Fjárlagafrumvarp Útgjaldaliðir ríkissjóðs vegna ýmissa málaflokka kynntir.
Fjárlagafrumvarp Útgjaldaliðir ríkissjóðs vegna ýmissa málaflokka kynntir. — Morgunblaðið/Hari
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður varið 1,9 milljörðum kr. á næsta ári til kaupa á nýjum björgunarþyrlum fyrir Landhelgisgæsluna. Gert er ráð fyrir að keyptar verði þrjár þyrlur og að heildarfjárfesting vegna kaupa þeirra nemi um 14 milljörðum króna sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun 2019-2013. Miðað er við að kaupverð hverrar þyrlu verði 4,7 milljarðar króna og reiknað er með að þær verði afhentar árið 2020.