Margaret Thatcher hafði einu sinni á orði að alvöruleiðtogi þyrfti ekki að ganga um og segja öllum að hann væri leiðtogi, meinti að verkin myndu tala ef um alvöruleiðtoga væri að ræða.

Þetta á ágætlega við um stjórnmálin. Þeir eru til sem hafa mótað sér sterka hugmyndafræði, vinna eftir henni og láta verkin tala. Síðan eru þeir sem nota frasa, tala mjög mikið um hvernig þær sjái hlutina fyrir sér, hvernig þeir ætli sér að gera hitt og gera þetta, hvernig þeir sjálfir séu í raun betri en allir aðrir og þannig mætti áfram telja. Það þarf varla að taka fram að þeim síðarnefndu verður alla jafna lítið úr verki, jafnvel þótt þeir látið mikið fyrir sér fara í umræðunni.

Það er til að mynda mjög auðvelt að tala fyrir svokölluðum kerfisbreytingum án þess þó að lyfta litlafingri í því að taka á kerfinu þegar þess þarf eða stuðla að umfangsmiklum breytingum. Það er líka mjög auðvelt að segja sjálfan sig tala fyrir „almannahagsmunum“ en

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir