Menning Miðvikudagur, 25. janúar 2023

Gleði Skúli Sigurðsson, Arndís Þórarinsdóttir, Ragnar Stefánsson og Pedro Gunnlaugur Garcia voru að vonum glaðbeitt á Bessastöðum í gær þegar þau voru verðlaunuð fyrir ritstörf sín.

„Ómetanleg viðurkenning“

Pedro Gunnlaugur Garcia, Arndís Þórarinsdóttir og Ragnar Stefánsson hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár • Skúli Sigurðsson hlaut Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann Meira

Ævintýri Í House of the Dragon er mikið drama.

Popp og hámhorf undir sæng

Í kuldatíðinni undanfarið skal það viðurkennt að best finnst mér að liggja undir heitri sæng, með popp í skál og glápa á flatskjáinn á veggnum. Þar sem fjarstýringin sem stýrir Netflix hefur eitthvað verið að stríða mér upp á síðkastið hef ég haldið mig við það sem innlendu fyrirtækin bjóða upp á Meira

Sara tilnefnd til Óskarsverðlauna

Stutta teikni­mynd­in My Year of Dicks hlýtur til­nefn­ingu til Óskar­s­verðlaun­anna í ár en henni er leikstýrt af Íslendingi, Söru Gunnarsdóttur. Myndin er fram­leidd af Pamelu Ri­bon fyr­ir FX Network Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Mánudagur, 30. janúar 2023

Vinnustofa Myndlistarkonan Nína Tryggvadóttir í vinnustofu sinni í Iðnskólanum í Reykjavík 1956.

Furðusending frá öðru menningarsviði

Bókarkafli Abstrakt – Geómetría á Íslandi 1950 – 1960 segir frá einu gróskumesta tímabili íslenskrar listasögu. Höfundur megintexta bókarinnar er Ásdís Ólafsdóttir en Ólafur Kvaran ritstýrir verkinu. Meira

Í Vík Stereo Hypnosis með Hans-Joachim Roedelius í Víkurkirkju árið 2016.

Spunnið í Víkurkirkju og Iðnó

Stereo Hypnosis gefur út plötuna Vík sem hefur að geyma upptökur með Hans-Joachim Roedelius og Eraldo Bernocchi • Lífrænn sveimur og spuni Meira

Laugardagur, 28. janúar 2023

Þríeykið Nína Dögg Filippusdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Gísli Örn Garðarsson í hlutverkum sínum í Ex.

Týna sér í kapphlaupi tímans

Annað verkið í Mayenburg-þríleiknum, Ex, frumsýnt • Fyrrverandi kærasta bankar upp á á heimili fyrirmyndarhjóna um miðja nótt • Leikararnir segja traust lykilinn að góðu samstarfi Meira

Flytjendur Tinna Þorvalds Önnudóttir og Júlía Mogensen.

Ný kammerópera í Mengi

Kammerópera eftir Önnu Halldórsdóttur við ljóða­bókina Ástin ein taugahrúga – Enginn dans við Ufsaklett Meira

Formað Allt er blátt er metnaðarfullt og óvenju fágað verk.

Hér sé æskuljómi

Tvö kornung tónskáld létu að sér kveða á síðasta ári með athyglisverðum skífum. Áslaug Dungal gaf út gítarplötuna Óviss á meðan Iðunn Einars gaf út hina nútímatónlistarlegu Allt er blátt. Meira

Nýtt upphaf Van de Perre á lestarstöð í Lundúnum árið 1947. Þar settist hún að eftir stríð.

„Dulnefnið bjargaði lífi mínu“

„Má ég biðja þig um að tala svolítið hægar, ég er yfir 100 ára sjáðu til og frekar gömul.“ Þannig hefst samtal okkar Selmu van de Perre, hollensks gyðings og andspyrnuhetju sem lifði af fangabúðir nasista Meira

Aðalbjörg Árnadóttir

105 milljónir króna til 13 hópa

Tilkynnt hefur verið hvaða ­atvinnu­sviðslistahópar fá úthlutað úr Sviðslistasjóði í ár. Alls bárust 111 umsóknir þar sem sótt var um ríflega 1,1 milljarð króna í Sviðslistasjóð (SLS) og 1.273 mánuði í launasjóð sviðslistafólks (LML) Meira

ReykjavíkBarokk Hluti hópsins sem kemur fram. Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Guðný Einarsdóttir, Ásta Sigríður Arnardóttir og Diljá Sigursveinsdóttir.

Mótettusafn Lucreziu flutt

ReykjavíkBarokk í Breiðholtskirkju í dag kl. 15.15 l  400 ár eru nú í janúar liðin frá útgáfu mótettusafnsins Meira

Föstudagur, 27. janúar 2023

Þverstæða „Við þurfum enn að horfast í augu við þá þverstæðu raunveruleikans að til að mannlífið sé bærilegt þurfa bæði Sade og Marat að hafa rétt fyrir sér. Við þurfum jöfnuð og réttlæti, en líka frelsi,“ segir í rýni um uppfærslu Lab Loka á Marat/Sade eftir Peter Weiss í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar.

Rannsóknarskýrsla fyrsta lýðveldisins

Borgarleikhúsið Marat/Sade ★★★★· Eftir Peter Ulrich Weiss. Íslensk þýðing: Árni Björnsson. Leikstjórn: Rúnar Guðbrandsson. Leikmynd og búningar: Ingibjörg Jara Sigurðardóttir og Filippía Elísdóttir. Tónlist: Richard Peaslee. Tónlistarstjórn og hljóðmynd: Guðni Franzson. Lýsing: Arnar Ingvarsson. Sviðshreyfingar: Valgerður Rúnarsdóttir. Leikarar: Arnar Jónsson, Arnfinnur Daníelsson, Ásgeir Ingi Gunnarsson, Árni Pétur Guðjónsson, Eggert Þorleifsson, Guðmundur Ólafsson, Halldóra Harðardóttir, Hanna María Karlsdóttir, Harald G. Haralds, Helga Jónsdóttir, Jón Hjartarson, Jórunn Sigurðardóttir, Júlía Hannam, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Reynir Jónasson, Reynir Sigurðsson, Sigurður Skúlason, Sigurður Karlsson, Viðar Eggertsson, Þórhallur Sigurðsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Sviðslistahópurinn Lab Loki frumsýndi í samstarfi við Borgarleikhúsið á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudaginn 20. janúar 2023. Meira

Litadýrð Eggert og Butterly með litrík verk Eggerts í bakgrunni á sýningunni sem opnuð var í i8 fyrir viku.

Þrjóska frekar en þolinmæði

Eggert Pétursson og hin bandaríska Kathy Butterly sýna saman í galleríinu i8 • „Við erum bæði að fjalla um nánd með ólíkum hætti,“ segir Butterly um þau Eggert • Olíumálverk og skúlptúrar Meira

Jóhann Hlíðar Verður hann fulltrúi Írlands?

Fréttaritari Bylgjunnar í Júróvisjón

Fréttamenn Bylgjunnar eru frægir fyrir að lifa sig inn í viðfangsefni sín og jafnvel sogast sjálfir inn í fréttirnar sem þeir eru að segja þjóðinni. Frægt var til dæmis þegar Snorri Másson lést, reis upp frá dauðum og gerðist bæjarstjóri á Akureyri – allt í einum og sama hádegisfréttatímanum Meira

Fimmtudagur, 26. janúar 2023

Ísak Freyr Hinriksson förðunarmeistari kennir íslenska kvenpeningnum að töfra fram það besta.

Ísak farðar Lilju Pálmadóttur og notar engar 50 vörur á andlitið

Einn eftirsóttasti förðunarfræðingur landsins, Ísak Freyr Helgason, býr í Lundúnum. Hann er staddur á Íslandi um þessar mundir. Á laugardaginn ætlar hann að kenna íslenskum konum, sem liggja ekki á TikTok og Instagram, að farða sig. Á námskeiðinu mun hann farða Lilju Pálmadóttur með snyrtivörum frá YSL. Meira

Kanarí Pálmi og Máni úr sketsaþáttunum Kanarí ræddu um samnefnda þætti á K100.

Erfitt að keppa við Kanaríferðir

Litlu mátti muna að þættirnir Kanarí hefðu heitið eitthvað allt annað. Nafnið Kanarí hefur þó valdið sketsahópnum örlitlum vandræðum. Meira

Marta Nordal

Chicago aldrei átt sterkara erindi

Söngleikurinn Chicago frumsýndur í Samkomuhúsinu á Akureyri • „Einn flottasti og skemmtilegasti söngleikur allra tíma sem hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Marta Nordal Meira

Í Hörpu Áskell með darabúku á æfingu í Hörpu í fyrradag. Eins og sjá má er einbeitingin mikil bæði hjá honum og hljómsveitinni að baki honum.

Lofar einstakri trommuupplifun

Áskell Másson kemur fram sem einleikari með sinfóníuhljómsveit í fyrsta sinn á tónleikum Myrkra músíkdaga í kvöld og leikur á darabuka-trommu • Fimm verk á efnisskrá kvöldsins Meira

Á sýningu Hluti verks eftir Marie Lukacová, „Vagina l“, frá 2022.

Brot af annars konar þekkingu

Sýningin Brot af annars konar þekkingu verður opnuð í Nýlistasafninu í Marshallhúsinu í dag, 26. janúar, kl. 17 og verður opið til kl. 21. Á sýningunni er stiklað á stóru í þriggja ára rannsóknarverkefni og sýningaröð sem nefnist Annars konar… Meira

Flipp Endurgerð Hazanavicius á japanskri uppvakningagrínmynd er bráðskemmtileg. Hér má sjá þau Bérénice Bejo, Matildu Önnu Ingrid Lutz og Finnegan Oldfield í hlutverkum leikara að leika í uppvakningamynd.

Ruglað í rýninum

Bíó Paradís Coupez! ★★★★· Leikstjórn: Michel Hazanavicius. Handrit: Michel Hazanavicius og Ryoichi Wada. Aðalleikarar: Matilda Anna Ingrid Lutz, Bérénice Bejo, Finnegan Oldfield, Romain Duris og Simone Hazanavicius. Frakkland, 2022. 110 mín. Meira

Skuggabrúin Í Skuggabrúnni leiðir höfundurinn Ingi Markússon lesanda inn í hrollkalda og töfrandi veröld.

Töfrandi og hrollkaldur heimur

Skáldsaga Skuggabrúin ★★★★½ Eftir Inga Markússon. Lesin af Jóhanni Sigurðarsyni, Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur og Haraldi Ara Stefánssyni. Storytel, 2022. Meira

Rithöfundur Rússneski myndlistarmaðurinn Vasily Perov fangaði Dostojevskí á málverki frá árinu 1872.

Frá sýndaraftöku í faðm kvenna

Ævisaga Dostojevskí og ástin ★★★★· Eftir Alex Christofi. Áslaug Agnarsdóttir þýddi. Ugla, 2022. Kilja, 416 bls. með eftirmála og tilvísana- og heimildaskrám. Meira

Á flótta David Janssen í hlutverki læknisins.

Lopinn teygður – og teygður

Sjónvarpsþáttaraðir tröllríða streymisveitum um þessar mundir. Listin við að gera slíkar raðir er að mjatla út upplýsingum hægt og bítandi, nógu hratt til að halda athyglinni, en ekki of hratt til að gátan leysist Meira

Þriðjudagur, 24. janúar 2023

Við Tjarnarbíó Edda Björg fyrir framan Tjarnarbíó þar sem Venus í feldi verður sýnt.

Hver drottnar yfir hverjum?

Leikritið Venus í feldi frumsýnt á fimmtudag í Tjarnarbíói • Erótík, völd og barátta kynjanna l  „Mörkin sem maður telur vera svo skýr breytast,“ segir leikstjórinn Edda Björg Eyjólfsdóttir Meira

Söngur Mezzósópraninn Rosie Middleton er einn meðlima hópsins p.e.r.s.o.n.a.l.c.l.u.t.t.e.r en hún mun einnig halda sólótónleika.

Fagna íslenskri samtímatónlist

Hátíðin Myrkir músíkdagar haldin 24.-29. janúar • Verk íslenskra tónskálda frumflutt • Einn fremsti strengjakvartett á sviði samtímatónlistar • Nútímalegar óperur og önnur söngverk Meira

Idol Maður er ekki alltaf sammála dómnefndinni.

Ber er hver að baki nema sér Idol eigi

Ég var staddur í sjampóinu í kjörbúðinni þegar síminn hringdi. Hver hringir núna? hugsaði ég undrandi með mér. Það var þá maður sem vildi selja mér áskrift að Stöð 2+. Idolið væri að byrja aftur eftir langt hlé og ég gæti ekki verið þekktur fyrir að missa af því Meira