Sunnudagsblað Laugardagur, 9. nóvember 2019

Stephen King kunni ekki að meta hvernig Stanley Kubrick fór með bókina sína.

King vildi ekki sjá neitt klúður

Rithöfundurinn Stephen King hefur lýst yfir velþóknun sinni á myndinni Svefnlæknirinn (Doctor Sleep), sem er framhald af kvikmyndinni Duld (The Shining). Meira

Ekki smíða, sauma eða föndra!

Gardínur í stofu þótti henni of síðar og dag einn þegar vinkonan kom heim hafði sú þrifna stytt þær allar með því að klippa neðan af þeim. Meira

Alvara og íronía á sama tíma

Við hverju megum við búast á sunnudaginn? Þarna verðum við Davíð, Kristín og aðallega maður sem heitir Kjartan Júlíusson sem er löngu látinn. Meira

Svona lítur alvöru fyrirliði út. Tony Adams huggar Eið okkar Smára.

Er Arsenal að (fyrir)liðast í sundur?

Fáum sögum fer af því að maður hafi gengið af sér fyrirliðastöðu hjá knattspyrnufélagi í bókstaflegri merkingu eins og Svisslendingurinn Granit Xhaka gerði í leik liðs síns, Arsenal, gegn Crystal Palace á dögunum.Eins og við þekkjum þá var hann kallaður Meira

Mikil fyrirmynd

Þú verður með sama þrek og þegar þú varst átján ára, uppfull af hugmyndum og tilboðum um að breyta heiminum til hins aðeins betra eins og vanalega. Meira

Annarra manna fé

Einn bekkur við hornið á Öldugötu á að kosta eina milljón. Jafnmikið og umferðarspegill við gatnamót Hamarsgerðis og Réttarholtsvegar eða hjólapumpa við Rauðagerði. Meira

Sveinn og Björk

Þess vegna kallaði ég þau upp í fyrirsögn þau Svein Rúnar Hauksson og Björk Vilhelmsdóttur. Þau þarf ekki að kynna á annan hátt en að minna á að í áratugi hafa þau sameinað þetta allt í baráttu sinni fyrir mannréttindum í Palestínu. Þar hafa farið saman, orðin, gjörðirnar og staðfestan. Meira

„Eins og er tökum við bara einn dag í einu; einn dagur í einu er alveg nóg. Lífið er bara eins og kom fram í Forrest Gump; lífið er eins og konfektkassi og maður veit aldrei hvaða mola maður fær. Það er enginn sem lofar manni auðveldu lífi,“ segir Margrét Ericsdóttir.

Gangandi kraftaverk

Margrét Dagmar Ericsdóttir er móðir einhverfa sólskinsdrengsins Kela, sem nú er fullorðinn. Heimildamyndin um Kela fór á sínum tíma sigurför um heiminn og gjörbreytti lífi Kela því þá fyrst fékk hann tækifæri til að tjá sig. Meira

Einar Már Guðmundsson rithöfundur á vinnustofu sinni. Þarna þykir honum best að sitja við og morgnarnir eru hans tími.

Guð er ekki á Spotify

Þegar maður les nýju ljóðabókina hans Einars Más Guðmundssonar, Til þeirra sem málið varðar, líður manni eins og maður sé staddur í draumi en þó með viðkomu í veruleikanum annað veifið. Kemur svo sem ekki á óvart enda hefur skáldið sjálft sagt það sitt markmið að skoða töfrana í veruleikanum og veruleikann í töfrunum. Einar Már segir ljóðið sem form við góða heilsu; þetta sé bara spurning um hvort einhverjir vilji dansa við það. Meira

Anna Maggý klæðist helst svörtum klæðum. Leður og föðurland eru í uppáhaldi.

Einfaldur og hávær fatastíll

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Stíllinn minn fer eftir skapi. Í léttum orðum myndi ég lýsa honum sem einföldum og háværum. Ég klæðist helst svörtum klæðum. Leður og föðurland eru í uppáhaldi. Hvað heillar þig við tísku? Tíska er tíðarandinn.Fyrir Meira

Yuzu-borgarinn svíkur ekki.

Japönsk brögð í tafli

Það myndu kannski sumir segja að það væri að bera í bakkafullan lækinn að opna enn einn hamborgarastaðinn í höfðuborginni.En félagarnir Haukur Már Hauksson, Jón Davíð Davíðsson og Sindri Snær Jensen eru hvergi bangnir og hafa sagt að þeir ætli að bjóða Meira

Tom Araya, bassaleikari og söngvari Slayer, á tónlistarhátíðinni Rock in Rio í síðasta mánuði.

Mesta blóðbað frá Örlygsstaðabardaga

Blóð Niðurtalningin er hafin; nú eru réttar þrjár vikur þangað til hið goðsögulega málmband Slayer heldur sína allra síðustu tónleika, í Forum-höllinni í Los Angeles 30. nóvember næstkomandi. Meira

Johnny Marr var lagahöfundur The Smiths en Morrissey sá um textana.

Svo ég geti selt allt sem ég á...

Heyrðu @Johnny_Marr er þetta þvættingur, lagsi? Þarf að fá það staðfest sem fyrst svo ég geti slegið lán og selt allt sem ég á til að geta mætt á alla tónleikana.Segðu mér annað, kemur @jackthesticks í staðinn fyrir Mike [Joyce trommuleikara] vegna þess Meira

Ástir aðalsmanna

Í fullri hreinskilni þá er síðasta bók sem ég kláraði The Duke and I eftir Julia Quinn, „regency“-ástarsaga eins og þær gerast bestar. Meira

Ingibjörg Fríða Helgadóttir söngkona í góðum fíling.

Bera sig eftir Ingibjörginni

Konan í speglinum nefnist tónlistardagskrá í Kaldalóni á fimmtudag þar sem þrjár Ingibjargir renna saman í eina konu. Meira

Hjónin Dzonic og Slavica Osman létu vel af dvölinni á Íslandi árið 1959.

Bað ekki guð um peninga

„Ég er satt að segja enginn trúmaður. Ég er nútímamaður og efnishyggjumaður og ég veit að það gagnar ekkert að biðja guð um peninga eða bætt lífskjör. Meira