Bjarni Hinriksson hefur einbeitt sér að tjáningarforminu myndasögu í fjörutíu ár. Í sögum hans er skopleg alvara og þar leiða fáránleiki og furður lesendur á milli ævintýraheima, drauma og hversdagslífs. Bjarni hefur nú safnað flestum myndasögum sínum í eina bók, sem ber titilinn Vonarmjólk. Meira
Mikið verður um að vera á Stokkseyri nú um helgina þegar uppskeruhátíðin Haustgildi blæs til fagnaðar. Landsþekkt tónlistarfólk og rithöfundar stíga á pall og einnig verða girnilegir markaðir í boði fyrir gesti hátíðarinnar. Meira