Eftir Jónas Haraldsson: „Að þessi köfunarstarfsemi í Silfru hafi verið leyfð yfirhöfuð er að mínu mati hrein þjóðaskömm.“
Jónas Haraldsson
Jónas Haraldsson

Þingvallanefnd hefur nú sent frá sér til kynningar endurskoðaða stefnumörkun þjóðgarðsins á Þingvöllum, sem er ítarleg að vöxtum og um margt vel unnin. Þó verð ég að segja að mér hafi verið illa brugðið, þegar ég las eftirfarandi setningu á bls. 19 í skýrslunni, sem ég satt að segja hélt fyrst að ætti að vera grín. Þar segir þetta orðrétt.

„Starfsemi á vegum einkaaðila innan þjóðgarðsins fellur að skýrum ramma sem viðheldur náttúrulegu og vistvænu yfirbragði með virðingu fyrir helgi staðarins. Slíkri þjónustu er valinn staður í samræmi við stefnu um landnotkun og almennt í hæfilegri fjarlægð frá þinghelginni.“

Í miðjum friðlýstum þjóðgarðinum, sem er á heimsminjaskrá UNESCO er gjáin Silfra. Þar reka sjö fyrirtæki froskköfunarstarfsemi sína. Á árinu 2016 fóru 45.000 manns í gjána, þar af köfuðu aðeins 7.000, en hinir 38.000 busluðu (snorkluðu) í yfirborðinu. Tekjurnar sem þetta gaf af sér fyrir þessa sjö aðila í afþreyingaiðnaðinum

...