Hvað gerist ef hún brestur?

Hinn 1. febrúar 1990 voru gerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem þá þegar þóttu boða nýja tíma í þeim efnum. Þegar Einar Oddur Kristjánsson, þáverandi formaður Vinnuveitendasambands Íslands var spurður, hvort þeir væru sögulegir sagði hann að tíminn einn mundi leiða það í ljós. Og svo varð. Þessir kjarasamningar fengu nafnið þjóðarsáttarsamningar í munni almennings. Það orð þarf ekki að skýra. Í þeim fólst ákveðin sátt á milli launþega og vinnuveitenda.

Aðdragandinn að þeim samningum var töluverður. Í tvo áratugi áður hafði geisað hér óðaverðbólga. Hún hófst í tíð vinstri stjórnar sem tók við af Viðreisnarstjórninni að loknum þingkosningum sumarið 1971 en það væri ósanngjarnt að kenna henni einni um. Undirrótin var atburðir í Miðausturlöndum, sem leiddu til gífurlegra hækkana á olíuverði um heim allan, tvisvar sinnum á einum áratug.

Svo var komið vorið 1974, þegar sú vinstri stjórn var að falla að því var spáð að á því

...

Höfundur: Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is