Eftir Hilmar Frey Gunnarsson: „Fasteignakaup eru stærsta fjárfesting sem við gerum um ævina og því er mjög mikilvægt að vita hvaða galla hún hefur að geyma ef einhverjir eru ...“
Hilmar Freyr Gunnarsson
Hilmar Freyr Gunnarsson

Hver þekkir ekki tilfinninguna að hafa skoðað fasteign sem mann langaði svo í að maður horfði fram hjá göllunum eða skoðaði ekki nægilega vel og tók bara íslensku leiðina á þetta og sagði ÞETTA REDDAST? Hver hefur ekki heyrt af einhverjum, þekkir til einhvers eða þekkir það af eigin reynslu að hafa keypt húsnæði sem reyndist gallað eða uppfyllti ekki þær kröfur sem því var ætlað og hvað hefði verið hægt að spara mikla fjármuni og tíma ef bara hefði verið látið ástandsskoða húsnæðið áður en keypt var? Gildir þetta bæði um einstaklinga og fyrirtæki.

Þegar við ákveðum að fjárfesta í bíl þá finnst okkur ekkert athugavert að fara með bílinn í ástandsskoðun, svo við séum örugg um að kaupa ekki köttinn í sekknum. Við ástandsskoðun fáum við skýrslu með athugasemdum yfir þau atriði sem koma í ljós og hægt er að taka meðvitaða ákvörðun hvort það standi undir sér að kaupa bílinn á uppsettu verði, lækka verðið eða bara sleppa kaupunum og finna nýjan og betri bíl.

...