Mæta heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands ásamt Úkraínu í 3. riðli A-deildar undankeppninnar Meira
Magni Fannberg kemur til greina sem næsti íþróttastjóri norska knattspyrnufélagsins Rosenborg frá Þrándheimi. Þetta kemur frá hjá TV2 í Noregi sem segir að Magni sé á meðal þeirra sem forráðamenn Rosenborg renni hýru auga til þessa dagana en þeir leita að nýjum íþróttastjóra Meira
Óhætt er að segja að Ísland tefli fram mikið breyttu liði á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta sem hefst í Stuttgart í Þýskalandi 26. nóvember. Átta leikmenn sem léku fyrir Íslands hönd í lokakeppni Evrópumótsins fyrir ári eru ekki með en tíu… Meira
Landsliðskonan Guðný Árnadóttir á von á sínu fyrsta barni í apríl á næsta ári • Er samningsbundin Íslendingaliði Kristianstad í Svíþjóð og er ekki á heimleið Meira
Hermann Hreiðarsson stýrir karlaliði Vals í fótbolta næstu þrjú keppnistímabilin • Steig sín fyrstu skref í þjálfun árið 2013 hjá ÍBV og er ekki sami þjálfarinn í dag Meira
Breiðablik mátti þola tap, 2:0, gegn úkraínska stórliðinu Shakhtar Donetsk í Kraká í Póllandi í gærkvöldi. Leikurinn var liður í 3. umferðinni í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Shakhtar er með tvo sigra eftir þrjá leiki en Breiðablik er aðeins með eitt stig Meira
Breiðablik mætir í dag úkraínska stórliðinu Shakhtar Donetsk í 3. umferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í knattspyrnu í Kraká í Póllandi, þar sem Shakhtar leikur heimaleiki sína í Evrópukeppnum. Shakhtar spilar heimaleiki sína í úkraínsku… Meira
Óhætt er að segja að riðillinn sem íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu dróst í á þriðjudag sé sannkallaður dauðariðill. Á næsta ári fer í hönd undankeppni fyrir HM 2027 og er Ísland í þriðja riðli A-deildar með aldeilis sterkum liðum Meira
Davíð Smári Lamude var kynntur sem nýr þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í gær. Hann tekur við liðinu af Gunnari Heiðari Þorvaldssyni . Davíð stýrði áður Vestra og kom liðinu upp í Bestu deildina og gerði liðið að bikarmeisturum Meira
Guðrún braut hryggjarlið í hálsi á fimleikaæfingu • Munaði millimetrum að hún lamaðist • Keppir á ný á laugardag Meira
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson tilkynnir leikmannahóp sinn fyrir komandi landsleiki gegn Aserbaídsjan og Úkraínu í D-riðli undankeppni HM 2026 á morgun. Það er ansi mikið undir hjá íslenska liðinu í þessum síðustu tveimur leikjum… Meira
Ívar Orri Kristjánsson var kosinn besti dómarinn í Bestu deild karla í fótbolta keppnistímabilið 2025 af leikmönnum deildarinnar. KSÍ skýrði frá þessu í gær. Þetta er í annað sinn sem Ívar verður fyrir valinu en hann var áður kosinn bestur í deildinni árið 2021 Meira
Valur vann sinn sjöunda leik í röð í öllum keppnum er liðið valtaði yfir Selfoss, 45:21, í 7. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta á heimavelli sínum á Hlíðarenda á laugardag. Staðan í hálfleik var 24:7 og áttu Selfyssingar ekki möguleika í Íslandsmeistarana Meira
Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur ráðið Hermann Hreiðarsson sem þjálfara meistaraflokks karla. Honum til aðstoðar verður Englendingurinn Chris Brazell. Hermann tekur við af Srdjan Tufegdzic sem lét af störfum hjá Val eftir nýliðið tímabil en… Meira
Liverpool vann langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag er liðið lagði Aston Villa, 2:0, á Anfield í 10. umferðinni. Sigurinn var kærkominn fyrir Liverpool eftir fjögur töp í röð þar á undan Meira
KR, Njarðvík og Grindavík eru jöfn á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta með tíu stig eftir að sjötta umferðin var leikin í heild sinni á laugardaginn. Nýliðar KR hafa komið flestum á óvart og eru eitt toppliðanna eftir sterkan útisigur í Reykjavíkurslag gegn Val, 100:93 Meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann afar sterkan sigur á Þýskalandi, 31:29, í seinni vináttuleik liðanna á fjórum dögum í München í gærkvöldi. Var um mjög gott svar að ræða hjá íslenska liðinu eftir ellefu marka tap í fyrri leiknum í Nürnberg, 42:31 Meira