play, sem nú er í burðarliðnum, stefnir að því að meðalfargjald þess á leið yfir hafið verði 125 dollarar, eða ríflega 15.600 krónur. Þá gera áætlanir ráð fyrir að aukatekjur á hvert sæti verði að jafnaði 57 dollarar, jafnvirði ríflega 7. Meira

SA segir að reglur séu skýrar

Formaður Blaðamannafélags Íslands(BÍ) telur að verkfallsbrot hafi verið framin hjá mbl.is og RÚV í verkfalli félagsins í gær. Fréttir voru skrifaðar á vefjum beggja miðla á meðan verkfalli stóð og verktaki sinnti starfi tökumanns á RÚV. Meira

Herdís Gunnarsdóttir

Reykjalundur fær stjórn

Herdís Gunnarsdóttir hættir sem forstjóri • Segist ekki hafa verið upplýst um mikilvæg atriði sem vörðuðu starfið Meira

Stjórnarráðið Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins bætist nú aftur í hóp þeirra rúmlega tuttugu BHM-félaga sem ósamið er við.

Samþykkt í 4 félögum og fellt í einu

„Ég leyni því ekki að ég er vonsvikin“ segir formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins sem felldi samninga • Reynt verður að þoka málum áfram við samninganefnd ríkisins Meira

Auður Ava Ólafsdóttir

„Mér þykir ótrúlega vænt um þetta“

„Mér þykir ótrúlega vænt um þetta,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir sem í gær hlaut hin virtu frönsku bókmenntaverðlaun Médicis étranger fyrir skáldsögu sína Ungfrú Ísland sem kom út í franskri þýðingu Érics Boury. Meira

Bankarnir skoða að lækka vexti útlána

Fara yfir stöðuna eftir vaxtalækkun Seðlabanka Íslands Meira

Attentus Umhverfisstofnun samdi við Attentus, en leitaði ekki tilboða.

Stofnunin leitaði ekki tilboða

Umhverfisstofnun (UST) leitaði ekki tilboða þegar hún samdi við félagið Attentus – mannauð og ráðgjöf. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa stofnunarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Meira

Um borð Hjörtur Valsson skipstjóri og Friðrik Karlsson yfirvélstjóri í brúnni á Harðbak í gær. Þeir voru þá í rólegheitum út af Skjálfanda.

Nýr Harðbakur til heimahafnar

Harðbakur EA3, nýr togari Útgerðarfélags Akureyringa, er væntanlegur til heimahafnar á Akureyri klukkan 11 fyrir hádegi í dag, laugardag. Lagt var af stað frá Aukra í Noregi síðdegis á þriðjudag og í gær var skipið á hægri ferð út af Skjálfanda. Meira

Óðinsgata Víða er erfitt að athafna sig í Reykjavík, eins og þessi mynd sem tekin var nýverið sýnir.

Íbúar miðbæjar komnir með leið á tíðu raski

Tafir á framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur og óánægja meðal íbúa og verslunareigenda vegna þeirra hafa verið til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Benóný Ægisson, formaður íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir fólk vera orðið langþreytt á tíðum framkvæmdum og því mikla raski sem þeim fylgi. Meira

Alþingi Miðflokksþingmenn funda.

Stefnir í metfjölda á fundi flokksráðs

Haustfundur flokksráðs Miðflokksins verður haldinn í Reykjanesbæ í dag Meira

Stjórnarskrá Frá þjóðfundi í Laugardalshöll 6. nóvember 2010.

Rökræða endurskoðun stjórnarskrárinnar

Rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar verður haldin í Laugardalshöll um helgina, laugardag og sunnudag, með þátttöku 300 manna hóps víðsvegar af landinu. Meira

Framtíðin Ekki þurfa að líða mörg ár áður en farið verður að gera svona vinnslutogara út frá Íslandi, 96 metra að lengd og 20 metra á breidd.

Er innkaupapokinn besta leiðin?

Hugarflug um skip framtíðarinnar, veiðitækni og eldsneyti • Mikill árangur nú þegar í orkunotkun Meira

Afli Fiskmarkaðir hafa ýmsa kosti.

Fiskmarkaðir auka samkeppnishæfni

„Fiskmarkaðir auðvelda aðilum að hefja veiðar og að hefja vinnslu með því að tryggja sölu hráefnis og tryggja aðgengi að hráefni,“ sagði Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs og prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, á... Meira

Ljóðakrakkar Talið frá hægri: Baldur Björn Arnarsson, Hera Arnardóttir, Sólrún Axelsdóttir, Febrún Sól Arnardóttir (les ljóð), Vilborg Halla Jónsdóttir og Maríanna Káradóttir, sem er lengst til vinstri á myndinni.

Ortu ljóð fyrir loftslagið

Verðlaun veitt í samkeppni á Ljóðadögum Óperudaga • Hátt í 400 grunnskólabörn tóku þátt í samkeppninni Meira

Ferðir Mikið líf og fjör var á íslenska básnum á World Travel Market í Lundúnum í vikunni þar sem íslenskir aðilar kynntu þ jónustu sína.

Áhersla á sjálfbærni

17 ferðaþjónustuaðilar kynntu vörur og þjónustu á World Travel Market Meira

Sundahöfn Dettifoss í höfninni. Landtengingar skipa verða teknar upp.

Setja 100 milljónir til landtengingar skipa

Tíu stærstu hafnirnar á Norðurlöndum taka upp samstarf Meira

Verðlaunamynd Mynd ársins 2018 hjá Blaðaljósmyndarafélaginu.

Samið um ljósmyndasýningar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Blaðaljósmyndarafélag Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um að safnið og félagið munu í sameiningu standa fyrir hinni árlegu sýningu félagsins, Myndir ársins , í sal safnsins í Grófarhúsi við Tryggvagötu 15, næstu 3... Meira

Steinavötn Fyllt að stöplum brúarinnar eftir skemmdir í flóðum árið 2017.

Ístak bauð lægst í brúarsmíðina

Ístak hf., Mosfellsbæ átti lægsta tilboðið í vegagerð í Suðursveit í Öræfum, en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni 5. nóvember. Þessi vegagerð er hluti af átaki til að fækka einbreiðum brúm á Hringvegi. Meira

Forngripur Þessi pinni, sem festi saman klæði, er talinn eldri en frá 980 og á sér fáar hliðstæður hér á landi.

Venjulegir gripir venjulegs fólks

Þjóðminjasafnið varðveitir um 200.000 forngripi sem fundust í jörðu • Forngripir geta verið alls konar • Mikilvægt að fólk hafi vakandi auga fyrir gripum Meira

Jafnrétti Fulltrúar nokkurra fyrirtækja ásamt Elizu Reid forsetafrú, sem afhenti verðlaunin. Alls fengu 16 fyrirtæki og tvö sveitarfélög verðlaun.

Viðurkenningar Jafnvægisvogar

Viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar voru afhentar á ráðstefnunni „Jafnrétti er ákvörðun“ sem fram fór á Grand hóteli í vikunni. Meira

Jafnréttisráðstefna Þau, frá vinstri, Lilja Björk Einarsdóttir, Hörður Arnarson, Guðný Björg Hauksdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Þórey Vilhjálmsdóttir voru frummælendur og Dagmar Ýr Stefánsdóttir fundarstjóri.

Krefst stöðugrar vinnu að sinna jafnréttismálum

Fjölsótt ráðstefna á Egilsstöðum • Eflir atvinnulífið Meira

Framkvæmdagleði í sveitarfélaginu

Úr bæjarlífinu Sigmundur Sigurgeirsson Selfossi Þessa dagana er verið að reisa nýtt húsnæði undir starfsemi Golfklúbbs Selfoss. Um er að ræða 437 fermetra límtréshús sem hýsa mun vélageymsluog áhaldahús, sem og æfingaaðstöðu fyrir klúbbfélaga. Meira

Kirkja Frá Holti í Önundarfirði, en það verður ekki selt á næstunni.

Holt í Önundarfirði ekki lagt niður

„Þetta var nú fremur tíðindalítið þing. Meira

Klifrað yfir Mikill fögnuður braust út að kvöldi 9. nóvember 1989 þegar landamærin voru opnuð og dagana á eftir safnaðist fólk saman við Brandenborgarhliðið, klifraði yfir Berlínarmúrinn og heilsaði upp á nágranna.

Bjartsýnin eftir fall múrsins horfin

Þess er minnst í dag að þrír áratugir eru liðnir frá því að Berlínarmúrinn féll Meira

Harðnandi ofbeldi Lögreglumenn á varðbergi fyrir utan lestarstöð í borginni Malmö í Svíþjóð eftir að glæpamaður hótaði að sprengja þar sprengju.

Glæpamennirnir beita sprengjum oftar en áður

Ofbeldisverk í stríði glæpahópa valda Svíum áhyggjum • Sprengingum fjölgar Meira

Michael Bloomberg

Bloomberg sagður undirbúa hugsanlegt forsetaframboð

Telur Biden of veikan en Warren og Sanders of vinstrisinnuð Meira

Loks meðbyr í bókaútgáfu eftir mögur ár

Vísbendingar eru um að bókaútgáfa á Íslandi sé að taka við sér eftir mögur undanfarin ár. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá nam tekjusamdráttur í bókaútgáfu næstum 40% síðasta áratug. Meira

Fjölskyldufyrirtæki Brynjólfur Björnsson tók við rekstri verslunarinnar Brynju þegar faðir hans féll frá árið 1993.

Fögnuðu 100 ára afmæli verslunarinnar Brynju

Fjölskyldurekið frá upphafi • Fjölbreyttur kúnnahópur Meira