Fréttir Föstudagur, 22. maí 2020

Úrslitin ráðast ekki í dag

Kosið um hlutafjárútboð án samnings við flugfreyjur • Stjórn Icelandair fengi víðtæka heimild til að athafna sig • Hlutur núverandi eigenda þynnist í 15% Meira

Minnisvarði Stein þennan reistu landar honum árið 1881. Óhreinindi eru á lágmynd Jóns og hluta steinsins.

Leiði og minnisvarði Jóns forseta í slæmu ástandi

Leiði Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans, Ingibjargar Einarsdóttur, í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu er illa hirt og legsteinn og minnisvarði í slæmu ástandi. Meira

Reykjavík Staða Félagsbústaða vænkast vegna hækkaðs fasteignamats.

Setja fyrirvara við mat í ársreikningi

13,3 milljarða hagnaður af rekstri borgarinnar í fyrra • 4,8 milljarðar koma til vegna hækkaðs fasteignamats • Óeðlilegt mat, segir oddviti sjálfstæðismanna • Óumdeild aðferð, segir fulltrúi meirihlutans Meira

Hafnarstræti Lögreglumenn að ljúka athugun á vettvangi.

Maðurinn lést eftir eldsvoða

Maðurinn sem slasaðist í bruna í húsi við Hafnarstræti á Akureyri síðastliðið þriðjudagskvöld er látinn. Hann var 67 ára gamall og lést síðari hluta miðvikudags á gjörgæsludeild Landspítala. Meira

Eyjafjörður Áform voru um sjókvíaeldi í Eyjafirði. Mörg þeirra voru í nágrenni Hríseyjar. Tröllaskagi í baksýn.

Bæjarstjórn vill friða fjörðinn

Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri vill ekki sjókvíaeldi í Eyjafirði • Telja hagsmuni umhverfis og ferðaþjónustu mikilvægari • Búið var að stöðva allt leyfisferli • Horft til Ólafsfjarðar sem starfsstöðvar Meira

Tímamót Ragnhildur Árnadóttir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag.

Ragnhildur Árnadóttir sér fram á bjartari tíð

Heldur upp á 100 ára afmælið innilokuð vegna veirunnar Meira

Grásleppa Við löndun í Reykjavík.

Hrognkelsi fara um langan veg

Árið 2018 byrjaði Hafrannsóknastofnun í samvinnu við Biopol á Skagaströnd og grænlensku náttúrufræðistofnunina að merkja hrognkelsi á fæðuslóð á víðáttumiklu hafsvæði í Norðaustur-Atlantshafi. Í heild var 761 hrognkelsi merkt 2018 og 2019. Meira

Rafíþróttir Rocket League snýst um að skora mörk með bílum.

Íslendingur bestur í heimi

Gabríel Sindri Benediktsson, 16 ára drengur búsettur í Breiðholti, er bestur í heimi í tölvuleiknum Rocket League. Tölvuleikurinn er ekki aðeins gríðarlega vinsæll á Íslandi, heldur spila hann 60 milljónir um allan heim, ef marka má heimasíðuna. Meira

Skyndiprófin ekki talin nógu næm

Stjórnvöld í Bretlandi eru að innleiða skyndipróf til að kanna hvort fólk er sýkt af kórónuveirunni. Niðurstöður fást innan 20 mínútna. Meira

Sérsniðið Á myndirnar skrifar Sunneva inn nafn og upplýsingar um barnið auk stjörnumerkisins.

Stjörnumerki slá í gegn

Teiknar stjörnumerkjamyndir fyrir nýbura • Átti aldrei að verða söluvara • Tók sér árshlé frá læknanáminu Meira

Böðvar Tómasson

Mikilvægt að huga að öryggi

Borið hefur á því að rýmum sé skipt upp í svæði án þess að hugað sé að flóttaleiðum Meira

Þyrluslysið Rannsóknarnefnd hefur lokið rannsókn sinni á slysinu.

Rannsókn lokið á þyrluslysi Ólafs

Líklegt að flugmaður hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar Meira

Pétur Einarsson flugmálastjóri

Pétur Einarsson, fyrrverandi flugmálastjóri, lést 20. maí síðastliðinn eftir baráttu við hvítblæði. Pétur fæddist 4. nóvember 1947 í Reykjavík. Meira

Latínuskólinn Stúdentsprófin voru rafræn í ár en færri en verið hefur.

Ellefu próf fyrir ellefu nemendur

Svo menn færu ekki að bera saman bækur sínar meira en góðu hófi gegnir Meira

Viðurkenning Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs Eflu, og Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu, tóku við Kuðungnum úr hendi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Framúrskarandi starf í umhverfismálum

Kuðungurinn, umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári, fór til verkfræðistofunnar Eflu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra afhenti viðurkenninguna í vikunni. Meira

Héðinn Unnsteinsson

Nýr formaður Geðhjálpar

Héðinn Unnsteinsson var kjörinn formaður Landssamtakanna Geðhjálpar á aðalfundi sem haldinn var fyrir skömmu. Einar Þór Jónsson gaf ekki kost á sér til formennsku en verður áfram í stjórn. Meira

Á Hólasandi síðasta haust Birki í 350 metra hæð hefur vaxið upp með aðstoð lúpínu á 20 árum og nú á að gera tilraun með ræktun birkis í 400-600 metra hæð. Á myndinni er Árni Sigurbjarnarson, einn forsvarsmanna umhverfissamtakanna Húsgulls og einn hvatamanna að uppgræðslu á Hólasandi.

Birkið ræktað í meiri hæð

Gróðursetning 500 þúsund birkiplantna hluti af aðgerðum stjórnvalda • Samið við gróðrarstöðvar um birkiplöntur til að gróðursetja í haust • Skógræktin sækir um framlag vegna 60 sumarstarfa Meira

Frumkvöðlar Benedikt Frank Pálmason, Brynjar Guðmundsson og Baldvin Freyr Björgvinsson við prufuútgáfu. Hugmyndin er einföld en snjöll.

Skipti plastfilmu út fyrir net

Framhaldsskólanemendur sem tóku þátt í keppni JA á Íslandi hafa unnið með Hampiðjunni að þróun umhverfisvænni lausnar fyrir vöruflutninga Meira

Mótmæli Bolsonaro er umdeildur í Brasilíu og var mótmælt í gær.

Mikil fjölgun tilfella í S-Ameríku

Yfir fimm milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni • Kínverjar hyggjast svara refsiaðgerðum Meira

Þing 13. alþýðuþing kommúnistaflokksins verður sett í dag.

Kínverjar herða tökin á Hong Kong

„Endalok Hong Kong“ ef ný öryggislög eru samþykkt Meira

Sundahöfn Tvö farþegaskip af stærri gerðinni við Skarfabakka 2018, MSC Preziosa og Norwegian Getaway. Um borð voru alls um 10 þúsund manns.

Mikið högg fyrir marga víða um land

Enn er ekki öll nótt úti hvað varðar komu minni skemmtiferðaskipa síðsumars, að mati forsvarsmanna Cruise Iceland, en að þeim standa hafnir víða um land og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Hjá Faxaflóahöfnum er nálgunin hins vegar þannig að í endurskoðaðri áætlun er ekki lengur gert ráð fyrir neinum komum skemmtiferðaskipa í sumar. Ef rætist úr og einhver skip koma verður litið á það sem bónus. Ljóst er að verulegt tekjutap fylgir færri eða engum komum skemmtiferðaskipa, ekki aðeins fyrir hafnir víða um land, heldur einnig fyrir fjölmörg þjónustufyrirtæki. Meira

Safnari Þorvaldur Guðjónsson safnar gömlum teiknimyndasögum.

Frétt framtíðarinnar tengist bókakassa

Úrval bóka sýnir að eftirspurnin er margþætt og mismunandi. Bókasafnarar eru að sama skapi með ólíkar áherslur. Sumir safna öllum bókum, aðrir ævisögum, sagnfræðiritum, ljóðum, barnabókum og svo framvegis. Þorvaldur Guðjónsson safnar teiknimyndasögum sem komu út 1974-1990 og er langt kominn með að eignast öll útgefin rit í bókaflokknum á þessum tíma. „Ég á orðið nokkur hundruð bækur en það vantar alltaf eina og eina,“ segir hann. Meira