Finnsstofa Séra Geir Waage í Finnsstofu sem helguð er Finni Jónssyni presti í Reykholti og síðar biskupi í Skálholti.
Finnsstofa Séra Geir Waage í Finnsstofu sem helguð er Finni Jónssyni presti í Reykholti og síðar biskupi í Skálholti. — Ljósmynd/Björg Guðlaugsdóttir

Viðtal

Björg Guðlaugsdóttir, nemandi í blaða- og fréttamennsku, ræðir við séra Geir Waage.

Geir Waage hefur verið prestur í Reykholti í Borgarfirði í tæp 40 ár. Ég er komin þangað til þess að kynnast honum betur og heyra sögu hans. Við göngum saman inn í Snorrastofu og í gegnum safnaðarsal kirkjunnar sem er einnig nýttur undir sýningu um Snorra Sturluson.

Geir fylgir mér inn í Finnsstofu þar sem við getum rætt saman. Finnsstofa er sérstakt herbergi í húsnæði kirkjunnar og Snorrastofu sem er helgað Finni Jónssyni, presti í Reykholti og síðar biskupi í Skálholti. Geir býður mér sæti á meðan hann fer og kveikir á kerti og setur á borðið áður en hann sest sjálfur. Hann segir mér að hann sé alinn upp við að hafa kerti í kringum sig.

Hann er fæddur og uppalinn á Hrafnseyri í Arnarfirði á Vestfjörðum eins og Jón Sigurðsson, oftast kallaður Jón forseti. Faðir Geirs var Garðar Jónsson Waage og móðir hans

...