Fréttir Fimmtudagur, 30. júlí 2020

Skarphéðinn Steinarsson

Aðgerðirnar margþættar

Aðgerðir kynntar í dag vegna veirunnar • Minni líkur á fjölgun ferðamanna Meira

Verslun Íþróttavörur eru ekki nægilega vel verðmerktar.

Vörur illa verðmerktar í íþróttavöruverslunum

Neytendastofa sektar verslanirnar verði ekkert að gert • Athugasemdir gerðar við 16 verslanir af 18 Meira

Skjal Skrá sem er á meðal elstu skjala örnefnasafnsins. Skráin er eftir Jón Klemensson sem sett var saman einhvern tímann á árunum 1840-50.

Hátt í 300 örnefni tengjast þrætum

Þrætu-örnefnin segja ýmislegt um erfiða lifnaðarhætti á árum áður • Skrá 12.500 skjöl sem innihalda 400 til 500 þúsund örnefni • Rannsóknarlektor segir örnefnasafnið mikilvægan menningararf Meira

Hrafnista Einungis einn aðstandandi má heimsækja hvern heimilismann á meðan takmarkanirnar gilda.

Hjúkrunarheimilin að herða reglurnar

Grípa til aðgerða sem nauðsynlegar teljast hverju sinni Meira

Varnir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.

Tugir þúsunda á ferðalagi að óbreyttu

Hertar ráðstafanir kynntar í dag • Ýmislegt lagt til í minnisblaði • Samkomutakmarkanir og tveggja metra regla líkleg • Breytingar við landamærin hugsanlegar • Stærsta ferðahelgi ársins Meira

Þinghúsið Allt er klárt fyrir innsetningarathöfnina á laugardag.

Aflýsir móttöku að lokinni innsetningu

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur frestað móttöku sem hann hugðist halda á Bessastöðum fyrir vini og ættingja í kjölfar innsetningarathafnar í Alþingishúsinu á laugardaginn. Meira

Gísli Rúnar Jónsson

Gísli Rúnar Jónsson, leikari og rithöfundur, lést á heimili sínu sl. þriðjudag, 67 ára að aldri. Gísli Rúnar fæddist í Reykjavík 20. mars 1953, sonur hjónanna Guðrúnar Valgerðar Gísladóttur skáldkonu og Jóns Konráðs Björnssonar kaupmanns. Meira

Mosfellsbær Sprengt er úr Lágafelli vegna breikkunar hringvegarins á milli Skarhólabrautar og Langatanga. Þetta bjarg var hluti af klöppinni.

Bergsneið skorin úr jaðri Lágafells

Sprengja þarf í um mánuð til viðbótar • Grjótið notað undir veginn og í manir Meira

Hálendið Ferðamenn hafa margir hverjir lagt leið sína í Landmannalaugar.

„Sprengja“ í áhuga landsmanna

Minni samdráttur en búist var við á hálendinu • Mun fleiri Íslendingar en undanfarin ár • FÍ hefur fjölgað ferðum um 30% • Töluverð fækkun á Fimmvörðuhálsi • Tjaldsvæði hafa þurft að vísa fólki frá Meira

Hótaði lögmönnum sínum lífláti

Maður áfram í gæsluvarðhaldi til 18. ágúst vegna hótana í garð lögmanna Meira

Samherji Rannsókn er lokið í Noregi á starfseminni í Namibíu.

Rannsókn lokið á Samherja í Namibíu

Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn sinni á starfsemi Samherja í Namibíu og kynnt niðurstöðuskýrslu fyrir stjórn félagsins. Meira

Gylfi Magnússon

Niðurfærsla endurspeglar svartsýni

Rio Tinto færir niður óefnislegar eignir í Straumsvík um 37 milljarða Meira

Rafnar 1100 Báturinn með nýja gerð af yfirbyggingu, T-topp. Mikið flotmagn í þakinu og gálganum aftast snýr bátnum á réttan kjöl hvolfi honum.

Rafnar-bátur seldur til Jómfrúaeyja

VISAR-björgunarsveitin fær Rafnar 1100 • Skrokklagið veitir mikla sérstöðu • Krefjandi aðstæður í Karíbahafi vegna fellibylja • Fyrirspurnum um Rafnar-báta fjölgar stöðugt að utan Meira

Hlöllabátar Vörur og hráefni veitingastaðarins verða í verslunum.

Vörur Barion og Hlöllabáta í búðir

Hráefni og vörur veitingastaðanna Barion og Hlöllabáta verða innan fárra vikna fáanlegar í matvöruverslunum. Þetta staðfestir athafnamaðurinn og eigandi staðanna, Sigmar Vilhjálmsson, í samtali við Morgunblaðið. Meira

Samvera Nú er tækifærið fyrir fjölskylduna að verja tíma saman um verslunarmannahelgi hver sem staðurinn er.

Njótum helgarinnar af skynsemi

Mesta ferðahelgi ársins er fram undan en það er ljóst að hún verður með öðru sniði en venjulega. Það gildir samkomubann þannig að aðeins 500 mega koma saman og flestum samkomum sem venjulega eru þessa helgi hefur verið aflýst. Meira

Akureyri Góður staður til að vera á.

Fjölskylduvænir viðburðir

Fjölskylduvænir viðburðir, þar sem gestir verða 500 fullorðnir hið mesta, verða víðs vegar á Akureyri um verslunarmannahelgina. Vegna Covid-19 verður minna um að vera í bænum en stundum áður og allt með fremur hófstilltu svipmóti. Meira

Göngugatan Margir leggja leið sína þangað en Kolbrún borgarfulltrúi telur að hægt sé að gæða götuna meira lífi.

Vill fá meira líf í göngugötuna

Borgarfulltrúi flytur tillögu um alls kyns uppákomur í Mjódd • Unnið að því að fegra útisvæðið Meira

Eyjafjarðarleið Það tók skófluna einn og hálfan dag að moka sig í gegn.

Flestir vegir færir

Vegir á hálendi Íslands hafa nú flestir verið opnaðir fyrir umferð. Snjóalög ráða mestu um opnunartíma á hverju sumri. Mjög snjóþungt var víða í vetur og því voru margir hálendisvegir opnaðir seint. Meira

Fylgi flokka Könnun MMR sýnir litlar breytingar á milli mánaða.

Litlar sveiflur í fylgi flokka

Litlar breytingar eru á milli mánaða á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórn. Ný könnun MMR sýnir að fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú 24% og Vinstri-grænna 10,8%, sem hvort tveggja er nær óbreytt frá fyrri könnun. Meira

Battavöllurinn Myndin sýnir vel hina miklu nálægð vallarins og girðingar á lóð Ísaksskóla við húsið Skaftahlíð 25.

Ekkert fararsnið á óleyfisvelli

Borgin er enn að skoða málið • Áfram er ónæði að boltasparki Meira

Makrílveiðar Ásgrímur Halldórsson SF 250 og Jón Kjartansson SU 111 mætast á miðunum á makrílveiðum í síldarsmugunni.

Makríllinn langsóttur

Lítið magn makríls í íslenskri lögsögu • Flotanum hefur verið beint í síldarsmuguna • Veiðin hefur verið dræm það sem af er • Kapphlaup við tímann Meira

Samið Guðjón Ingi Guðjónsson og Ásbjörn Jónsson við undirritunina.

Fiskkaup semja við Völku

Fiskkaup hf. og hátæknifyrirtækið Valka ehf. undirrituðu á dögunum samning um kaup á hátækniframleiðslukerfi fyrir vinnslu Fiskkaupa við Fiskislóð í Reykjavík. Meira

Fyrir þingnefnd Olaf Scholz, fjármálaráðherra og varakanslari Þýskalands, kemur í þýska þinghúsið í gær.

Hart sótt að ráðherrunum

Fall Wirecard á eftir að hafa milljarða evra tap í för með sér og málið þykir skaða orðspor þýskrar fjármálastarfsemi • Fjármálaráðherra Þýskalands segir málið vera „óviðjafnanlegt hneyksli“ Meira

Önnur bylgja plágunnar virðist ekki jafnskæð

Mörg lönd í Evrópu búa sig nú undir aðra bylgju heimsfaraldursins, sem sumir telja að kunni í raun að vera hafin. Meira

Hjón á hlaupum Fríða er gift Tómasi Zoëga geðlækni og hljóp hann stundum með henni.

„Konur máttu bara ekki hlaupa“

Hringskonan Fríða Bjarnadóttir hljóp fyrst íslenskra kvenna maraþon á Íslandi. Hún þurfti að berjast fyrir því að fá að hlaupa, en árið 1983 þóttu maraþonhlaup ekki fyrir konur. Meira

Dásamlega ferskt Á Viðvík er að finna gott úrval af frábæru sushi.

Veitingastaðurinn Viðvík á Snæfellsnesi

Þjóðin ferðast innanlands í sumar eins og flestir vita og margir hafa verið duglegir að deila jákvæðum upplifunum hér innanlands inni á bloggsíðum og samfélagsmiðlum. Veislubókarhöfundurinn Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri. Meira

Fjölskylda Hrönn Vilhjálmsdóttir og Hörður Harðarson og börnin tvö; Signý og Sölvi, sem fannst löng Laugavegsferð í raun leikur einn.

Þjálfun í þrautseigju

Laugavegsgöngur eru fyrir alla • 25 fóru með Ferðafélagi barnanna • Þroskandi og góð samvera fyrir alla Meira