Andríki fjallar um sóttvarnir og reynsluna af kórónuveirufaraldrinum og rifjar upp orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í upphafi hans: „Við erum ekki að reyna að stoppa faraldurinn algjörlega. Við getum það ekki. Af hverju erum við ekki að reyna það? Jú ef við myndum gera það þá myndum við bara fá toppinn seinna.“ Þetta séu svipuð sjónarmið og hjá starfsbróður Þórólfs í Svíþjóð, Anders Tegnell. Meira
Og því má bæta við um ógóð tilþrif þegar viðbrögðin virðast fumkennd og boðskapur helstu valdamanna er allur á skjön. Það kom í hlut fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Janet Yellen, sem hafði það forskot á aðra að hafa áður gegnt embætti aðalseðlabankastjóra Bandaríkjanna, að segja opinberlega hvernig stórveldið myndi bregðast við. Meira
Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segist í samtali við Morgunblaðið á laugardag hafa kallað eftir því að samgöngusáttmálinn yrði endurskoðaður. Vilhjálmur gerir athugasemdir við stjórnskipun sáttmálans, fjárhagsleg … Meira
Ragnar Þór Ingólfsson, nýendurkjörinn formaður VR, segist „ótrúlega ánægður með niðurstöðurnar“ eftir að úrslit í formannskosningunni lágu fyrir. Það er út af fyrir sig kostur þegar menn eru nægjusamir, en það er þó ekki mjög trúverðugt þegar sitjandi formaður sem farið hefur mikinn um langt skeið fær 57% greiddra atkvæða gegn alveg óþekktum frambjóðanda sem fær tæp 40%. Það segir sitt um ánægju félagsmanna í VR með formann sinn. Meira
Rætt var við Heiðmar Guðmundsson, lögfræðing hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, í ViðskiptaMogganum í gær. Þar sagði hann: „Það er afar mikilvægt að íslenskur sjávarútvegur standist samkeppni á alþjóðlegum markaði, þar sem 98% af íslensku sjávarfangi eru seld. Það á ekki einungis við um útgerðir heldur einnig fiskvinnslu. Meira
Ísland stendur frammi fyrir miklum vanda verði ekki gripið hratt inn í Meira
Ríkið á ekkert með að þvinga sveitarfélög til sameiningar eða skattahækkana Meira
Formaður kærunefndar útlendingamála mætti á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær til að ræða viðbótarvernd fólks frá Venesúela sem hingað hefur leitað í stríðum straumum. Ísland er eitt Evrópuríkja um að hafa veitt slíka viðbótarvernd, en það var gert með úrskurði kærunefndarinnar og hefur reynst Íslandi óheyrilega kostnaðarsamt. Formaðurinn reyndi að verja afstöðu kærunefndarinnar og taldi að þegar ástandið í Venesúela væri skoðað heildstætt mætti réttlæta hana. Hann taldi ófært að taka út einstök atriði og ræða þau, líkt og Birgir Þórarinsson nefndarmaður gerði ágætlega. Meira
Bergþór Ólason segir: „„Fit for 55“ sem hljómar eins og æfingaáætlun einhvers í miðlífskrísu er í raun skattlagningarplan Evrópusambandsins og leggst á um næstu áramót. Meira