Samkeppniseftirlitið gaf í gær grænt ljós á kaup Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) og fasteignafélaginu DGV hf. Samruna fyrirtækjanna eru þó ýmis skilyrði sett, meðal annars að Hagar selja frá sér Bónus við Hallveigarstíg og Faxafen í Reykjavík og Smiðjuveg í Kópavogi og nokkrar eldsneytisstöðvar, það er þjónustustöðvarnar við Háaleitisbraut í Reykjavík og á Kjalarnesi og þrjár sjálfsafgreiðslustöðvar í austurborginni. Einnig verður Olísstöðin í Stykkishólmi seld.

Hagar verða, samkvæmt samkomulagi, að selja nýjum endurseljendum sem eftir því leita allar tegundir eldsneytis í heildsölu.

Til viðbótar þessu hefur Samkeppniseftirlitið gert sátt við FISK-Seafood ehf. og móðurfélag þess Kaupfélag Skagfirðinga (KS) um að fyrirtækin selji eignarhlut sinn í sameinuðu félagi niður undir ákveðið mark í kjölfar samrunans.

Ráðgjafar kaupanda, Arctica Finance og Landslög, gera ráð fyrir að samlegðarhrifin verði um 3%

...