Fréttir Laugardagur, 21. nóvember 2020

Viðspyrnan Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sjást hér ræða við fjölmiðla í Hörpu um nýkynntar aðgerðir.

Vilja tryggja öfluga viðspyrnu frá botni

Hlutabótaleiðin framlengd og grunnatvinnuleysisbætur verða hækkaðar Meira

Gísli Vilhjálmsson

Fá ekki bót á fæðingargalla sínum

Tannréttingasérfræðingur undrast ummæli forstjóra Sjúkratrygginga Íslands um að skarð í vör vaxi af börnum • Telur höfnun Sjúkratrygginga á greiðsluþátttöku ganga gegn vilja heilbrigðisráðherra Meira

Þyrlurnar verði að vera alltaf til taks

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við mbl.is að verkfall flugvirkja hjá ríkinu væri í alvarlegri skoðun, og að það stefndi í grafalvarlegt ástand ef ekki yrði samið á næstu dögum. Meira

Sigurbjörg R. Sigþórsdóttir

Bakarar gagnrýna skýrslu OECD

OECD kynnti sér ekki aðstöðu bakaraiðnarinnar né samkeppnisaðstæður hennar í aðdraganda samkeppnismats • Bakarar furða sig á að vera teknir fyrir í skýrslu um ferðaþjónustu og byggingariðnað Meira

Óbreyttar varnir til 1. febrúar nk.

Sóttvarnaráðstöfunum á landamærum Íslands verður fram haldið í óbreyttri mynd þar til 1. febrúar á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun. Þar var enn fremur tekin sú ákvörðun að frá og með 10. Meira

Krabbameinsfélagið Er með leitarstöð, fræðslustarf og heldur einnig utan um krabbameinsskrána fyrir Ísland.

Lífshorfur hér eru með því besta sem þekkist

Lífshorfur fólks á Norðurlöndum sem fær krabbamein eru með þeim bestu í heiminum og hafa batnað á síðasta 25 árum. Þetta kemur fram í nýrri samanburðarrannsókn sem byggð er á gögnum úr krabbameinsskrám á Norðurlöndum. Meira

Stjórnvöld kynna nýjar aðgerðir

Atvinnuleysisbætur hækka og atvinnuleitendur fá desemberuppbót • Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega • Fyrirtæki geta sótt um viðspyrnustyrki ef tekjur hafa lækkað yfir 60% Meira

Ási í Bæ Við styttuna er hægt að heyra söng og frásagnir Ása. Friðrik Ragnarsson átti leið hjá og tyllti sér hjá Ása.

Ási í Bæ setti svip á mannlífið

Stytta af Ása í Bæ, sem var allt í senn söng- og textaskáld, aflakló og rithöfundur • Stendur við smábátahöfnina í Vestmannaeyjum • Hægt er að hlýða á söng og frásagnir Ása í Bæ við styttuna Meira

Fiskislóð Lóðirnar sem hafnirnar benda á eru óbyggðar og með óheft útsýni yfir Faxaflóann.

Tan vill ekki byggja á Fiskislóð

Malasíski kaupsýslumaðurinn Vincent Tan hefur ekki áhuga á því að byggja lúxushótel á Fiskislóð í Örfirisey. Faxaflóahafnir bentu á þessar lóðir sem mögulegan kost um leið og tekið var neikvætt í óskir Tans um að byggja hótelið á Miðbakkanum. Meira

Nettó Góðgerðarverkefni fyrirtækisins hefur gengið mjög vel til þessa.

Hafa safnað á sjöttu milljón króna

Nær sex milljónir króna hafa safnast í góðgerðarverkefni á vegum verslunarkeðjunnar Nettó. Meira

Miðborgin Með Hafnartorgi jókst framboð á vönduðu verslunarhúsnæði.

Miðborgin á umbreytingarskeiði

Forstjóri Reita segir nýbyggingar Alþingis og Landsbankans stuðla að offramboði í miðborginni • Forstjóri Regins telur rangt að spá offramboði • Gömlum skrifstofum verði enda breytt í íbúðir Meira

Matur Krakkar fá nú hádegismat í matsal eða í skólastofunni sinni.

Börnin fá ekki lengur matinn á plastbökkum

Skólamatur með 12.500 í fæði á dag • Erfiðleikar að baki Meira

Guðmundur Fylkisson

Hlaut viðurkenningu Barnaheilla

Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hlaut í gær viðurkenningu Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, árið 2020 fyrir störf í þágu barna og ungmenna sem eru í vanda og þá nálgun sem hann hefur í samskiptum sínum... Meira

Óvissa Hárgreiðslumaðurinn Nonni Quest mundar græjurnar fyrir framan barinn á hárgreiðslustofu sinni. Miklar annir hafa verið á stofunni í vikunni en lítil stemning er meðal gesta fyrir viskídrykkju með grímu fyrir andlitinu.

Undrast gamaldags lög um áfengissölu

„Það er svo sem ekki búið að væsa um mann en þetta var orðinn langur tími og löngu komið gott. Meira

Skógarhögg Fullkomið og fjölhæft tæki frá fyrirtækinu 7, 9, 13 hefur verið notað við að fella tré, snyrta bolina og fjarlægja í Haukadalsskógi undanfarið.

Stórviður og jólatré í bland

Ótrúlega skemmtilegt að sjá verðmæti verða til í skóginum • Gæðaviður úr Haukadal notaður í bálhús í Vaglaskógi og göngubrú yfir Þjórsá • Stafafura er íslenska jólatréð, segir skógarvörður Meira

Flugstarfsemi Miðstöð innanlandsflugsins er á Reykjavíkurflugvelli.

Borgin vill ekki þjóðaratkvæði

Ekki sé hægt að svipta borgina skipulagsvaldi yfir flugvelli Meira

Prestastefna Gert er ráð fyrir taprekstri kirkjunnar á næsta ári en síðan fer að rofa til. Áætlunin gerir ráð fyrir 144 stöðugildum biskupa og presta.

Þjóðkirkjan rekin með tapi næsta ár

Þörf er á frekari umbótum innan Biskupsstofu, segir í fjárhagsáætlun Meira

Borgarbyggð Margir húseigendur hafa nú þegar kveikt jólaljós og sett upp skreytingar utan á húsunum.

Skapa jólastemningu heima í Borgarbyggð

Úr Bæjarlífinu Birna G. Konráðsdóttir Borgarfirði Haustið hefur verið Borgfirðingum fremur gott. Meira

Flugstöð Skilríkjamálum hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár.

Metfjöldi skilríkjamála í fyrra

Fjöldi mála hefur nær þrefaldast frá árinu 2015 • Hundrað mál komu upp Meira

Bakki Vonast er til að verksmiðjan verði gangsett á ný í vor.

Undirbúa fjölgun starfsfólks

PCC Bakki mun ráða til sín fleiri starfsmenn að nýju upp úr áramótunum, gangi áætlanir eftir, en vonir standa til að verksmiðjan verði ræst á nýjan leik að vori. Kemur þetta fram í tilkynningu. Meira

Hverfisfljót Núverandi brú er einbreið og farartálmi, byggð árið 1968.

Ný brú byggð yfir Hverfisfljót

Kemur í staðinn fyrir einbreiða brú á hringvegi • Samhliða verður vegurinn færður til á kafla • Ný brú eykur umferðaröryggi • Nýr áningastaður gerður með fallegu útsýni að Lómagnúpi Meira

Úr Borgarnesi Borgarvogur liggur vestan Digraness sem Borgarnes stendur á. Englendingavík lendir innan svæðis.

Unnið að friðun leiranna

Umræður hafnar um friðlýsingu Borgarvogs • Sjaldgæfar leirur og meira fuglalíf en talið hefur verið • Náttúrufræðistofnun vill friða stærra svæði Meira

Gildi Emmanuel Macron herðir þumalskrúfur trúarleiðtoga múslima.

Setur múslimum úrslitakosti

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur boðið múslimaleiðtogum í landinu að samþykkja „skrá yfir lýðveldisgildi“ en það er liður í aðgerðum hans gegn róttækni meðal múslima. Meira

Verslun Vegna mikils slagkrafts kórónuveirunnar er óttast að takmarka verði umsvif almennings. Jólaverslun gæti verið í uppnámi. Ræðst það á næstu tveimur vikum, en hér virðist verslun í London tilbúin að taka við viðskiptavinum.

Önnur veirubylgjan yfir toppinn

Aðgerðir framlengdar á Norður-Írlandi • Í Bandaríkjunum dóu 2.239 manns og rúmlega 200.000 sýktust í gær • Hvetja landsmenn til að sleppa ferðalögum í kringum þakkargjörðarhátíðina Meira

Færri sjúkrarúm en í flestum Evrópulöndum

Sjúkrarýmum á Íslandi hefur fækkað töluvert á umliðnum árum og enn hallar undan fæti ef marka má árlegan samanburð OECD á stöðu heilbrigðismála í ríkjum sem gefinn var út í vikunni (Health at a Glance: Europe... Meira

Í Vesturheimi Káinn, Jónas Hall og Stephan G. Stephansson.

Ljóð Káins spegla tíðarandann vestra

Jón Hjaltason, sagnfræðingur á Akureyri, hefur skrifað sögu Káins, Kristjáns Níels Jónssonar, Fæddur til að fækka tárum KÁINN Ævi og ljóð , þar sem hann gerir lífi og ljóðum kímniskáldsins ítarleg skil. Meira