Orðin „mixa málið“ eru komin frá Dakótaskáldinu Káinn eins og ég nefndi í síðasta pistli. Káinn vitnaði í menningarvita sem vildi „hengja þá sem mixa málið“ (sjá Kviðlinga og kvæði 1945:52). Þessi orð Káins gætu hjálpað okkur í baráttunni við enskusletturnar: þau ná eyrum okkar af því að þau eru fyndin.

Spurning : Hvernig eigum við þá að bregðast við mixinu? (Sbr. viðmælendur í útvarpsþætti sem töluðu um stúlkur sem „dismissa“ hæfileika sína og drengi sem skortir „kreativití“; setja þyrfti „rokksolid effort“ í orkusparnaðinn því auðlindirnar væru „finit“).

Svar : Við gætum leitt talið að mixi , minnst orða Káins um gálga og snörur og í framhaldinu velt fyrir okkur hvaða íslensk orð geta komið í stað mix-orðanna. Gætum m.ö.o. gert þetta að samkvæmisleik í öllum aldursflokkum (enginn vill láta hengja sig).

...

Höfundur: Baldur Hafstað bhafstad@hi.is