Gaman væri að vita um hvað stjórnmálin snúast í hugum fólks almennt. Sumir telja að völd séu meginatriði. Þeir hafa völd sem geta tekið ákvörðun sem aðrir verða að hlýða. Þannig hefur Alþingi sameiginlega lagasetningarvald. Þingmaður hefur ekki mikil völd, einn og sér, en hann getur haft áhrif.

Jafnvel ráðherrar hafa ekkert sérlega mikil völd hér á landi. „Ég man fyrst þegar ég kom hér úr starfi borgarstjóra þá fannst mér ég vera mjög valdalítill kall og hissa á þessu starfi,“ sagði Davíð Oddsson um embætti forsætisráðherra í viðtali árið 2003. Í framhaldi af því er rétt að minna á hin frægu ummæli olíujöfursins JR í Dallas-sjónvarpsþáttunum forðum daga: Power is not what you are given. Power is what you take.

Sumir hugsa sér gott til glóðarinnar að komast „að kjötkötlunum“. Ná fé eða gæðum til vinveittra. Dæmi gætu verið lækkun gjalda á sína vildarvini. Flestar stöðuveitingar eru nú orðið háðar skilyrðum

...

Höfundur: Benedikt Jóhannesson