Hinn 9. maí sl. voru sérstakar umræður á Alþingi um borgaralaun. Sú umræða var mjög áhugaverð, hvaða skoðun sem fólk hefur á borgaralaunum. Umræða um borgaralaun er nefnilega ekki svo einföld því margar skoðanir eru á því hvað borgaralaun eru eða eiga að vera. Til þess að einfalda þá umræðu er gott að leggja fram ákveðnar þumalputtareglur; borgaralaun munu ávallt þurfa að rúmast innan efnahagslegra marka. Borgaralaun verða aldrei meiri en við höfum efni á. Það þýðir því ekkert að segja, við munum aldrei hafa efni á 300 þús. kr. borgaralaunum fyrir alla og þar af leiðandi séu þau ömurleg hugmynd. Klassískt dæmi um strámann. Önnur rök sem heyrast oft og mig langar sérstaklega til þess að vekja athygli á í þessum pistli eru rökin um nýju störfin.

Ein af ástæðunum fyrir því að ýmsir leggja til að tekin séu upp borgaralaun er að störf eru að úreldast og vélar sinna þeim í staðinn. Því er yfirleitt svarað með einhverju eins og að ný störf skapist alltaf

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson