Fréttir Laugardagur, 20. apríl 2024

Framboð Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands.

Sama stefna í gildi

Katrín Jakobsdóttir segist vænta þess að sú stefna sem ríkisstjórn hennar fylgdi í útlendingamálum sé enn óbreytt Meira

Á annað hundrað símtala vegna nikótínvara

Eitrunarmiðstöð Landspítalans bárust vel á annað hundrað símtala vegna nikótínvara á síðasta ári. Eru símtölin umtalsvert fleiri en árið þar á undan. Helena Líndal, sérfræðingur á eitrunarmiðstöðinni, segir að í seinni tíð hafi símtölum vegna sígaretta fækkað og eru þau kannski eitt til tvö á ári Meira

Að minnsta kosti vika í nýtt gos

Skrýtið að tala um annað gos úr kerfi sem er í gangi núna • Helmingur kvikunnar nú fer í neðra hólfið • „Ef við ætlum yfir tíu milljónir rúmmetra þurfum við að minnsta kosti fjóra-fimm daga til viðbótar“ Meira

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Gefur ekkert upp um leyfi til hvalveiða

„Ég gef það ekki upp í fjölmiðlum hvað ég hyggst gera fyrr en ég er búin að taka ákvörðun og ég er ekki komin með allt það í hendurnar sem ég þarf til þess að geta tekið hana,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra í samtali… Meira

Spurt og svarað Katrín Jakobsdóttir ræðir forsetaembættið og áherslumál sín í Spursmálum.

Vill vera sameiningarafl

Katrín Jakobsdóttir segir mikilvægt að leiða þjóðina saman • Mun fara sparlega með málskotsréttinn • Segir langa reynslu úr stjórnmálum munu nýtast • Hefur ekki rætt við Geir Haarde vegna landsdóms Meira

Aðalfundur Landsbankinn greiðir 16,5 milljarða króna í arð á árinu.

Besta rekstrarár Landsbankans

Samþykkt var á aðalfundi Landsbankans í gær að bankinn greiddi 16,5 milljarða króna í arð á árinu 2024. Hagnaður bankans á árinu 2023 nam 33,2 milljörðum króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár var 11,6% Meira

Brúarviðgerð Búið er að koma fyrir merkingum og lækka hámarkshraða á kaflanum við Árbæjarstíflu. Í baksýn eru gömlu húsin á Árbæjarsafni.

Viðgerð að hefjast á einni af brúnum yfir Elliðaárnar

Vegfarendur beðnir að aka af varúð og sýna tillitssemi Meira

Fljótin Fólk frá Ysta-Mói er kallað Móarar og er af Mósættinni.

Mátt alls ekki heita Móari

Íbúaheiti sem nöfn hafa ekki skapað sér hefð, segir mannanafnanefnd Meira

Birgir Gunnarsson

Batnandi fjárhagur þjóðkirkjunnar

Laus undan dýrum leigusamningi í Katrínartúni • Biskupsstofa tímabundið í Grensáskirkju • Prestsbústaðir í þéttbýli seldir • Laun og launatengd gjöld langstærsti útgjaldaliðurinn Meira

Íbúðatölur borgarinnar segja ekki alla söguna

Samtök iðnaðarins gagnrýna upplýsingaóreiðu í borginni Meira

Hrönn Ólína Jörundsdóttir

Vanræksla leiddi til dauða nautgripa

Lögreglan á Norðurlandi vestra er með til rannsóknar mál sem Matvælastofnun (MAST) kærði til lögreglunnar. 29 nautgripir fundust dauðir í gripahúsi á lögbýli í umdæminu en í tilkynningu frá MAST kemur fram að 21 nautgripur til viðbótar hafi verið aflífaður á staðnum Meira

Tilfelli kíghósta orðin sex

Fjögur ný tilfelli kíghósta greindust á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Alls eru þau þá orðin sex en tvö greindust fyrr í mánuðinum. Það voru fyrstu tilfelli kíghósta sem greinst hafa hér á landi síðan árið 2019 Meira

Framkvæmdir Fyrst og fremst viðhald og endurnýjun húsbúnaðar að hluta.

Betra aðgengi og brunavarnir

Framkvæmdir við Ráðherrabústað                                         Meira

Strandveiðar Hægt verður að hefja veiðarnar í næsta mánuði. Sjómenn óttast að kvótinn klárist á miðju sumri og stöðva þurfi veiðar þá hæst stendur.

Niðurnjörvuð lög um strandveiðar

Þingmaður spurði hvort ráðherra ætlaði að „skella í lás“ • Ekki hægt að tryggja 48 daga úthald í núverandi umhverfi Meira

Bailor Ungar konur sem hafa fengið þjálfun við endurvinnslu plasts.

„Framlag okkar skiptir miklu máli“

„Við fundum loksins leiguhúsnæði fyrir sendiráðið í Freetown í byrjun apríl og núna er verið að tengja rafmagn og vatn og við stefnum á formlega opnun 2. maí næstkomandi,“ segir Ásdís Bjarnadóttir, forstöðukona nýs sendiráðs Íslands í Síerra Leóne í Afríku Meira

Ósáttur Ólafur Ragnar Grímsson var ekki ánægður með framgöngu Morgunblaðsins 1984. Myndin var tekin 1983.

Sjálfsánægðasta viðtal um árabil

Hörð ritdeila Morgunblaðsins og Ólafs Ragnars Grímssonar vegna fréttar um friðarfrumkvæði sex þjóðarleiðtoga • Ólafur Ragnar sagði blaðið gera lítið úr málinu vegna aðkomu hans sjálfs Meira

Vinnuskólinn Fjölbreytt störf bíða nemenda skólans í sumar.

Vinnuskólinn hækkar launin

Borgarráð hefur samþykkt hækkun á tímakaupi nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2024. Vinnuskólinn í Reykjavík er stærsti vinnuveitandi ungs fólks á landinu. Meginhlutverk hans er að veita nemendum úr efstu bekkjum grunnskóla uppbyggileg… Meira

Kópavogur Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi og Orri Hlöðversson formaður bæjarráðs stýra meirihlutasamstarfi í Kópavogi.

Tekjur nokkuð umfram áætlun

Tekjur Kópavogsbæjar námu í fyrra um 51,6 milljörðum króna og jukust um rúma sex milljarða króna á milli ára. Eðli málsins samkvæmt er stærsti hluti þeirra, um 37,2 milljarðar króna, útsvarstekjur sem jukust um rúma fjóra milljarða króna á milli ára Meira

Kvenfélög Vilborg segir að það sé ótrúlega skemmtilegt að vera í kvenfélagi og hún sé ánægð með að sjá að ungar konur eru að koma til starfa.

Talsverð nýliðun í kvenfélögum í dag

Ótrúlega gaman í kvenfélagi • Stuðla að betra samfélagi Meira

Skólinn verður byggður sem brú

„Djörf og fersk“ tillaga að nýjum skóla fyrir Vogabyggð • Tengir nýtt hverfi við Fleyvang • Fyrsti áfangi hins nýja skóla á að verða tilbúinn árið 2027 • Gert er ráð fyrir allt að 1.500 íbúðum í hverfinu Meira

Hálendið Túndrusvæði er m.a. að finna á hálendi Íslands.

Áhrif hlýnunar meiri en talið var

Áhrif hlýnunar loftslags á kolefnislosun úr jarðvegi á túndrusvæðum reyndust næstum fjórum sinnum meiri en áður hafði verið áætlað, samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna sem sagt er frá í grein í tímaritinu Nature sem kom út í vikunni Meira

Verk og vit 10. bekkingar voru mjög áhugasamir um tæknina sem sýnd var.

Framtíðin er björt

„Það gekk ótrúlega vel hjá okkur á Verk og vit og mjög flottir 10. bekkingar sem komu og heimsóttu okkur,“ segir Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir sem sá um skipulagningu á móttöku nemendanna fyrir hönd Samtaka iðnaðarins, en sýningin stendur yfir um helgina í Laugardalshöll Meira

Rokk Bæjarbúar lýstu yfir óánægju sinni með ákvörðun meirihlutans um að færa bókasafn bæjarins í Rokksafnið.

Rúnar Júlíusson spilaði í Hljómahöll

Um 300 manns mættu á fimmtudaginn í Rokksafn Íslands í Hljómahöll og mótmæltu ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að færa Bókasafn Reykjanesbæjar í húsnæði Rokksafns Íslands. Fram komu þjóðþekktir einstaklingar og lögðu orð í belg, meðal annarra Páll Óskar, Jakob Frímann og Bragi Valdimar Skúlason Meira

Við Børsen Brian Mikkelsen, Mette Frederiksen og Jakob Vedsted Andersen slökkviliðsstjóri ræða við blaðamenn framan við rústir Børsen í gær.

Áform um endurbyggingu ítrekuð

Illa hefur gengið að styrkja útveggi Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn sem brann á þriðjudag. Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn og þegar reynt var í gær að nota stórar klippur til að klippa vinnupalla utan af byggingunni duttu klippurnar af krananum niður í rústirnar Meira

Íran Efnt var til mótmæla gegn Ísraelsmönnum í Teheran höfuðborg Írans eftir föstudagsbænir þar í gær.

Hefndu fyrir loftárás Írana

Ísraelsher skaut þremur eldflaugum á herflugvöll í Íran • Stjórnvöld í Íran reyna að gera lítið úr árásinni • Virðist ekki hafa beinst að kjarnorkuáætluninni Meira

8% lyfjaeitrana voru vegna nikótínvara

Eitrunarmiðstöð Landspítalans bárust 2.942 skráð símtöl í eitrunarsímann á síðasta ári og fjölgaði þeim um 14% á milli ára. Að sögn Helenar Líndal, sérfræðings á eitrunarmiðstöðinni, má ætla að fjölgunin stafi fyrst og fremst af því að miðstöðin er orðin miklu sýnilegri og betur þekkt en áður var Meira

Listrænn Finnur Guðberg Ívarsson verðandi bakari er listrænn og vandvirkur og hefur mikið dálæti á því að bera fram fallegar kræsingar fyrir sig og sína.

Tíramisú frægasti ítalski eftirrétturinn

Uppskriftin fyrir helgarbaksturinn að þessu sinni kemur úr smiðju Finns Guðbergs Ívarssonar verðandi bakara en hann hefur reglulega opnað uppskriftabækur sínar fyrir lesendum Morgunblaðsins. Meira

Söngur Dísella á æfingu með Karlakór Reykjavíkur í vikunni.

Dísella er fiskur og fylgir straumnum

Dísella Lárusdóttir sópran verður sérstakur gestur Karlakórs Reykjavíkur á árlegum vortónleikum í Langholtskirkju 24., 25. og 27. apríl í næstu viku. „Ég hef ekki áður sungið með kórnum en það er mjög gaman að syngja með karlakórum og ég er… Meira