Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tókust á í Sprengisandi á Bylgjunni um helgina, en þar sagði Kristrún Frostadóttir að „Sjálfstæðisflokkurinn [hefði] farið frá því að vera flokkur stöðugleika í að vera flokkur skattalækkana og einkareksturs“. Það fór sjálfsagt um ýmsa hægrimenn þegar Bjarni Benediktsson andæfði því! Meira
Farið hefur verið fram á að katalónska, baskneska og galisíska verði viðurkennd til samskipta innan Evrópusambandsins. Meira
Sá vígreifi og einhenti Týr skrifar dálk í Viðskiptablaðið um það hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu hjálpar þurfi. Þeir þurfi aðstoð – mikla aðstoð – þrefalt meiri aðstoð en raunin var fyrir 20 árum, líkt og lesa megi úr svari forsætisráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins um þetta. Meira
Sumir virðast telja að málfrelsið megi helst ekki taka til annarra en þeirra sjálfra og þeirra sem eru á sama máli, í það minnsta ekki í raun. Meira
Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur fjallaði um borgarlínumál hér í blaðinu í gær og benti á að borgarlínan stefndi í að verða tvöfalt dýrari en áætlað hefði verið, jafnvel að teknu tilliti til verðlags. Nefndi hann í þessu sambandi „borgarlínu“ í Stavanger, Bussveien, og að þar væri gert ráð fyrir að kostnaður yrði um fjórir milljarðar íslenskra króna á hvern kílómetra. Meira
Klerkastjórnin óttast ný mótmæli ári eftir morðið á Möhsu Amini Meira
Það ríkti dularfullt ástand eftir að Woodrow Wilson forseti fékk slag og varð ófær um að gegna embætti sínu. En þá komst kona hans upp með það, að taka við skilaboðum og spurningum úr kerfinu, um ákvarðanir forsetans, og bera svör og ákvarðanir til baka, án þess að „kerfið“ efaðist, og stjórnaði þannig Bandaríkjunum algjörlega umboðslaus, þar til kjörtímabili forsetans lauk. Meira