Sólveig Kristín Borgarsdóttir og Guðrún Sjöfn Kulseng söfnuðu 5.895 kr. fyrir Rauða kross Íslands með því að semja lag og texta. Þær gengu svo í hús og sungu fyrir fólk. Vinkonurnar eiga heima á Hvanneyri og var afar vel tekið af þeim íbúum sem þær heimsóttu. Lagið þeirra er stutt og fjörugt og fjallar um ljúfa lífið í sveitinni.