Fréttir Mánudagur, 29. júní 2020

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reed töluðu við fjölmiðla á Grand Hóteli eftir að fyrstu tölur í forsetakosningunum bárust.

Endurkjörinn forseti með afgerandi stuðningi

Guðni Th. Jóhannesson fékk 89,4% greiddra atkvæða en 92,2% gildra atkvæða Meira

Djúpivogur Þéttbýlisstaður í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.

Múlaþing er nafnið sem flestir völdu

Atkvæði voru greidd um nafn á sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi • Drekabyggð varð í öðru sæti • Sex kostir voru í boði • Sveitarstjórn verður kosin í september og ræður nafninu endanlega Meira

Birgir Ármannsson

Um 30 stjórnarfrumvörp verði afgreidd fyrir þinglok

Fjölmiðlafrumvarp og breyting útlendingalaga bíða haustsins Meira

Samhugur ríkjandi í mikilli sorg

Fjölmennt var á samverustund á Austurvelli í gær, þar sem fólk sýndi eftirlifendum og aðstandendum þeirra sem létust í eldsvoða í húsi við Bræðraborgarstíg á fimmtudag hluttekningu sína. Meira

Katrín Jakobsdóttir

Skýr vilji þjóðarinnar hafi komið fram í kosningum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skýr vilji þjóðarinnar hafi komið fram í forsetakjörinu á laugardag. „Ég vil óska forsetanum til hamingju með þennan afgerandi sigur. Meira

Hlaut næstmestan stuðning í sögu forsetakjörs

Guðni Th. Jóhannesson sigraði • Hlutfall auðra seðla tvisvar verið hærra en nú • Hlutfall ógildra seðla aldrei verið hærra • Forsetar hafi áunnið sér vinsældir Meira

Guðni Th. Jóhannesson

Kjörsóknin kom Guðna á óvart

„Mikil kjörsókn kom mér ánægjuleg á óvart,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, um úrslit kosninganna á laugardag. Meira

Ræktun Skógræktarfólk með skóflur á lofti í Þingvallasveit um helgina.

Markmið um aukna skógrækt séu skýr

Alls níutíu tré, eitt fyrir hvert ár, af íslenskum tegundum, birki, reynir og blæösp, voru gróðursett í Vinaskógi í Þingvallasveit á laugardaginn, 27. Meira

Gerði ekki starfslokasamning

Enginn starfslokasamningur hefur verið gerður af hálfu Arnþórs Jónssonar, formanns SÁÁ, við sambýliskonu hans um störf hennar hjá samtökunum eins og Sigurður Friðriksson, fyrrverandi stjórnarmaður í SÁÁ, staðhæfði í viðtali við Morgunblaðið. Meira

Fari undir eitt þak

Viðbragðsaðilar í sama hús • Framkvæmdasýslan með könnun • Miðsvæðis • Lögregla, slökkvilið, Gæslan og fleiri Meira

Háskólinn Jón Atli Benediktsson rektor við brautskráningu.

Aukin aðsókn gefur ný tækifæri

Alls 2.050 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi voru brautskráðir frá Háskóla Íslands á laugardagsmorgun. Meira

Jafnrétti Mynd frá styrkveitingu.

Vilja fjölga strákum í hjúkrun

Einungis 3% hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Íslandi eru karlmenn og er það hlutfall með því lægsta á heimsvísu. Meira

Alþingi Frumvarpið var lagt fram sl. haust og hefur nú verið afgreitt úr þingnefnd með stuðningi allra.

Greiðsluþátttaka SÍ nái til sálfræðiþjónustu

Allir níu þingmenn velferðarnefndar Alþingis leggja til að frumvarp um að almenn sálfræðiþjónusta og önnur sambærileg þjónusta verði felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) verði lögfest með breytingum sem nefndin kom sér saman... Meira

Menning Kvartett Sigurðar Flosasonar tróð upp á Kex hosteli. Tónleikahald verður endurvakið á Kexinu innan tíðar ásamt fleiri uppákomum.

Blása lífi í Kex hostel

Nýr veitingastaður opnaður • Risapallur með suðursól Meira

Kirkjubæjarklaustur Sveinn Heiðar Jensson hér við rafhleðslustöðina fyrir utan hótelið. Kröfur og óskir gesta um þjónustu eru miklar og breytast hratt.

Hleðslustöð við hótel svarar kröfum gesta

Þjónusta á Klaustri • Græn lausn á hóteli • Uppbygging Meira

Hringvegurinn Umferð í báðar áttir í Biskupsbeygjunni sem er sunnanvert á Holtavörðuheiðinni. Úrbætur á þessum stað hefjast nú síðla sumars.

Biskupsbeygjan senn úr sögunni

Vegagerðin áformar að bjóða út í vikunni framkvæmdir við breytingar á veginum syðst á Holtavörðuheiði. Eins og nú háttar til í Borgarfirði er innst í Norðurárdal ekið yfir brú á Norðurá og svo beygt til norðvesturs. Þar er svo tekinn nokkuð krappur sveigur, svonefnd Biskupsbeygja. Þá er farið í klifið upp á hábungu heiðarinnar þar sem heitir Bláhæð. Þaðan í frá hallar norður af. Meira

Bar kóði Eiríkur Rögnvaldsson segir margt mega afsaka finnist ekki annað orð.

Þýðingabragur skiltis í flugstöðinni vekur athygli

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl. Meira

Sveitarstjóri Berum ábyrgð og höfum skyldur til að skapa atvinnutækifæri þegar kreppir að eins og nú, segir Lilja Einarsdóttir í viðtalinu um áskoranir í rekstri sveitarfélagsins.

Sköpum tækifæri

„Í störfum fyrir samfélagið er mér metnaðarmál að skapa tækifæri fyrir unga fólkið. Þar er margt undir, til dæmis nýsköpun byggð á auðlindum svæðisins og að fjölga möguleikum þeirra sem vilja afla sér menntunar í heimabyggð,“ segir Lilja Einarsdóttir, nýr sveitarstjóri í Rangárþingi eystra. Meira

Skotárás Fyrrverandi starfsmaður Walmart lagði til atlögu.

Mannskæð skotárás í Walmart

Tveir eru látnir og fjórir særðir eftir skotárás í Walmart-verslun í Red Bluff í Kaliforníu síðdegis á laugardag, um 14.000 íbúa bæ 210 kílómetra norðan við borgina Sacramento þar í ríkinu. Meira

Umdeildar 737-vélar í Washington.

Boeing 737-vélarnar reyndar í vikunni

MCAS-búnaðurinn þungamiðja prófana • Vélarnar kostuðu 346 líf í fyrra Meira

Lundúnir Camden-götumarkaðurinn iðaði af lífi í gær.

Uggandi um tilslakanir

Segir bresk stjórnvöld tefla í tvísýnu hvað opnanir veitingastaða snertir • Engin ákvörðun verið tekin um veitingastaði í Wales • Ekkert verra en ný bylgja Meira

Skjöl Þjóðskjalasafnið á eftir að taka við gífurlegu magni af pappírsskjölum á næstu árum. Lögð er áhersla á að varðveita gögn rafrænt.

Víða pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins fer stöðugt batnandi. Þó er enn víða pottur brotinn. Alvarlegt er hve rafræn skjalavarsla ríkisins er skammt á veg komin. Meira

Í stúdíói Magnús Stefánsson, Kristján Björn Snorrason og Sigurður V. Dagbjartsson hafa spilað saman í Upplyftingu frá byrjun.

Upplyfting heilsar og kveður með plötu

Fjörutíu ár frá því fyrsta skífa hljómsveitarinnar kom út Meira