Fréttir Fimmtudagur, 25. maí 2023

Verðbólga Katrín Jakobsdóttir segir efnahagsmálin í forgangi.

„Verðbólgan er verkefnið“

Ríkisstjórnin styður Seðlabankann í sínum verkefnum, segir forsætisráðherra l  Vaxtahækkun skilaboð til vinnumarkaðarins l  Aukið aðhald mögulegt hjá ríkinu Meira

Fjölmennt Þétt var setið í Öskju í gærkvöldi á íbúafundi um nýtt deiliskipulag fyrir Skerjafjörð. Ráð er gert fyrir að íbúafjöldinn muni sexfaldast.

Íbúar fjölmenntu á fund

Fjöldi íbúa í Skerjafirði lagði leið sína á íbúafund í Öskju í gær þar sem fyrirhuguð íbúðabyggð í Skerjafirði var rædd. Fyrir fundinum stóð Prýðisfélagið Skjöldur. Með nýrri byggð er áætlað að íbúafjöldi sexfaldist Meira

Málþing Jón Snædal öldrunarlæknir fjallaði um alzheimersjúkdóminn og nýjustu meðferðir við honum á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær.

Áhrifarík meðferð við alzheimer

Jón Snædal fjallar um nýja þekkingu á sviði alzheimer • Nákvæmari aðferðir við greiningu sjúkdómsins • „50 árum á eftir hjartasjúkdómum“ • Líftæknilyf lofa góðu við meðferð á alzheimer Meira

Skarfabakki Gámum hefur verið raðað við bráðabirgðamóttökuhús Faxaflóahafna til að verja það fyrir vindi.

Röskun á áætlun skemmtiskipa

Stórt skemmtiferðaskip sneri frá landinu og fór til Englands • Annað stórt skip frestaði farþegaskiptum í Reykjavík og lónaði úti fyrir Vestfjörðum • Tekjutap fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki Meira

Stund milli stríða Margir lífeyrisþegar hrökkva við þessa dagana þegar þeir fá rukkun frá Tryggingastofnun vegna ofgreidds lífeyris á síðasta ári.

Fjármagnstekjur rugluðu tekjuáætlanir

Óvenjumargir lífeyrisþegar í skuld • Tryggingastofnun reynir að fá meiri opinberar upplýsingar til að geta leiðrétt áætlanirnar Meira

Dómur Áheyrendur í Héraðsdómi.

Neitaði sök fyrir dómi

Hjúkrunarfræðingur, sem er ákærður fyrir að hafa orðið sjúklingi að bana með því að þvinga ofan í hann næringardrykk með þeim afleiðingum að sjúklingurinn kafnaði, neitaði sök þegar aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær Meira

Páll Sigurjónsson verkfræðingur

Páll Sigurjónsson, fv. framkvæmdastjóri Ístaks, lést þriðjudaginn 23. maí á 92. aldursári. Páll fæddist í Vestmannaeyjum 5. ágúst 1931. Foreldrar hans voru þau sr. Sigurjón Þ. Árnason, prestur í Reykjavík, og Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins húsmóðir Meira

Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á skrifstofu sinni í stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu.

Stjórnin styður Seðlabankann

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali • Segir stöðuna snúna en stöðu Íslands betri en margra l  Langtímakjarasamningar æskilegastir l  Frekara aðhald í ríkisrekstri kann að reynast nauðsynlegt Meira

Skjálfandafljót Unnið hefur verið að endurbótum á brúnni um árabil.

Stórir bílar bannaðir á brúnni

Steypuskemmdir á brúnni yfir Skjálfandafljót • Ný brú í notkun árið 2028? Meira

Sundahöfn Bakkafoss lestar gáma á athafnasvæði Eimskips í vikunni.

Bakkafoss verður í Ameríkusiglingum

Bakkafoss, nýtt gámaskip í þjónustu Eimskips, kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur á mánudaginn. Það á að sigla á Norður-Ameríkuleið félagsins og lagði af stað í sína fyrstu ferð í gær. Nú eru 15 flutningaskip í siglingum fyrir Eimskip Meira

Seðlabankinn slær harðari tón en áður

Seðlabankastjóri segir vinnumarkað þurfa að sýna ábyrgð Meira

Umræða Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, og Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Arion banka, eru gestir Dagmála á mbl.is.

Fleiri þurfi að axla ábyrgð á stöðunni

Viðbrögð við vaxtahækkunum Seðlabankans rædd í Dagmálum Meira

Heimsókn Sveinn Sölvason og Dagur B. Eggertsson ræða við úkraínskan hermann að nafni Sergei sem mun brátt fá stoðtæki frá Össuri.

Áfram samstarf um endurhæfingu

Össur hf. og Unbroken Medical Center í Lviv í Úkraínu semja um áframhaldandi heilbrigðisþjónustu l  Borgarstjórar Reykjavíkur og Lviv skrifuðu undir samkomulag um samvinnu borganna tveggja  Meira

Dómkirkjan Ágústa var í stjórn kirkjunefndar kvenna í Dómkirkjunni.

Ástríðan fólst í að efla starf kirkjunnar

Trúfesti, samviskusemi, umhyggja og glaðværð voru allt persónueinkenni Ágústu K. Johnson, ritara í Seðlabankanum um áratugabil, en Ágústa var trúuð kona og virk í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar alla tíð Meira

Framhald Höfundarnir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Dóri DNA vinna að annarri þáttaröð af Aftureldingu.

Erfitt að sleppa tökum af persónunum

Önnur þáttaröð af Aftureldingu á teikniborðinu eftir miklar vinsældir þeirrar fyrstu • Sýningar hefjast í Danmörku og Svíþjóð á næstunni • Sölufyrirtæki kynnir þættina um allan heim Meira

Í Hæstarétti Claudia Sofia Coelho var eini sakborningurinn sem fylgdist með málflutningnum í Rauðagerðismálinu í Hæstarétti í gær.

Hæstiréttur fjallar um refsingar í Rauðagerðismáli

Hugsanlega skorti lagaheimild til að þyngja dóm úr 16 ára fangelsi í 20 ár Meira

Stoltur Valgeir Valgeirsson bruggaði Lava fyrst árið 2007 og er ánægður með að bjórinn njóti enn vinsælda.

Bjórinn Lava hlaut tvöföld gullverðlaun

Ölvisholt með þrenn verðlaun á European Beer Challenge Meira

Hafnarfjörður Guðrún Árný Karlsdóttir ásamt Rósu Guðbjartsdóttur.

Tók syngjandi glöð við fyrstu tunnunni

Dreifing á nýjum tvískiptum sorpílátum hófst á Holtinu í Hafnarfirði í vikunni. Guðrún Árný Karlsdóttir, söngkona, kennari og íbúi á Holtinu, tók syngjandi glöð á móti nýju íláti, plastkörfu og bréfpoka fyrst allra íbúa í Hafnarfirði, að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ Meira

Nýbygging Svona leit Orkuveituhúsið út áður en ráðist var í endurbætur og breytingar á því.

Orkuveituhúsið á lokametrunum

Endurbygging hefur staðið yfir í tvö ár • Sérfræðingar í myglusveppaþrifum taka nú til starfa Meira

Við Kjarvalsstaði Sólin skein skært þegar forsetarnir Pompidou og Nixon komu til fundarins fyrsta daginn. Margmenni beið þeirra á fundarstaðnum.

Göngutúr Nixons stærsta fréttin

Um næstu mánaðamót eru liðin 50 ár frá fundi tveggja af valdamestu leiðtogum heims í Reykjavík, Nixons og Pompidou • Forsetarnir ánægðir með framkvæmd fundarins • 400 blaðamenn komu Meira

Léttir Samstarfsfélagarnir Bragi og Þór hafa lengi selt Íslendingum miða á viðburði erlendis.

Oftast hægt að redda miðum

Gífurleg eftirspurn hjá Íslendingum eftir miðum á viðburði erlendis • Reyndur miðasali telur að heimsfaraldurinn gæti hafa breytt hugsunarhættinum • Miðar seljast fljótt upp í Bandaríkjunum Meira

Þórshöfn Milliveggur í anddyri Kistunnar er skreyttur listaverkum eftir leikskólabörnin á Barnabóli. Íbúar gátu kynnt sér starfsemi Kistunnar á opnu húsi.

Komdu og skoðaðu í kistuna mína

Þekking og þróun í Kistunni á Þórshöfn • Nýtt atvinnu- og nýsköpunarsetur • Þekkingarnet Þingeyinga þar til húsa og ýmis önnur starfsemi • Langanesbyggð bauð íbúum á kynningu Meira

Matthildur Bjarnadóttir

Ráðin prestur í Garðabæ

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Tvær umsóknir bárust og var önnur þeirra dregin til baka. Hin var frá séra Matthildi Bjarnadóttur og hefur hún verið ráðin Meira

Laxveiði Veiðimaður rennir fyrir lax í Laxá í Kjós fyrir nokkrum árum.

Rafræn skráning á veiði

Á komandi veiðisumri er gert ráð fyrir því að öll stang- og netaveiði á laxi og silungi hér á landi verði skráð rafrænt. Hafrannsóknastofnun hefur í samstarfi við Fiskistofu opnað aðgang fyrir rafræna skráningu á veiði og er hægt að nálgast… Meira

Belgorod Hér má sjá eina af myndunum sem Rússar birtu, sem eiga að sýna brynvarin farartæki skæruliðanna.

Verði svarað af fullri hörku

Úkraínumenn og Bandaríkin neita allri aðild að innrás skæruliðanna í Belgorod • Rússar breyta nafni Bakhmút • WHO fordæmir árásir Rússa á sjúkrahús Meira

Risi Gerald R. Ford, stærsta herskip í heimi, siglir hér inn Oslóarfjörð.

Rússar mótmæla Gerald R. Ford

Bandaríska flugmóðurskipið Gerald R. Ford, sem er stærsta herskip í heimi, heimsótti í gær Osló, höfuðborg Noregs, og verður skipið þar næstu daga áður en það heldur til heræfinga á norðurslóðum. Skipið, sem er kjarnorkuknúið, er 337 metrar að lengd og vegur meira en 100.000 tonn Meira

Verkfallsvarsla Gengið var um ganga Hörðuvallaskóla um miðjan dag í gær, til þess að sinna verkfallsvörslu.

Sér ekki fyrir endann á verkföllum BSRB

Verkföll aðildarfélaga BSRB hafa staðið yfir frá 15. maí. Starfsfólk í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi halda áfram verkfalli í dag, hafnir í Ölfusi bættust við á mánudaginn og um helgina bætast við sundstaðir og íþróttamiðstöðvar Meira

Ómótstæðilega girnilegar samlokur í lautarferðina

Linda Benediktsdóttir, eldhúsgyðja og uppskriftahöfundur, sem heldur úti uppskriftasíðunni Linda Ben, er farin að hlakka til sumarsins og þess að njóta kræsinganna sem því fylgja. Hún er mikill ástríðukokkur sem kann listavel að framreiða kræsingar sem gleðja bæði augu og munn. Meira

Allt fyrir heilsuna Birna og Guðmundur Ármann eru búsett á Eyrarbakka ásamt börnum sínum.

Innblásturinn broddmjólk íslenskra mjólkurkúa

Hjónin Birna G. Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann standa að baki fyrirtækinu Jörth sem er nýstofnað og hefur það að markmiði að hjálpa fólki að bæta heilsu sína og líðan, bæði andlega og líkamlega, með því að koma jafnvægi á þarmaflóruna. Með stofnun fyrirtækisins tókst þeim hjónum að sameina sína ólíku menntun, reynslu og þekkingu á skemmtilegan og gefandi hátt. Meira

Gullnar strendur á grísku eyjunni Krít – Skannaðu kóðann og bókaðu draumafríið. – Þú átt skilið að skella þér í sóli

Í tilefni af 110 ára afmæli Morgunblaðsins í ár taka Morgunblaðið og Icelandair höndum saman og efna til veglegs gjafaleiks fyrir áskrifendur. Á hverjum fimmtudegi fram til 2. nóvember verða heppnir áskrifendur Morgunblaðsins dregnir af handahófi og hljóta flugmiða í formi gjafabréfs með Icelandair. Freistaðu gæfunnar og tryggðu þér áskrift! Meira

Góðverk Krabbameinsfélagið hefur reynst Eyþóri vel sem missti móður sína úr ristilkrabbameini í nóvember.

Eldar til góðs eftir erfiðan móðurmissi

Efnir til kvöldverðar til styrktar Krabbameinsfélaginu Meira