Fyrsta ágúst síðastliðinn birtist grein í NY Times Magazine um þá vitundarvakningu sem varð á gróðurhúsaáhrifunum og hvaða áhrif maðurinn hefur haft á þau. Greinin rakti söguna í kringum 9. áratuginn þar sem tækifæri gafst til þess að koma í veg fyrir þær hörmungar sem annars væru óhjákvæmanlegar. Tækifæri sem fór forgörðum vegna spilltra stjórnmálamanna og olíufélaganna á bak við þá.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem stjórnmálin glíma við loftslagsbreytingar af mannavöldum sem, ef ekki hefði verið komið í veg fyrir, hefði haft gríðarlega slæmar afleiðingar í för með sér. Frægustu dæmin eru blýbensín og CFC sem eyðilagði næstum því ósónlagið. Það var fyrst farið að nota blý í bensín árið 1922. Árið 1965 vakti vísindamaður að nafni Claire Patterson athygli á þeirri mengun sem blýbensín var að valda. Það var þó ekki bannað í bensíni fyrr en 1988. Byrjað var að nota CFC um svipað leyti og blýbensín og var bannað í Montreal-sáttmálanum árið 1989.

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson