Eftir Kjartan Magnússon: „Sá borgarstjóri, sem hefur slíka húsnæðisstefnu að leiðarljósi, vinnur ekki í þágu tekjulágs fólks.“
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er sá stjórnmálamaður sem mesta ábyrgð ber á því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum í Reykjavík. Helsta birtingarmynd þessa vanda er að það er ekki lengur á færi meðallaunafólks, hvað þá tekjulágra, að festa kaup á góðri íbúð í Reykjavík.

Borgarmálin voru til umfjöllunar í Kastljósi í síðustu viku og þar gagnrýndi Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, frammistöðuleysi Samfylkingarinnar í málaflokknum. Það segir sitt um málefnastöðu Dags að hann svaraði gagnrýninni með skætingi og sakaði Sjálfstæðisflokkinn um að hafa ekki gætt hagsmuna efnaminna fólks í þessum efnum. Það er ekki nýtt að Dagur reynir að verja eigin klúður með því að varpa sökinni yfir á minnihluta borgarstjórnar.

Hugmyndafræðingur húsnæðisstefnunnar

Dagur hefur verið borgarfulltrúi í sextán ár, þar af tólf í meirihluta. Á þessum tíma hefur hann haft mikil áhrif á...