Fréttir Mánudagur, 11. október 2021

Hellisheiði Vetnisstöðin fékk nafnið Von, í tilefni vetnisdagsins.

Vetnisstöð ON fékk nafnið Von

Í tilefni af alþjóðlegum degi vetnis, sem haldinn var hátíðlegur sl. föstudag, ákvað Orka náttúrunnar (ON) að gefa vetnisstöð sinni á Hellisheiði nafn. Meira

Röðin Sjá mátti aðdáendur Bonds í Sambíóunum Egilshöll á föstudag.

Blásið í lúðra kvikmyndahúsanna

Nýjasta kvikmyndin um James Bond var frumsýnd hér á landi á föstudagskvöld. Myndin ber nafnið „No Time to Die“ og er sú tuttugasta og fimmta í röðinni af njósnaranum með einkennisnúmerið fræga. Meira

Breiðholtslaug Líkamsræktarstöð var opnuð við hlið laugarinnar árið 2017.

Vill nýja sundlaug í Breiðholti

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill að ný sundlaug verði byggð í Seljahverfinu í Breiðholti og hefur lagt fram tillögu þess efnis til skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Meira

34 látnir eftir neyslu á landa

Stjórnvöld í Rússlandi hafa tekið til við að bjóða upp á mat í skiptum fyrir áfengi eftir að 34 létust eftir að hafa drukkið landa sem innihélt eitrið metanól. Andlát af þessu tagi eru ekki óalgeng í Rússland. Meira

Ásta S. Fjeldsted

Gallað kerfi sem býr til vöruskort

Skortur á blómkáli, spergilkáli og selleríi í verslunum vegna tolla • Gagnast hvorki bændum né neytendum, segir formaður Neytendasamtakanna • Óþarfir tollar, segir framkvæmdastjóri Krónunnar Meira

Skafti Bjarnason

Best væri að malbika veginn

Mikil úrkoma og aukinn umferðarþungi hefur orðið til þess að malarvegir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru illa farnir og nánast ókeyrandi vegna holna sem í þeim eru. Meira

Milos Zeman Forsetinn er við slæma heilsu og notast við hjólastól.

Á gjörgæslu eftir óvænt úrslit

Óvissa um hver verður næsti forsætisráðherra Tékklands • Flokkur forsætisráðherrans tapaði í kosningum á laugardag • Heldur í vonina um að stýra áfram landinu • Forsetinn með lifrarsjúkdóm Meira

Á hreyfingu Hryggurinn sunnan við skriðusárið hefur verið á örlítilli hreyfingu undanfarna viku, meðal annars vegna mikillar úrkomu.

„Það er greinilega vakað yfir okkur“

Hryggurinn fyrir ofan Seyðisfjörð hreyfist á sama hraða Meira

Grænmeti Lögin voru sett árið 2019 og ollu líka hærra vöruverði í fyrra.

Gamaldags leið til að stýra neyslu

Tollar á grænmeti valda tímabundnum vöruskorti á Íslandi Meira

Rafíþróttir Mótið er á pari við Wimbledon-mótið í tennis og Tour de France.

Milljónir að veði í Laugardalshöll

Aðalkeppni heimsmeistaramótsins í tölvuleiknum League of Legends hefst í dag í Laugardalshöllinni og verða fyrstu leikir í riðlum keppninnar spilaðir. Meira

Afsögn Kurz ávarpaði þjóðina í sjónvarpsútsendingu á laugardagskvöld.

Kanslarinn Kurz hörfar í skuggann

Alexander Schallenberg, utanríkisráðherra Austurríkis, sagði í gær að „gífurlega krefjandi verkefni“ biði sín eftir að kanslarinn Sebastian Kurz tilnefndi hann sem arftaka sinn í beinu sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar á laugardagskvöld. Meira

Abdul Qadeer Khan

Þjóðarhetja Pakistana látin

Abdul Qadeer Khan lést í gærmorgun, 85 ára að aldri, af völdum Covid-19. Hann er þekktur sem „faðir pakistönsku kjarnorkusprengjunnar“. Meira

Grindahlaup Haukur Clausen og Örn Clausen á fleygiferð.

Tvíburarnir útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ

Haukur og Örn Clausen voru útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ þegar Íþróttaþing ÍSÍ fór fram í Gullhömrum á laugardaginn. Þeir eru 21. og 22. einstaklingurinn sem hljóta útnefningu í hina óáþreifanlegu höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands. Meira

Segir bresti í norræna samstarfinu

Formenn norrænu félaganna á Norðurlöndunum hafa samþykkt ályktun þar sem niðurskurði til norrænna menningarmála er mótmælt og jafnframt skorað á ríkisstjórnir Norðurlandanna að setja aukið fé til norrænna málefna. Meira

Fæðubótarefni Of mikið er um óleyfilegar fullyrðingar um meinta gagnsemi fæðubótarefna. Athugun leiddi í ljós að slíkar fullyrðingar voru helst í auglýsingabæklingum og kynningarefni, en miklu síður í merkingum varanna.

Óleyfilegar fullyrðingar algengar

MAST og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga skoðuðu markaðssetningu á fæðubótarefnum • Mikið um óleyfilegar fullyrðingar í kynningarefni og auglýsingabæklingum • Eftirlit með starfseminni Meira

Alþingi Undirbúningsnefndin ætlar að reyna að vinna málið hratt.

Undirbúningsnefnd kemur saman í dag

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa kemur saman í dag á opnum fundi klukkan 10.30. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar kveðst ætla að fundurinn taki um það bil tvo klukkutíma. Meira

Þingsæti Í þingsal eru 63 sæti. Keppt er um þau með reglubundnum hætti.

Skiptar skoðanir um endurtalninguna

Inga Þóra Pálsdóttir Logi Sigurðarson Ósætti er á meðal frambjóðenda í þingkosningunum um lögmæti Alþingis eftir endurtalninguna frægu í Norðvesturkjördæmi. Það er hvort hún eigi að standa eða hvort grípa eigi til svokallaðrar uppkosningar. Meira

Orð Hnökralaust mál ekki markmið, heldur að láta rödd sína heyrast, segir Sigríður Fossberg Thorlacius.

Skilningur þeirra sem á mál okkar hlusta er mikilvægur

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við sem stömum þurfum tíma til að tala. Fyrst og fremst biðjum við samt um skilning samfélagsins og þeirra sem á mál okkar hlusta. Slíkt er afar mikilvægt,“segir Sigríður Fossberg Thorlacius, formaður Málb Meira

Óvenjulegir skjálftar merki um líf

Á þriðja tug skjálfta í Ljósufjallakerfinu á fjórum mánuðum • Ekki gosið síðan á landnámsöld • Engar spár um eldgos í kortunum en ástæða til að fylgjast með • Eldgos yrði lítið á þessum stað Meira

Verslunarkona Þjónusta við fólk og mikilvægt að sinna öllu með opnum huga, segir Fanney – hér með grasker í grænu deildinni í Austurveri.

Appelsínur og tómatar

35 ára ferill Fanneyjar Kim Du • Ávextir og grænmeti • Starfsmenn Krónunnar endurspegla fjölbreytt samfélag Meira