Fréttir Laugardagur, 18. mars 2023

Viðar Halldórsson

Tæknin hefur tekið yfir samfélagið

„Tæknin er búin að taka yfir samfélagið og í mínum huga er misskilningur að hún sé viðbót við það sem fyrir var. Hún umbreytir öllu sem fyrir var,“ segir dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Sunnudagsblaðið Meira

Vilhjálmur Árnason

Áhyggjur af sáttmálanum

Vilhjálmur Árnason segir brýnt að endurskoða samgöngusáttmálann • Gerir athugasemdir við ferlið • Stórum atriðum lokið á 3 mánuðum án aðkomu þings Meira

Veitur Kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og VM við Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun var vísað til ríkissáttasemjara 9. febrúar.

Þolinmæðin sögð á þrotum

Viðræður RSÍ og VM við Orkuveitu Reykjavíkur sagðar hafa siglt í strand en hefur ekki verið slitið • Óformleg samtöl í gangi • Ræða næstu skref á mánudag Meira

Haraldur Benediktsson

Segir ný tækifæri opnast

Haraldur Benediktsson tekur við af Sævari Frey sem bæjarstjóri á Akranesi • Teitur Björn tekur sæti hans á þingi Meira

Formannsræða Katrín Jakobsdóttir kom víða við í ræðu sinni á landsfundi Vinstri grænna í gær og sagði mótvindinn töluverðan um þessar mundir.

Tækifæri í mótvindi fyrir Vinstri græna

Formaður flokksins ávarpaði flokk sinn á landsfundi VG Meira

Málið verði kannað betur

Fulltrúar fyrirtækja í nágrenni gatnamóta Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs og Sæbrautar funduðu í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna áforma borgaryfirvalda um breytingar á umræddum gatnamótum. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu í vikunni á… Meira

Eldsvoði Bústaðurinn var alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Bústaður brann til kaldra kola

Sumarbústaður við Apavatn brann til kaldra kola í gærmorgun. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar á vettvang upp úr klukkan sjö í gærmorgun vegna elds sem hafði kviknað og varð fljótlega ljóst að um bústað var að ræða Meira

Sorpurðun Mikið af dýraleifum er urðað í leyfisleysi á viðurkenndum sorpurðunarstöðum og óljóst virðist hvað verður um enn meira magn sem til fellur í landinu. Ísland stendur ekki við skuldbindingar EES-samningsins.

Söfnunarkerfi fyrir allt landið

Frágangur dýraleifa er sagður í miklum ólestri og mikið urðað í leyfisleysi • Umhverfisfræðingur leggur til að komið verði upp heildstæðu söfnunar- og flutningskerfi fyrir dýraleifar af öllu landinu Meira

Sólarmegin Erlendir ferðamenn settust niður í Hafnarstræti og nutu veitinga. Þeir voru að vonum kappklæddir.

Mars óvenju sólríkur en kaldur í borginni

Sólskinsstundir voru óvenju margar í Reykjavík fyrstu 15 daga marsmánaðar, eða 105. Trausti Jónsson veðurfræðingur vekur athygli á þessu á Hungurdiskum á Moggablogginu. Sömu daga hafa aðeins tvisvar mælst fleiri sólskinsstundir, árin 1947 og 1962 Meira

Ásta S. Fjeldsted

Festi stefnir á kaup á Lyfju

Festi, móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, ætlar að hefja viðræður við SID ehf. um kaup á Lyfju hf. Samkomulag er um að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna. Endanlegt kaupverð ræðst af skuldastöðu félagsins við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma Meira

Gunnhildur Óskarsdóttir

Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður styrktarfélagsins Göngum saman, lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 17. mars 2023. Gunnhildur fæddist 25. október 1959, dóttir hjónanna Unnar Agnarsdóttur og Óskars H Meira

Halla fékk flest atkvæði í stjórn VR

Kjörtímabil nýkjörinna fulltrúa hefst á aðalfundi í lok mars Meira

Spjallmenni svara spurningum íbúanna

Fjölmörg sveitarfélög ætla síðar á árinu að taka í notkun svokölluð spjallmenni sem sinna munu einföldum fyrirspurnum íbúa á heimasíðum sveitarfélaganna. Um er að ræða verkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga Meira

Ferðamenn Halda á betur utan um tölfræði ferðaþjónustunnar.

SAF með nýtt mælaborð

Árstíðasveifla í ferðaþjónustunni hefur minnkað en hún er mismikil eftir landshlutum. Þetta má glöggt sjá í nýjum gagnagrunni, Mælaborði SAF. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um umsvif ferðaþjónustunnar á einum stað sem hafa til þessa verið á ýmsum … Meira

Bessastaðir Krakkar frá Downs-félaginu með Guðna forseta, f.v. Arna Dís, Katla Sif og Jón Árni, ásamt Saadiu, stuðningsfulltrúa sínum.

Guðni fékk sokka og boli

Fulltrúar frá Downs-félaginu mættu til Bessastaða í gærmorgun og gáfu Guðna Th. Jóhannessyni forseta sokkapar og tvo boli, hannaða fyrir alþjóðlega Downs-daginn sem verður nk. þriðjudag. Þær Arna Dís og Katla Sif, sem báðar eru með Downs-heilkennið, … Meira

Amager Sorpbrennsla sem staðsett er í Kaupmannahöfn í Danmörku.

Brennsla á sorpi áfram til skoðunar

Á stjórnarfundi hjá Sorpu á dögunum var framkvæmdastjóra fyrirtækisins falið að vinna áfram að könnun á fýsileika á uppbyggingu á sorpbrennslu, gerð viðskiptaáætlana og halda áfram samtölum við hagaðila á vettvangi úrgangsmála um uppbyggingu á sorpbrennslu Meira

Brauðið Jóhannes, Jóna Freysdóttir og Sigríður Klara Böðvarsdóttir, báðar frá Lífvísindasetrinu, fylgjast með Jóni Atla skera sneiðina.

Lætur fé af hendi rakna

Fimm styrkir til grunnrannsókna á krabbameini voru afhentir í vikunni en upphæðina lét Jóhannes Reynisson, stofnandi Bláa naglans, renna til Háskóla Íslands í þeim tilgangi. Alls gaf Jóhannes liðlega 2,4 milljónir króna og var upphæðinni skipt niður til fimm styrkþega Meira

<strong>Handrit</strong> Búist er við að nokkur íslensk skinnhandrit sem enn eru í Danmörku verði lánuð á handritasýningu sem opnuð verður á næsta ári.

Danir hafa tekið vel í beiðni um handritalán

Árnasafn í Kaupmannahöfn hefur tekið vel í beiðni Árnastofnunar hér á landi um langtímalán á íslenskum skinnhandritum til sýningar í hinu nýja Húsi íslenskunnar. Beiðnin er nú til formlegrar meðferðar hjá safninu og er að vænta endanlegs svars bráðlega Meira

Listamaður Sindri hefur einbeitt sér að svipsterkum andlitsmyndum.

Sindri valinn listamanneskja ársins

Sindri Ploder var útnefndur listamanneskja hátíðarinnar List án landamæra 2023 og Myndlistarhópur Hlutverkaseturs var valinn listhópur hátíðarinnar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opinberaði valið við sérstaka athöfn í Safnahúsinu síðdegis í gær Meira

Einstakt Ástin er gjarnan í loftinu hjá unga fólkinu á Þjóðhátíð í Eyjum.

Styttist óðum í veisluhöld sumarsins

Spennandi sumar fram undan • Fiskidagurinn mikli haldinn í fyrsta sinn síðan 2019 • Rúmlega helmingur miða þegar seldur á Bræðsluna • Þrjú stór nöfn tilkynnt á Þjóðhátíð og von á fleirum Meira

Hornafjörður Fjöldi einstaklinga og félagasamtaka var heiðraður á menningarhátíðinni á Höfn nýverið.

Menningunni á Höfn til heilla

Mjög gott atvinnuástand er í héraðinu, vetrarvertíð og loðnuveiði með besta móti, ferðamenn fjölmennir sem aldrei fyrr á þessum árstíma og mikil bjartsýni varðandi þetta ár. Miklar byggingaframkvæmdir standa yfir, m.a Meira

Gufunesið Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu undanfarin misseri.

Felldu tillögu um bættar samgöngur við Gufunesið

Tillaga sósíalista var afgreidd rúmlega einu ári eftir að hún var lögð fram Meira

Toyota Fólk á sýningu. Land Cruiser, stundum nefndur Íslandsbíllinn.

Jeppasýning Toyota í dag

Árleg jeppasýning Toyota í Kauptúni í Garðabæ er í dag, laugardaginn 18. mars. Opið verður frá kl. 12 til 16 og þá gefst gestum kostur á að sjá allt það helsta sem Toyota hefur upp á að bjóða. Á sýningunni verða fjórhjóladrifsbílar eins og Yaris… Meira

Hlutur íslenskra fjárfesta eykst

Fjárfestingar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í sjóeldisfyrirtækjum breyta landslaginu í eignarhaldi í fiskeldi • Nokkur félög eru enn í hreinni íslenskri eigu • Enn unnið að fjármögnun landeldisstöðva Meira

Ályktun Lögreglumenn segja rafvarnavopn auka öryggi almennings.

Fagna frumvarpi dómsmálaráðherra

Landssamband lögreglumanna sendi frá sér ályktun í gær þar sem þeir árétta fyrri ályktanir um mikilvægi heimildir lögreglu til að bera rafvarnavopn í tilefni umræðu um frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra Meira

Breytingar Nökkvi, Gunnar og Alexandra áttu Swipe saman en nú hefur leiðir þeirra skilið.

Eigendur hver í sína áttina

Nökkvi með nýtt fyrirtæki í Lundúnum, Mintseer • Þróar hugbúnað fyrir áhrifavalda • Vilja ná 23 milljarða króna tekjum • Swipe einbeitir sér að Íslandi Meira

Orrusta Úkraínskir hermenn sjást hér skjóta af M777-hábyssu á stöður Rússa við Bakhmút í Donetsk-héraði.

Kalla eftir handtöku Pútíns

Selenskí fagnar „sögulegri ákvörðun“ alþjóðlega sakamáladómstólsins • Rússar segja handtökuskipunina ekki hafa neitt gildi • Tyrkir stefna að staðfestingu Finna Meira

Oddný Þóra Óladóttir

Mikil ánægja ferðamanna á Íslandi

Nánast allir, eða 97% aðspurðra í nýrri könnun Ferðamálastofu á hegðun, upplifun og samsetningu ferðamanna á Íslandi, sögðu að náttúra landsins væri helsta aðdráttaraflið. Þá er áhugi á norðurslóðum og náttúrutengd afþreying nefnd sem stór þáttur í þeirri ákvörðun að koma til Íslands Meira

Í Galleríi Gróttu Elín Þóra Rafnsdóttir opnar sýningu sína í dag.

Óvænt sjónarhorn og nýjar víddir

„Ég hef verið í skapandi stuði að undanförnu og gaman er að sýna afraksturinn,“ segir Elín Þóra Rafnsdóttir, sem opnar myndlistarsýningu sína „Samofið“ í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi klukkan 14 í dag og verður opið til kl Meira