Fréttir Föstudagur, 16. október 2020

Flensusprauta Bólusetja ætti viðkvæma hópa fyrst gegn árlegri inflúensu, að mati Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors og smitsjúkdómalæknis.

Inflúensubólusetning er mikilvæg nú

Það getur verið mjög slæmt að fá inflúensu ofan í kórónuveirusmit Meira

Úttekt Fólki líður oft illa í miðju lífsgæðakapphlaupinu.

Fólk á besta aldri er strekkt

Samantekt um stöðu áhættuþátta heilbrigðis, í úttekt á velsæld og velferð íbúa Garðabæjar, gefur til kynna að neikvæðir áhættuþættir heilbrigðis eru mest áberandi hjá tveimur yngstu aldurshópunum, það er að segja hjá 17 ára og yngri og 18 til 44 ára. Meira

Berjast við að halda velli

Reyna að tryggja að innviðir verði til staðar ,,svo við getum spyrnt okkur hressilega frá botninum“ • 27 fyrirtæki sóttu um kvóta vegna jökla- og íshellaferða Meira

Náttúrunnar notið í fallegu haustveðri

Haustveðrið hefur verið einstaklega fallegt á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og margir nýtt tækifærið í útiveru. Meira

Nýjung Tveir hlaupahjólastandar hafa verið settir upp við Laugarnesskóla. Útlit er fyrir að þörf sé á fleirum.

Börn geta nú læst hlaupahjólunum

Laugarnesskóli fyrsti skólinn með hlaupahjólastanda • Aðkallandi þörf Meira

260 mál skráð sem varða réttindabrot

Heildarupphæð launakrafna sem stéttarfélagið Efling hefur lagt fram fyrir sína félagsmenn hefur vaxið um 40% á ári síðustu fimm ár. Meira

Bjarni Ákason

Íhugar að stefna ríkinu fyrir glórulausa óvissuferð

Bjarni Ákason sýknaður af skattsvikaákæru eftir áratug Meira

Birgir Jónsson

Ábending FA til skoðunar

Forstjóri Íslandspósts tekur undir gagnrýni Ólafs Stephensen en vísar ásökunum um ólöglega verðlagningu á bug Meira

Íshellir í Vatnajökli Alls sóttu 27 fyrirtæki um gerð samninga um íshellaferðir og jöklagöngur á fimm svæðum á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

Úthluta kvótum í jökla- og íshellaferðum

Hámark hefur verið sett á fjölda gesta sem mega fara daglega í íshellaferðir og jöklagöngur á fimm svæðum á sunnanverðum Vatnajökulsþjóðgarði. Meira

Komufarþegar Ferðaþjónustan bíður eftir opnun landamæra til að geta bókað gistingu og þjónustu á næsta ári.

Verði starfhæf þegar ferðamenn koma aftur

Óttast að fyrirtækin sligist og endi í fanginu á bönkunum Meira

80% voru utan sóttkvíar

Alls greindist 81 nýtt kórónuveirusmit innanlands í fyrradag. Þar af voru 80% í sóttkví eða 65 einstaklingar en 16 voru fyrir utan. Nýgengi smita hefur aldrei verið jafn hátt á hverja 100 þúsund íbúa eða 281,2 síðustu tvær vikur. Meira

Upphitun Kvennahlaupið í Garðabæ virkjar kraftinn árlega. Hreyfing er öllum mikilvæg, yngra fólki jafnt og eldra.

Elstu íbúarnir eru best á sig komnir

Niðurstaða úttektar á velsæld og velferð íbúa Garðabæjar gefur til kynna að andleg líðan fólks á aldrinum 18 til 44 sé bágborin • Talin þörf á að grípa til aðgerða í þágu fólks undir 44 ára aldri Meira

Kládía reynslunni ríkari

Hjónin Kládía og Ingvar Pétursson, sem hafa búið í Reykjavík undanfarin fimm sumur en eiga annars heima í Bandaríkjunum, ætluðu að ganga Jakobsveginn, um 800 km pílagrímsleið frá Saint-Jean-Pied-de-Port í Frakklandi að dómkirkjunni í Santiago de... Meira

Grikkland Í sól og sumaryl í sjónum.

Ferð til Krítar fæst bætt

Ferðaskrifstofa þarf að endurgreiða að fullu pakkaferð sem bókuð hafði verið í vor en varð að aflýsa af völdum kórónuveirunnar. Um er að ræða útskriftarferð Borgarholtsskóla sem ferðaskrifstofan Tripical skipulagði. Meira

Bílaleiga Erfitt sumar að baki hjá mörgum vegna kórónuveirunnar.

Mátti ekki bjóða inneign á bílaleigu

Bílaleiga fór gegn skýru ákvæði leigusamnings • Þarf að endurgreiða Meira

Arthur Bogason

Ekki eins og Bolt upp úr startholum

Fyrri hluti aðalfundar Landssambands smábátaeigenda var haldinn í gær. Um óhefðbundinn fund með fjarfundabúnaði var að ræða og aðeins hluti hefðbundinna aðalfundarstarfa á dagskrá. Fundinum verður lokið þegar aðstæður leyfa. Meira

Uppsetning Það er engu líkara en Margrét sé að hugleiða þar sem hún vinnur við uppsetningu orgelverksins, enda mikil nákvæmnisvinna hér á ferð. Þar sem áður var málmur er nú tré.

„Þarf ekki lengur að sparka í orgelið“

Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Í vikunni hófst uppsetning á nýju orgeli í Keflavíkurkirkju. Áætlað er að verkinu ljúki undir lok nóvember og stefnir organistinn á að frumspila á orgelið fyrsta sunnudag í aðventu. Meira

Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Erfitt að byggja upp traust aftur

„Við erum sorgmædd yfir þessu því það er erfitt að byggja upp traust aftur,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara um niðurstöðu stjórnsýsluúttektar á störfum Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Meira

Taíland Mótmælendur í Bangkok héldu þremur fingrum á loft í gær, en sú kveðja er merki mótmælanna.

Ekkert lát á mótmælum þrátt fyrir neyðarlög

Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman á götum Taílands í gær þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til þess að binda enda á mótmælin með því að setja á neyðarlög og handtaka helstu forsprakka mótmælanna. Meira

Belgía Nemendur við Liege-háskóla fundu upp nýtt veirupróf og sérstaka trekt sem gera það kleift að leita að kórónuveirunni í munnvatnssýnum.

Að læra að lifa með kórónuveirunni

Óháð ráðgjafanefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) gefur ráð um líf á tímum COVID-19 • Ferðamenn gæti sjálfir að heilsu sinni og geri viðvart ef þeir veikjast á ferðalaginu Meira

Bólusetning Að fá inflúensu ofan í kórónuveirusýkingu getur verið slæmt. Þess vegna er mikilvægt að láta bólusetja sig gegn flensu nú.

Blóðflokkar og bólusetning í faraldri

Dönsk rannsókn bendir til þess að blóðflokkar geti mögulega haft áhrif á líkurnar á því að fólk smitist af nýju kórónuveirunni og fái COVID-19-sjúkdóminn. Meira

Hlíðaskóli Valgerður Birna Magnúsdóttir.

Stærðfræði í uppáhaldi hjá sigurvegurunum

Ragna María og Valgerður Birna efstar í Pangea-keppninni Meira