Sunnudagsblað Laugardagur, 1. ágúst 2020

Gabriela Andersen-Schiess klárar maraþonhlaupið á Ólympíuleikunum 1984.

Kom í mark nær dauða en lífi

Þau hafa verið mörg söguleg 400 metra hlaupin á Ólympíuleikunum gegnum tíðina en eitt það allra eftirminnilegasta var alls ekki 400 metra hlaup, heldur lokahnykkur maraþonhlaups; þegar hin svissneska Gabriela Andersen-Schiess kláraði þrekraunina á... Meira

Bylgjuminni

Raunar held ég að hann skrifi ekkert niður. Ég hef kíkt á minnisblöðin og sé ekkert nema bylgjur sem ekki er nokkur leið að lesa. Meira

Ekki mjög peppaðir

Hefur æfingum verið slegið á frest hjá ykkur? Nei, það er ekki búið að gera það. Hjá okkur í Fylki var ákveðið að gefa frí á sunnudaginn og helgarfríið þannig lengt. Það á því að vera æfing á mánudaginn. Meira

Stjórnvöld kynntu nýjar sóttvarnaaðgerðir á fimmtudag vegna skyndilegrar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu.

Plágan lætur aftur á sér kræla

Greint var frá því í upphafi vikunnar að greinst hefðu sex innanlandssmit af kórónuveirunni á aðeins fjórum dögum, svo að ýmsir óttuðust að önnur bylgja heimsfaraldursins kynni að vera farin að láta á sér kræla. Meira

Peningar eiga að hafa andlit

Forseti ASÍ segir hrægamma á flugi, hnita yfir bráð sinni, og formaður VR andmælir því að lífeyrissjóðir séu látnir þjóna gömmum: Ekki krónu til Icelandair á meðan þar er vaðið um á skítugum skónum, segir verkalýðshreyfingin og er öllum sýnileg. Meira

Leyfðu þér að hlakka til BOGMAÐURINN | 23. NÓVEMBER 20. DESEMBER

Elsku Bogmaðurinn minn, þú þarft ekkert að vera stressaður þó þú eigir ýmsu eftir ólokið. Taktu tíma frá fyrir sjálfan þig þó heilmikið sé eftir að gera. Þú gerir mjög miklar kröfur til þín, en slappaðu samt bara af. Meira

Töfrar og alvara SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 22. NÓVEMBER

Elsku einstaki Sporðdrekinn minn, það er alveg sama hvað hefur gerst þú skalt bara halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þú sameinar töfrana þína og alvöruna og verður dýpri, léttari og liprari í huga þínum. Meira

Ástríða holdi klædd STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR

Elsku Steingeitin mín, reyndu alls ekki að breyta þér í eitthvað sem aðrir vilja að þú sért því það slekkur á eldinum þínum. Meira

Eins og jólatré VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER

Elsku Vogin mín, þú ert eins og jólatré og hvort sem það er mikið eða lítið skreytt hefurðu þennan einstaka X-Factor að maður tekur eftir þér alveg sama hvað gerist. Þú hefur þinn sterka stíl og enginn fær því breytt. Meira

Dansa við eigið hljómfall MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

Elsku hjartans Meyjan mín, þú ert á og ert að fara inn í svo mikinn tilfinningatíma. Þetta hefur verið eins og marglitur kokkteill af tilfinningum, en tilfinningar segja þér líka þú sért á lífi. Meira

Hættu að láta þig dreyma LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ 21. ÁGÚST

Elsku Ljónin mín, ég las einu sinni þessa skemmtilegu setningu; að hika er sama og tapa, svo haldið þið bara áfram því sem þið eruð að gera, það eru að mæta ykkur gleðilegar stundir. Þið eruð að fá já við óskum ykkar og núna er tíminn til að fagna. Meira

Móðurlegur persónuleiki FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS

Elsku Fiskurinn minn, þið eruð í miðjunni á yndislegu sumri, það er mikið að gera hjá ykkur, en kannski ekki eins skipulagt og þið viljið hafa það. Þú ert bestur í því að vinna á tánum og taka að þér ólík verkefni. Meira

Þetta kallast lífið NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ

Elsku Nautið mitt, þú ert svo magnandi merki, fljótur að magna upp að allt sé að fara til andskotans og að magna upp að þetta sé ekkert mál og þú haldir bara áfram, svo þitt er valið, þetta kallast lífið. Meira

Beintengdur spennunni KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ

Elsku Krabbinn minn, þú hefur haft svo mikið á hornum þér og pirrast yfir hinu og þessu og fundið kvíðakallinn í þér. Þú hefur áhyggjur af því að þú standir þig ekki eins og vel og þú vilt og líka að fólk standi ekki eins mikið í kringum þig og þú vilt. Meira

Spennandi orka HRÚTURINN | 21. MARS 20. APRÍL

Elsku Hrúturinn minn, það er svolítið í eðli þínu að gerast óþolinmóður og þar af leiðandi láta allt fara í taugarnar á þér. Um leið og þú slakar á leysir lífið fyrir þig hindranirnar og þú kemst svo sannarlega á leiðarenda áður en þú bjóst við. Meira

Þarft að taka ákvarðanir VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR

Elsku Vatnsberinn minn, þú þarft að taka ákvarðanir, vera sýnilegur og láta tengslanetið hjálpa þér og láta þig flæða eins fallega og Þingvallavatn. Þú hefur svo sterka nærveru, en eins ljúfur og yndislegur og þú ert er fólk oft hrætt við þig. Meira

Eins og ólgandi eldur TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ

Elsku Tvíburinn minn, þú ert eins og ólgandi eldur og rennandi hraun. Þú elskar þegar lífið er spennandi, þar sem þú skrifar inn nýjar upplifanir. Þú tekur áhættu og óttast ekki að lifa einn dag í einu. Meira

Að opna land

Á næstu dögum kemur út bók eftir Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans, um Ísland og COVID-19, það sem gengið hefur á að tjaldabaki hér á landi frá því kórónuveiran skaut upp kollinum í Kína undir áramótin síðustu. Meira

„Það kann vel að vera að við þurfum að herða aðgerðir enn frekar en í þessu máli hefur leiðarljós okkar allan tímann verið skýrt; að forgangsraða heilbrigði þjóðarinnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Mótaðist mikið af misheppnaðri stjórnarmyndun

Það líður að lokum þessa kjörtímabils, eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnti þjóðina á í liðinni viku þegar hún boðaði til kosninga að hausti á næsta ári. Meira

Grétar Baldursson með myndina af afa sínum, leðurtöffaranum Guðmundi J. Guðmundssyni.

Stutt í að Laugavegur verði draugagata

Eftir 28 ár hverfur leðurverslunin Kós af Laugaveginum í lok þessa mánaðar. Grétar Baldursson, sem rekur verslunina ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ellý Egilsdóttur, hyggst flytja hana í breyttri mynd til Grindavíkur. Meira

Önnur af tveimur vinsælustu týpum af „skinfade“ þar sem hárinu er haldið nokkuð síðu að ofan.

Þakklátur fyrir bannið

Gunnar Malmquist er einn vinsælasti rakari landsins. Hann er einkar vinsæll hjá yngri kynslóðinni og hefur farið út fyrir landsteinana til að kynna sér það sem er vinsælast í rakaramenningunni. Meira

Rannsóknir á psilocíbin, virka efninu í ofskynjunarsveppum, lofa afar góðu og getur efnið t.d. hjálpað fólki að hætta að reykja.

Tölur sem sjást ekki

Ímyndum okkur að til væri lyf sem vinnur gegn kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun, hjálpar fólki að vinna bug á fíknivanda og veldur því jafnvel að heilbrigðu fólki líður betur, er ánægðara með líf sitt og á í betri samskiptum við fjölskyldu og vini. Meira

Leikmenn Chelsea fagna marki Oliviers Girouds gegn Úlfunum um liðna helgi. Frakkinn hefur verið sjóðheitur eftir að rykið var dustað af honum er líða tók á tímabilið. Hann lék áður með Arsenal og vann bikarinn þar þrisvar.

Hve glöð er vor æska

Óhætt er að fullyrða að slátturinn á Lundúnastórveldunum Chelsea og Arsenal hafi oft verið meiri en á leiktíðinni sem lýkur nú um helgina. Fyrrnefnda félagið getur þó mun betur við unað;tryggði sér fjórða sætið í úrvalsdeildinni og þar með rétt til þátt Meira

Tónaflóð um landið var prýðilegasta skemmtun.

Vantar bara súrlegið baðstofudrama

Sú var tíðin að sjónvarp á Íslandi fór í sumarfrí í júlí.Sama hvað tautaði og raulaði, slagbrandi var brugðið fyrir dyr sjónvarpshússins á Laugaveginum og starfsliðið fylkti liði út í sumarið og sólina (í minningunni var alltaf sól á sumrin í gamla daga Meira

Eilífðarmarkmið að lesa meira

Ég las nokkrar bækur þegar ég lenti í sóttkví í byrjun mars. Síðan hef ég hins vegar ekki gefið mér nægan tíma til lesturs, aðallega vegna þess að sumarfrí með börnunum tekur bæði tíma af manni og orku. Meira

Manchester City ætlar sér sinn fyrsta Evrópubikar.

Meistaradeildin að byrja

Eftir langa bið er keppni í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu að hefjast aftur. Meira

Baldur og Konni nutu mikilla vinsælda um og eftir miðja síðustu öld.

Búktal og trúðleikar

Verslunarmannafjelag Reykjavíkur efndi til fjölbreyttra skemmtana um verslunarmannahelgina árið 1950 og tók í því skyni Tivoli á leigu í þrjá daga. Meira