Lokun á Grundartanga hefur ekki áhrif á að Orkuveitan standi við arðgreiðslur • Óábyrgt við þessar aðstæður að reiða sig á 4 milljarða byggingarréttargreiðslur Meira
Lokunardagar vegna manneklu voru tífalt fleiri á hvert barn í leikskólum Reykjavíkurborgar samanborið við önnur stærstu sveitarfélag landsins haustið 2024. Voru slíkir lokunardagar að jafnaði 1,3 á hvert barn í borgarreknum leikskólum en 0,13 í hinum sveitarfélögunum Meira
Fóru yfir stöðuna á félagsfundi • Aðgerðir ræddar en ekkert ákveðið Meira
Umhverfisnefnd Húnabyggðar samþykkti á fundi sínum á mánudag að leggja til við sveitarstjórn að hafna umsókn Orkusölunnar ehf. um rannsóknarleyfi vegna fyrirhugaðrar vatnsaflsvirkjunar á vatnasviði Vatnsdalsár í Austur-Húnavatnssýslu Meira
Á stjórnarfundi Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV), sem haldinn var í Efstaleiti þann 24. september 2025, fór Stefán Eiríksson útvarpsstjóri yfir stöðu dreifikerfismála RÚV. Samningur RÚV við Sýn (áður Vodafone) um dreifingu sjónvarps- og útvarpsefnis rennur út árið 2028 Meira
Reykjavíkurborg leggur fram fjárhagsáætlun • A-hluti skili 4,8 milljarða króna afgangi árið 2026 • Tekjurnar af arðgreiðslum Orkuveitunnar og sölu byggingarlóða áætlaðar 10,5 milljarðar Meira
Icelandair sagði í gær upp 38 starfsmönnum í ýmsum deildum, en aðallega á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Eru uppsagnirnar liður í þeirri vegferð að hagræða, einfalda skipulag og fækka verkefnum, að því er segir í tilkynningu frá Icelandair Meira
Tæplega 400 börn í Reykjavík voru heima í alls tvær vikur Meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) samþykkti í gær árlegan stækkunarpakka sinn, sem er skýrsla um hvernig umsóknarríkjum um aðild að sambandinu miði í aðlögun sinni. Þar er grein gerð fyrir tíu ríkjum, en athygli vekur að Íslands er þar í engu getið Meira
Útlendingastofnun hefur aðstæður í Sýrlandi enn til skoðunar að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, en hún væntir svara fyrr en síðar. Borgarastyrjöldinni lauk í Sýrlandi með falli einræðisstjórnar Bashar al-Assads undir lok síðasta árs Meira
Dansarar úr Dans Brynju Péturs fóru með sigur af hólmi í sínum flokki í Hiphop Weekend Street Dans-hátíðinni, sem haldin var í Malmö í Svíþjóð um síðustu helgi. Þetta er í fimmta skiptið sem dansarar frá Brynju taka þátt í þessum dansbardaga og var mikil gleði í hópnum eftir glæsilegan sigur Meira
Lokaskýrsla birt um hópsýkingu á Norðurlandi af völdum Salmonella Montevideo Meira
Filippo Grandi, aðalframkvæmdastjóri UNHCR, segir framlag Íslands til flóttamannamála vera ómetanlegt • Erfiðara nú að ná samstöðu um erfið mál í alþjóðamálum • Kerfið hér hafi gefið góða raun Meira
Sýrlendingar í Þýskalandi taki sæng sína og gangi • „Getum auðvitað vísað þeim úr landi sem neita“ • Í berhögg við eigin utanríkisráðherra • Aðstoða að sjálfsögðu við endurreisn – ef flóttamennirnir fara Meira
Dönsku höfundarréttarsamtökin Koda hafa höfðað mál gegn bandarísku gervigreindar-tónlistarþjónustunni Suno. Koda heldur því fram að tæknifyrirtækið, sem sérhæfir sig í skapandi gervigreind, hafi þjálfað gervigreindarlíkan sitt á verkum úr efnisskrá… Meira
Dr. Ryan Eyford, dósent við sagnfræðideild Winnipeg-háskóla í Manitobafylki, hlýtur Vigdísarverðlaunin 2025 fyrir rannsóknir sínar á sögu Nýja Íslands í Kanada. Verðlaunin verða afhent í aðalbyggingu Háskóla Íslands á morgun, fimmtudag, og hefst… Meira