Ríkisútvarpið fór í samkvæmisleik á vef sínum á föstudag undir fyrirsögninni Hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra? Þar kom fram að umsóknarfrestur um stöðuna rynni út í dag, mánudag, ýmis nöfn hefði borið á góma og að ríkisfréttastofan hefði náð tali af sumum mögulegum lysthafendum. Þá kom fram að stjórn stofnunarinnar hefði ákveðið að birta ekki lista yfir umsækjendur. Ríkisfréttastofan virtist telja þetta alveg sjálfsagt og sá ekki ástæðu til að spyrja út í lögmæti þeirrar ákvörðunar að halda umsækjendum leyndum. Morgunblaðið gerði það hins vegar og birti svör sitjandi útvarpsstjóra um helgina. Þau voru ekki sannfærandi. Meira
Nýjar rannsóknir fræðimanna varpa ljósi á ranga útreikninga í fyrri rannsóknum Meira
Þegar við flest sjáum aðeins það sem er matreitt, er huggunarríkt að einhverjum megi treysta til að benda á hina hliðina. Oft er það Gunnar Rögnvaldsson: Meira
Þótt fréttastofa „RÚV“ telji sér ekki skylt að segja satt nema óviljandi, gildir sú regla varla um blessuð börnin Meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir pírati er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs hjá Reykjavíkurborg. Eitt af því sem ráðið hefur áhuga á er að vinna gegn hatursorðræðu. Í fundargerð ráðsins frá miðjum nóvember má til dæmis sjá bókun þar sem ráðið fagnar átaki borgarinnar „gegn fordómum og hatursorðræðu í garð fólks af erlendum uppruna í borginni okkar“. Þar segir einnig að með þessu sé það „okkar ósk að skapa borg þar sem allir fá að lifa med reisn í sátt og samlyndi“. Meira
Ríkisútvarpið er á góðri leið með að klúðra með mjög afgerandi hætti ráðningu nýs útvarpsstjóra. Í gær átti frestur til að sækja um starfið að renna út en stjórnin ákvað að framlengja frestinn um viku. Meira
Það getur brugðið til beggja vona í Þýskalandi. Sumir segja að eina spurningin sé sú hversu illa fari Meira
Þó að rök hnígi gegn því að ráðast í svokallaða borgarlínu er henni nuddað áfram og veruleg hætta orðin á að ráðist verði í framkvæmdina, sem áætlað er að kosti óheyrilegar fjárhæðir, og er þá ekki einu sinni reiknað með framúrkeyrslunum sem allar líkur eru á. Meira
Það á allt sinn tíma. Ríkjum getur þannig þótt virðulegt verkefni og jafnvel eftirsóknarvert að gegna gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Nató. En Boris forsætisráðherra Breta þykir það örugglega ekki auðvelda sinn yfirstandandi leik að vera í forsæti þess fundar þegar aðeins átta dagar verða í kosningar. Meira
Á miðvikudag bárust fréttir af því að staða ríkisstjórnarinnar hefði veikst því að þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson hefði sagt skilið við þingflokk Vinstri grænna og hygðist standa utan þingflokka. Meira