Fréttir Mánudagur, 2. desember 2019

Hvassahraun ekki arðbært

Nýr alhliða flugvöllur þjóni bæði innanlands- og millilandaflugi • Veðrátta útilokar ekki staðinn • Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar er sagt vera óljóst Meira

Hafa selt 20 milljón bækur

Turnarnir þrír í íslenskum spennusagnaheimi; Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, hafa náð frábærum árangri á heimsvísu á liðnum árum. Meira

Íbúar Portland hrifnir af íslenska Kexinu

Íslenska hostelið Kex opnað vestanhafs • Mikill áhugi Meira

Kópavogur Stefnt er að myndavélaeftirliti við grunnskóla.

Eftirlitsmyndavélar við grunnskóla Kópavogs

Anddyri og lóðir grunnskóla í Kópavogi verða vöktuð til að auka öryggi Meira

Karl Steinar Valsson

Oftar smyglað gegnum flugvöllinn

Kókaín sést í stærri skömmtum en áður hér á landi en flest efnin koma frá Evrópu • Skýrsla Europol kveður á um stækkandi hlutdeild Evrópu á fíkniefnamarkaði • Samfélagsmiðlar og drónar notaðir Meira

Tekjur Þær mældust lægstar í Reykjavík og Hafnarfirði árið 2018.

Atvinnutekjur fara hækkandi

24% hækkun á 10 árum • Lækkuðu þó á milli 2008 og 2012 Meira

Reykjavíkurflugvöllur Aðalbrautin sem liggur frá norðri til suðurs.

Tilraun til að losna við flugvöllinn

Hvassahraun er óraunhæfur kostur, að mati forseta Flugmálafélags Íslands • Óvissan heldur áfram Meira

Glæsilegur Bárður SH er 154 tonn, 26,9 metra langur og sjö á breidd.

Bárður stærstur plastbátanna

„Heimsiglingin gekk vel og báturinn lofar góðu. Á leiðinni frá Færeyjum lentum við í bræluskít en þegar kom að suðurströndinni var ládeyða og alveg í höfn,“ segir Pétur Pétursson á Arnarstapa, skipstjóri á Bárði SH 81. Margir voru á bryggjunni í Hafnarfirði á laugardagsmorgun þegar nýr bátur Péturs kom þangað, stærsti plastbátur vertíðarflotans. Báturinn, sem gerður verður út frá Ólafsvík, er 154 tonn, 26,9 metra langur, sjö metrar á breidd og djúpristan 2,5 metrar. Meira

Lögreglan Opin miðlun upplýsinga frá öllum mótmælaaðgerðum, segir Arnar Rúnar Marteinsson í viðtalinu.

Mótmæli eru orðin hefð

„Að mæta á Austurvöll til þess að mótmæla ráðstöfunun stjórnvalda, spillingu eða öðru virðist vera orðið að hefð. Nú treysti ég mér ekki til þess að segja til um þróun mála til framtíðar, en miðað við þróun síðustu tíu ára virðist margir kjósa að nýta sér tjáningarfrelsi sitt svona. Tímarnir og samfélagið hafa breyst frá því sem var og því hefur lögreglan brugðist við með aðgerðum og stefnu sem hefur gengið upp,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira

Feðgar Davíð Þór Jónsson prestur með Ægi syni sínum.

Íhaldssemi ríkjandi um nafngiftir

Ráðherra kynnir áform • Nöfn fylgja tískusveiflum • Ramminn er rýmri Meira

Brautskráning Metfjöldi doktora var heiðraður í HÍ í gær.

Metfjöldi doktora heiðraður

Metfjöldi doktora, 95, hefur brautskráðst frá Háskóla Íslands á síðustu tólf mánuðum og var þessum stóra hópi fagnað á árlegri hátíð brautskráðra doktora sem fram fór í hátíðarsal skólans í gær, 1. desember. Viðstaddur var Guðni Th. Meira

Jól í Mósambík Hin fimm ára gamla Míla ásamt vinum sínum.

Börn gefi skógjafir sínar til Mósambík

Ina Steinke, íslensk kona sem búsett er ásamt fjölskyldu sinni í borginni Pemba í Mósambík, ætlar að gefa börnum í Mósambík í skóinn. Meira

Brot Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverk í þáttunum.

BBC mælir með íslenskum þáttum

Mikil eftirvænting fyrir sjónvarpsþáttunum Brot • Sýndir á Netflix Meira

Álfabakki Atvinnulóðirnar í Mjódd eru skammt frá Reykjanesbrautinni. Meðfylgjandi mynd sýnir svæðið. Nú hafa risið þarna íþróttamannvirki ÍR.

Ekkert tilboð barst í atvinnulóðir í Mjódd

Engin tilboð bárust í fjórar atvinnulóðir í Mjódd í Breiðholti, sem Reykjavíkurborg auglýsti lausar til umsóknar í haust. Þessar lóðir eru á góðum stað, rétt við Reykjanesbrautina. Leitað var eftir tilboðum í allan byggingarrétt hverrar lóðar fyrir sig. Meira

Edgar Guðmundsson

Edgar Guðmundsson verkfræðingur lést 29. nóvember, 79 ára að aldri, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Edgar var bæjarverkfræðingur á Ólafsfirði og á Dalvík 1968-69, vann á verkfræðistofu G. Meira

Laugardalur Þróttur hefur kynnt hugmynd að nýju húsi fyrir íþróttir og félagsstarf, sem myndi rísa á bílastæðinu vestan við félagshús Þróttar og knattspyrnuvöll félagsins. Það myndi nýtast Þrótti, Ármanni og skólum í hverfinu.

Íþróttaaðstaða í Laugardal bætt

Reykjavíkurborg skipar starfshóp • Mikil þörf er á nýjum mannvirkjum fyrir íþróttafélög og skóla í hverfinu • Knattspyrnudeild Þróttar sú fjölmennasta í Reykjavík • Höllin oft upptekin Meira

Moskva Valin „heimsins helsti borgaráfangastaður“ um helgina.

Moskva fær „ferða-Óskarinn“

Fýsilegri kostur en París og London • 20 milljónir ferðamanna þetta árið Meira

Grænland Litrík er byggðin í Kulusuk. Risaveldin sýna landinuáhuga, m.a. vegna möguleika til leitar að fágætum frumefnum er íshellan hopar.

Uggandi um öryggi Grænlands

Danir hafa í fyrsta sinn sent sín stærstu herskip til eftirlits með lofthelgi og efnahagslögu Grænlands vegna valdatafls stórveldanna um áhrif og yfirráð þar Meira

Krimmahöfundarnir moka út bókum ytra

Þrír vinsælustu spennusagnahöfundar landsins hafa komið sér makindalega fyrir á metsölulistum þessa jólavertíðina rétt eins og undanfarinn áratug. Meira

Leitin að Njáluhöfundi Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún beitir útilokunaraðferðinni í bókinni.

Margir kallaðir en tveir útvaldir höfundar Njálu

Hver er höfundur Njálu? Margir hafa velt því fyrir sér í áratugi, greinar og bækur komið út um efnið, en enn virðist svarið vera á huldu. Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún sendi nýverið frá sér bókina Leitin að Njáluhöfundi, þar sem hann rekur söguna, tekur fyrir helstu persónur og staðhætti, fer yfir fyrri kenningar og þrengir hringinn með útilokunaraðferð, þar til tveir eru eftir og líklegastir sem höfundar. Meira