Fréttir Þriðjudagur, 19. september 2023

Rafbílar Munu hækka verulega.

Rafbílarnir rjúka nú út

Ódýrustu rafbílar geta hækkað um 23% um áramótin • BGS gagnrýnir stjórnvöld fyrir óljósa stefnu um orkuskipti • Kalla eftir mótvægisaðgerðum án tafar Meira

Telur mynd MAST ekki standast skoðun

„Augljóst má hverjum vera sem hefur verið til sjós eða hefur einhverja reynslu af aðbúnaði á veiðiskipum að sú mynd sem MAST dregur upp af atvikinu stenst ekki gagnrýna… Meira

Hamfarir Miklar skemmdir urðu í flóðum á Seyðisfirði í árslok 2020.

Viðbúnaður fyrir austan

Hús voru rýmd á Seyðisfirði í gær vegna mikillar úrkomu Meira

Vegagerðin gerð afturreka með útboð Hríseyjarferju

Tilboð óstofnaðs einkahlutafélags í reksturinn metið ógilt Meira

Komið til Reykjavíkurhafnar

Skemmtiferðaskipið Ocean Explorer kom á sunnudag til Reykjavíkurhafnar, en skipið strandaði í Alpafirði við Grænland í síðustu viku eins og greint hefur verið frá. Rannsóknarskip grænlensku umhverfisstofnunarinnar Tarajoq náði að losa skipið af… Meira

Lyf Markaðssetning lyfja þarf að vera einfaldari að mati Jakobs.

Verðið er hindrun á markaðnum

Framkvæmdastjóri Frumtaka deilir áhyggjum af undanþágukerfinu á lyfjamarkaði hérlendis sem vaxið hefur hratt • Lyf eru síður og síðar markaðssett á Íslandi en í löndunum í kringum okkur Meira

Stefán Vagn Stefánsson

Vill halda byggðamálunum á loft

„Fjárlagafrumvarpið er stóra málið hjá okkur. Við fengum kynningu á því í morgun frá fjármálaráðuneytinu og verðum í því verkefni þar til það klárast fyrir jól. Fjárlagafrumvarpið er langstærsta verkefni nefndarinnar,“ segir Stefán Vagn… Meira

Sinfónían Reksturinn hefur verið erfiðari að undanförnu, einkum vegna áhrifa heimsfaraldurs á aðsókn að tónleikum hljómsveitarinnar.

Vísbendingar séu um ofbeldi

Agnar Már Másson agnarmar@mbl.is Ríkisendurskoðun segir að vísbendingar séu um aukið álag, einelti og ofbeldi innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ). Auk þess þurfi að endurmeta stefnu og rekstrarumhverfi sveitarinnar til framtíðar en uppsafnað tap SÍ nemur 55 milljónum króna. Í byrjun árs óskaði SÍ eftir því að Ríkisendurskoðun myndi framkvæma stjórnsýsluendurskoðun á stofnuninni. Meira

Forgangsverkefni Breytingar á fjármögnun íslenskra háskóla og Áslaug Arna segir það hafa verið í forgangi frá upphafi kjörtímabilsins.

Blásið til sóknar í háskólamálum

Árangurstengt reiknilíkan og meira í ætt við Norðurlöndin Meira

Bið Mikil seinkun á flugi er miður skemmtileg upplifun.

Flugfarþegar unnu mál gegn Vueling

Mikil seinkun á flugi spænska lággjaldaflugfélagsins Vueling frá Keflavík í ágúst í fyrra gæti átt eftir að kosta félagið skildinginn. Farþegar sem kvörtuðu yfir seinkuninni fóru fram á staðlaðar skaðabætur og úrskurðaði Samgöngustofa farþegunum í hag Meira

Skattar Enginn veit hvað nýr rafmagnsbíll mun kosta árið 2024.

Verðlagning rafmagnsbíla óljós

Hækka um 1.300.000 um áramótin • Mótvægisaðgerðar stjórnvalda vegna álagningar virðisaukaskatts eru óljósar og hafa ekki verið kynntar • Veldur innflytjendum og neytendum vandræðum Meira

Rússar Sergei Lavrov er utanríkisráðherra Rússlands.

Rússar yfirgefa Barentsráðið

Aðildarríkin gerðu áður hlé á samstarfinu • Innrásin í Úkraínu ástæðan Meira

Tálknafjörður Unnið við malbikun í Túngötu sem íbúar fagna innilega.

Túngatan á Tálknafirði tjörulögð

Nýverið lauk malbikunarframkvæmdum í Túngötu á Tálknafirði. Að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar sveitarstjóra var ráðist í endurnýjun lagna í götunni og tækifærið notað í leiðinni og nýtt malbik lagt á. Verktaki gatnaframkvæmda var fyrirtækið Allt í járnum og Malbikun Norðurlands sá um malbikunina Meira

Röstin Hugmynd að útliti skipsins. Gul rönd og lógó í lit Vegagerðarinnar.

Breiðafjarðarferja fær nafnið Röst

Nýja Breiðafjarðarferjan er væntanleg til landsins á morgun, miðvikudag. Ferjan mun koma við í Stykkishólmi þar sem hún verður mátuð við ekjubrýrnar þar. Norska nafnið er Röst og það verður heiti skipsins áfram þegar það verður komið á íslenska skipaskrá, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni Meira

Styrking krónunnar á eftir að koma fram í vöruverði

„Það virðist vera sem þessi styrking krónunnar eigi eftir að koma fram í meira mæli og þá ættu einhverjar vörur að lækka,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sem fundaði á dögunum með forsvarsmönnum dagvöruverslana Meira

Þyrluflug Gríðarleg flugumferð var í tengslum við eldgosið á Reykjanesi.

Þyrlupallur kallar á nýtt skipulag

Borgarráð samþykkir að láta gera samanburð á mögulegum staðsetningum fyrir miðstöð þyrluflugs • Ef koma á fyrir þyrlupalli með starfsleyfi á Hólmsheiði þarf að gera miklar breytingar á skipulagi Meira

Landmannalaugar Fremst á þessari mynd sjást skálabyggingar og ýmis þjónustuhús Ferðafélags Íslands. Bílastæðin sem til stendur að stækka eru undir fjallshlíð, það er efst hægra megin á þessari mynd.

Frestun vegna kæru setur framkvæmdir í uppnám

Bílastæðin í Landmannalaugum í bið • Óeðlileg áhrif þrýstihópa, segir oddviti Meira

Horfur Álfheiður segir miklar breytingar hafa orðið á samkeppnishæfni Íslands í kjölfar stríðs og orkukreppu.

1,2 milljarða króna fjárfesting

Ljósbogaofn undirbúinn fyrir rekstur næstu 15-20 ár • Flestallur búnaður uppfærður • Horfa fram á mikinn vöxt í framtíðinni og góða tíma • Rafvæðing bílaflotans á stóran þátt • Methagnaður sl. tvö ár   Meira

Fangaskipti Þrír af bandarísku föngunum stíga frá borði í Doha.

Bandaríkin og Íran skiptast á föngum

Bandaríkin og Íran hófu í gær fangaskipti, en Íransstjórn sendi þá sjö bandaríska ríkisborgara til Katar, á sama tíma og Joe Biden Bandaríkjaforseti náðaði fimm Írana sem voru annaðhvort þegar í fangelsi eða biðu réttarhalda fyrir glæpi sem ekki fólu í sér beitingu ofbeldis Meira

Klishtsjívka Úkraínskir hermenn sjást hér standa með úkraínska fána í þorpinu Klishtsjívka sem þeir frelsuðu á sunnudaginn. Þorpið er í nágrenni við Bakhmút og þykir skipta miklu máli varðandi framhald sóknar Úkraínu þar.

Brutust í gegn við Bakhmút

Harðir bardagar á austurvígstöðvunum • Rússar beita fallhlífaliði til að þétta raðirnar á hvorum tveggja vígstöðvum • Þjóðverjar senda meiri skotfæri til Úkraínu Meira

Alþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk greinargerðirnar fyrir helgi og sagðist ætla að leita samstarfs um umfjöllun um tillögurnar.

Tillögur í umræðuna en engar kollsteypur

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sérfræðingarnir sem skilað hafa forsætisráðherra greinargerðum um þá kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi leggja fram ýmsar tillögur að breytingum og ný ákvæði. Ekki verður þó séð að lögfræðingarnir sem fengnir voru til verksins telji þörf á stórfelldum breytingum á gildandi ákvæðum stjórnarskrárinnar við endurskoðun hennar. Meira

Teiknarinn Ómar að mála en hann blandar saman mismunandi aðferðum.

Hliðarsjálfið syngur í teiknaðri hljómsveit

„Ég hef alltaf farið mínar eigin leiðir, en hef gaman af því að prófa mig áfram í mismunandi teikningum og aðferðum,“ segir Ómar Smári Sigurgeirsson, teiknari og söngvari í teiknimyndahljómsveitinni Boiling Snakes Meira