Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: „Ástin er ekki umbúðir eða útlit. Hvorki girnd né losti, heldur bál sem kviknar. Henni þarf að halda við svo glóðin kulni ekki og slokkni.“
Sigurbjörn Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson

Ástin er ekki umbúðir eða útlit. Hvorki girnd né losti, heldur bál sem kviknar. Henni þarf að halda við svo glóðin kulni ekki og slokkni. Ástinni fylgir aðlögun, stöðugt samtal, ákvörðun, virðing og gagnkvæmt traust.

Ljúft en getur líka verið sárt

Líklega þráum við það flest ef ekki öll að elska og finna að við séum elskuð.

Hvað veist þú annars dásamlegra og dýrmætara en það að fá að elska og fá að hvíla í örmum þess sem þú elskar? Fá að hvíla í örmum þess sem elskar þig? Þú finnur að þú ert hluti af einhverju. Einhverju meiru og dýpra en þú ert sjálf/ur. Það er ljúft en getur líka verið sárt. Þú ert gefandi og þú ert þiggjandi. Ert í hlutverki sem þú kannt eitthvað svo skelfing illa og hræðist jafnvel en skalt samt endilega láta eftir þér að takast á við. Og njóttu þess að láta það eftir þér af ástríðu hafirðu tækifæri til.

Ástin gefst

...